Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

205. spurningaþraut: „Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“

205. spurningaþraut: „Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“

Hér er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan er herskipið HMS Falmouth. Hvað kom fyrir það?

***

Aðalspurning:

1.   Hvaða íslenski tónlistarmaður sendi nýlega frá sér plötuna Some Kind of Peace?

2   Árið 1986 kom út smásagnasafnið Níu lyklar eftir nýjan og óreyndan rithöfund. Þessi höfundur hefur síðan gefið út fjölda skáldsagna sem flestar hafa mælst einkar vel fyrir og selst vel. Þó hefur höfundurinn jafnan sinnt ritstörfum í hjáverkum frá öðrum störfum. Hvaða höfundur er þetta?

3.   Kona nokkur átti að vinna ull en nennti því engan veginn, svo hún tók því fegins hendi þegar stórskorin kerling bauðst til að vinna ullina fyrir hana. Þegar konan spurði kerlingu hvað hún vildi fá að launum svaraði kerling: „Það er nú ekki mikið. Þú skalt segja mér nafn mitt í þriðju gátu, og erum við þá sáttar.“ Spratt af þessu heilmikil saga, en hvað hét kerlingin?

4.   Hvaða starfi gegndi Konrad Adenauer frá 1949 til 1963?

5.   Hver er varaformaður Framsóknarflokksins?

6.   Olivia Colman heitir bresk leikkona sem gerir nú garðinn frægan í hlutverki konu einnar, sem ýmsar aðrar leikkonur hafa leikið á undan henni, svo sem Helen Mirren og Claire Foy. Hvaða hlutverk er það?

7.   Í upphafi árs 2018 fékk Olivia hins vegar Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir magnaða frammistöðu í myndinni The Favourite. Hvaða hlutverk lék hún í þeirri mynd.

8.   „Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.“ Hvaða Rómverji var frægur fyrir að enda allar ræður sínar á þessum orðum?

9.   Hvaða dýr sendi Nói úr Örkinni til að leita lands?

10.   Í hvaða heimsálfu eru Andesfjöll?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ólafur Arnalds.

2.   Ólafur Jóhann Ólafsson.

3.   Gilitrutt.

4.   Kanslari Vestur-Þýskalands.

5.   Lilja Alfreðsdóttir.

6.   Elísabetu drottningu.

7.    Önnu drottningu.

8.   Cato. Þeir voru reyndar tveir en nafnið Cato dugar alveg.

9.   Dúfu.

10.   Suður-Ameríku.

***

Svör við aukaspurningum.

Sú fyrri:

HMS Falmouth sigldi á íslenska varðskipið Tý í þriðja þorskastríðinu 1976. Nóg er að hafa stikkorðin „ásigling“, „varðskip“ og „þorskastríð“.

Sú seinni:

Þarna má sjá handboltahetjuna Sigurð Sveinsson.

***

Og hlekkurinn á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu