Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sólveig Anna gagnrýnir forstjóra Haga: „Aðför ríkra manna að lífskjörum fátækra kvenna“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, seg­ir Finn Odds­son, for­stjóra Haga, ráð­ast á lág­launa­fólk­ið sem skap­ar hagn­að fyr­ir­tæk­is hans og á það í gegn­um líf­eyr­is­sjóði. Hag­fræð­ing­ar segja hækk­an­ir kjara­samn­inga munu draga úr kaup­mætti.

Sólveig Anna gagnrýnir forstjóra Haga: „Aðför ríkra manna að lífskjörum fátækra kvenna“
Sólveig Anna Jónsdóttir og Finnur Oddsson Formaður Eflingar gagnrýnir forstjóra Haga vegna ummæla um kjarasamninga.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir fyrirtækjum í sjálfsvald sett að lækka launakostnað án þess að kjarasamningar séu gagnrýndir. Hún segir það siðleysi að forstjóri Haga gagnrýni samninganna sem tryggja lægst launaða starfsfólki hans launahækkanir.

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er haft eftir Jóni Bjarka Bentssyni, aðalhagfræðingi Íslandsbanka, og Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að kjarasamningsbundnar launahækkanir næstu missera muni leiða til rýrnunar á kaupmætti landsmanna. „Þessar miklu launahækkanir gætu knúið fyrirtæki til að segja upp starfsfólki sem ella þyrfti ekki að segja upp,“ er haft eftir Ynga Harðarsyni, hagfræðingi hjá Analytica.

„Nú er komið nóg: Árásum hálaunamanna á láglaunafólk skal linna!“ skrifar Sólveig Anna á Facebook í dag og vísar í fréttina. „Þvílík skömm er að því að hálaunamenn haldi áfram að ráðast á kjör láglaunafólks, með aðstoð áróðursmiðils hinna ríku. Ég hef ítrekað bent á að hjá hverju fyrirtæki sem er með yfirborganir (borgar yfir taxta þá sem samið er um í kjarasamningum) er hægt að lækka launakostnað með því að lækka yfirborganir. Slíkt er jú vald eigenda atvinnutækjanna. Þetta hef ég sagt í rituðu máli og á fundum með stjórnvöldum. Þetta er augljóst og þetta vita öll með vitglóru í höfðinu.“

Hún segir hins vegar að á íslenskum vinnumarkaði sé jafnframt hópur fólks sem vinnur á strípuðum töxtum. „Þetta er lægst launaðasta fókið á íslenskum vinnumarkaði! Fólkið sem t.d. hefur þurft að vera í fleiri en einni vinnu eða í endalausri aukavinnu, en hefur nú í atvinnuleysinu ekki tök á slíku. Þetta er fólkið sem er með 1807 krónur á tímann. Fólkið sem með tekjutryggingunni er með 335.000 krónur á mánuði. Og trúið mér: Að komast af á þessum launum á einu dýrasta landi í heimi er ekki auðvelt. Í raun er hægt að halda því fram að það að láta hlutina ganga upp á þessum launum sé einhverskonar afrek í útsjónasemi, seiglu og klókindum. En oft með alvarlegum afleiðingum fyrir velferð fólks og barna þeirra, heilsu þess, líkamlega og andlega.“

„Þvílík skömm er að því að hálaunamenn haldi áfram að ráðast á kjör láglaunafólks, með aðstoð áróðursmiðils hinna ríku“

Hún segir stöðugan áróður þessara aðila vera aðför að friði á vinnumarkaði. „Þeir skilja ekkert nema þær reglur sem þeir sjálfir hafa sett: Hinir ríku skulu verða ríkari og hin fátæku skulu halda áfram að halda kjafti og gera það sem þeim er sagt. En ég segi það hátt og snjallt: Reglur þessara manna eru reglur grimmdarinnar. Þeirra reglur eru reglur arðránsins. Þeirra reglur eru reglur kúgunarinnar. Ég fordæmi þær af öllu hjarta. Og ég neita að lifa eftir þeim.“

Segir forstjóra Haga ráðast á láglaunafólkið

Sólveig Anna bætir því við að laun þeirra sem rætt er við í fréttinni séu auðæfi í huga verkakonu. „Auðæfi sem alla hennar ævi eru utan seilingar. Aðeins draumur sem svo hverfur eftir því sem að árin færast yfir. Þrátt fyrir að vinnuaflið hennar, sviti hennar, kraftur hennar hafi farið í að búa hér til auðæfi hinni auðugu. Þrátt fyrir að hún hafi stritað í ferðamannabransanum, á kassanum í Bónus og í Hagkaup en Finnur Oddsson, forstjóri Haga, tekur þátt í þessari svívirðilegu aðför ríkra manna að lífskjörum fátækra kvenna, þrátt fyrir að hún hafi gætt barna þessara manna, annast aldraða ættingja þeirra fær hún aldrei neitt nema einbeittan níðingsskap að launum.

Hér ætla ég að nefna að Finnur Oddsson, forstjóri Haga, er með 3.700.000 krónur á mánuði, auk „hefðbundinna hlunninda forsjóra“, auk möguleikans á kaupauka. Fyrirtækið sem telur gott og skynsamlegt að borga honum þessi laun er m.a. í eigu Gildis (u.þ.b. 13% eign) sem er lífeyrissjóður minn og annars verka og láglaunafólks. Þessi maður hefur lyst á því að ráðast á láglaunafólkið sem vinnur vinnuna sem býr til gróðann sem hann tekur til sín og á jafnframt sjóðinn sem á í Högum! Þvílíkt siðleysi!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu