Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

205. spurningaþraut: „Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“

205. spurningaþraut: „Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“

Hér er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan er herskipið HMS Falmouth. Hvað kom fyrir það?

***

Aðalspurning:

1.   Hvaða íslenski tónlistarmaður sendi nýlega frá sér plötuna Some Kind of Peace?

2   Árið 1986 kom út smásagnasafnið Níu lyklar eftir nýjan og óreyndan rithöfund. Þessi höfundur hefur síðan gefið út fjölda skáldsagna sem flestar hafa mælst einkar vel fyrir og selst vel. Þó hefur höfundurinn jafnan sinnt ritstörfum í hjáverkum frá öðrum störfum. Hvaða höfundur er þetta?

3.   Kona nokkur átti að vinna ull en nennti því engan veginn, svo hún tók því fegins hendi þegar stórskorin kerling bauðst til að vinna ullina fyrir hana. Þegar konan spurði kerlingu hvað hún vildi fá að launum svaraði kerling: „Það er nú ekki mikið. Þú skalt segja mér nafn mitt í þriðju gátu, og erum við þá sáttar.“ Spratt af þessu heilmikil saga, en hvað hét kerlingin?

4.   Hvaða starfi gegndi Konrad Adenauer frá 1949 til 1963?

5.   Hver er varaformaður Framsóknarflokksins?

6.   Olivia Colman heitir bresk leikkona sem gerir nú garðinn frægan í hlutverki konu einnar, sem ýmsar aðrar leikkonur hafa leikið á undan henni, svo sem Helen Mirren og Claire Foy. Hvaða hlutverk er það?

7.   Í upphafi árs 2018 fékk Olivia hins vegar Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir magnaða frammistöðu í myndinni The Favourite. Hvaða hlutverk lék hún í þeirri mynd.

8.   „Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.“ Hvaða Rómverji var frægur fyrir að enda allar ræður sínar á þessum orðum?

9.   Hvaða dýr sendi Nói úr Örkinni til að leita lands?

10.   Í hvaða heimsálfu eru Andesfjöll?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ólafur Arnalds.

2.   Ólafur Jóhann Ólafsson.

3.   Gilitrutt.

4.   Kanslari Vestur-Þýskalands.

5.   Lilja Alfreðsdóttir.

6.   Elísabetu drottningu.

7.    Önnu drottningu.

8.   Cato. Þeir voru reyndar tveir en nafnið Cato dugar alveg.

9.   Dúfu.

10.   Suður-Ameríku.

***

Svör við aukaspurningum.

Sú fyrri:

HMS Falmouth sigldi á íslenska varðskipið Tý í þriðja þorskastríðinu 1976. Nóg er að hafa stikkorðin „ásigling“, „varðskip“ og „þorskastríð“.

Sú seinni:

Þarna má sjá handboltahetjuna Sigurð Sveinsson.

***

Og hlekkurinn á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár