Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

205. spurningaþraut: „Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“

205. spurningaþraut: „Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“

Hér er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan er herskipið HMS Falmouth. Hvað kom fyrir það?

***

Aðalspurning:

1.   Hvaða íslenski tónlistarmaður sendi nýlega frá sér plötuna Some Kind of Peace?

2   Árið 1986 kom út smásagnasafnið Níu lyklar eftir nýjan og óreyndan rithöfund. Þessi höfundur hefur síðan gefið út fjölda skáldsagna sem flestar hafa mælst einkar vel fyrir og selst vel. Þó hefur höfundurinn jafnan sinnt ritstörfum í hjáverkum frá öðrum störfum. Hvaða höfundur er þetta?

3.   Kona nokkur átti að vinna ull en nennti því engan veginn, svo hún tók því fegins hendi þegar stórskorin kerling bauðst til að vinna ullina fyrir hana. Þegar konan spurði kerlingu hvað hún vildi fá að launum svaraði kerling: „Það er nú ekki mikið. Þú skalt segja mér nafn mitt í þriðju gátu, og erum við þá sáttar.“ Spratt af þessu heilmikil saga, en hvað hét kerlingin?

4.   Hvaða starfi gegndi Konrad Adenauer frá 1949 til 1963?

5.   Hver er varaformaður Framsóknarflokksins?

6.   Olivia Colman heitir bresk leikkona sem gerir nú garðinn frægan í hlutverki konu einnar, sem ýmsar aðrar leikkonur hafa leikið á undan henni, svo sem Helen Mirren og Claire Foy. Hvaða hlutverk er það?

7.   Í upphafi árs 2018 fékk Olivia hins vegar Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir magnaða frammistöðu í myndinni The Favourite. Hvaða hlutverk lék hún í þeirri mynd.

8.   „Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.“ Hvaða Rómverji var frægur fyrir að enda allar ræður sínar á þessum orðum?

9.   Hvaða dýr sendi Nói úr Örkinni til að leita lands?

10.   Í hvaða heimsálfu eru Andesfjöll?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ólafur Arnalds.

2.   Ólafur Jóhann Ólafsson.

3.   Gilitrutt.

4.   Kanslari Vestur-Þýskalands.

5.   Lilja Alfreðsdóttir.

6.   Elísabetu drottningu.

7.    Önnu drottningu.

8.   Cato. Þeir voru reyndar tveir en nafnið Cato dugar alveg.

9.   Dúfu.

10.   Suður-Ameríku.

***

Svör við aukaspurningum.

Sú fyrri:

HMS Falmouth sigldi á íslenska varðskipið Tý í þriðja þorskastríðinu 1976. Nóg er að hafa stikkorðin „ásigling“, „varðskip“ og „þorskastríð“.

Sú seinni:

Þarna má sjá handboltahetjuna Sigurð Sveinsson.

***

Og hlekkurinn á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár