Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sólveig Anna gagnrýnir forstjóra Haga: „Aðför ríkra manna að lífskjörum fátækra kvenna“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, seg­ir Finn Odds­son, for­stjóra Haga, ráð­ast á lág­launa­fólk­ið sem skap­ar hagn­að fyr­ir­tæk­is hans og á það í gegn­um líf­eyr­is­sjóði. Hag­fræð­ing­ar segja hækk­an­ir kjara­samn­inga munu draga úr kaup­mætti.

Sólveig Anna gagnrýnir forstjóra Haga: „Aðför ríkra manna að lífskjörum fátækra kvenna“
Sólveig Anna Jónsdóttir og Finnur Oddsson Formaður Eflingar gagnrýnir forstjóra Haga vegna ummæla um kjarasamninga.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir fyrirtækjum í sjálfsvald sett að lækka launakostnað án þess að kjarasamningar séu gagnrýndir. Hún segir það siðleysi að forstjóri Haga gagnrýni samninganna sem tryggja lægst launaða starfsfólki hans launahækkanir.

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er haft eftir Jóni Bjarka Bentssyni, aðalhagfræðingi Íslandsbanka, og Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að kjarasamningsbundnar launahækkanir næstu missera muni leiða til rýrnunar á kaupmætti landsmanna. „Þessar miklu launahækkanir gætu knúið fyrirtæki til að segja upp starfsfólki sem ella þyrfti ekki að segja upp,“ er haft eftir Ynga Harðarsyni, hagfræðingi hjá Analytica.

„Nú er komið nóg: Árásum hálaunamanna á láglaunafólk skal linna!“ skrifar Sólveig Anna á Facebook í dag og vísar í fréttina. „Þvílík skömm er að því að hálaunamenn haldi áfram að ráðast á kjör láglaunafólks, með aðstoð áróðursmiðils hinna ríku. Ég hef ítrekað bent á að hjá hverju fyrirtæki sem er með yfirborganir (borgar yfir taxta þá sem samið er um í kjarasamningum) er hægt að lækka launakostnað með því að lækka yfirborganir. Slíkt er jú vald eigenda atvinnutækjanna. Þetta hef ég sagt í rituðu máli og á fundum með stjórnvöldum. Þetta er augljóst og þetta vita öll með vitglóru í höfðinu.“

Hún segir hins vegar að á íslenskum vinnumarkaði sé jafnframt hópur fólks sem vinnur á strípuðum töxtum. „Þetta er lægst launaðasta fókið á íslenskum vinnumarkaði! Fólkið sem t.d. hefur þurft að vera í fleiri en einni vinnu eða í endalausri aukavinnu, en hefur nú í atvinnuleysinu ekki tök á slíku. Þetta er fólkið sem er með 1807 krónur á tímann. Fólkið sem með tekjutryggingunni er með 335.000 krónur á mánuði. Og trúið mér: Að komast af á þessum launum á einu dýrasta landi í heimi er ekki auðvelt. Í raun er hægt að halda því fram að það að láta hlutina ganga upp á þessum launum sé einhverskonar afrek í útsjónasemi, seiglu og klókindum. En oft með alvarlegum afleiðingum fyrir velferð fólks og barna þeirra, heilsu þess, líkamlega og andlega.“

„Þvílík skömm er að því að hálaunamenn haldi áfram að ráðast á kjör láglaunafólks, með aðstoð áróðursmiðils hinna ríku“

Hún segir stöðugan áróður þessara aðila vera aðför að friði á vinnumarkaði. „Þeir skilja ekkert nema þær reglur sem þeir sjálfir hafa sett: Hinir ríku skulu verða ríkari og hin fátæku skulu halda áfram að halda kjafti og gera það sem þeim er sagt. En ég segi það hátt og snjallt: Reglur þessara manna eru reglur grimmdarinnar. Þeirra reglur eru reglur arðránsins. Þeirra reglur eru reglur kúgunarinnar. Ég fordæmi þær af öllu hjarta. Og ég neita að lifa eftir þeim.“

Segir forstjóra Haga ráðast á láglaunafólkið

Sólveig Anna bætir því við að laun þeirra sem rætt er við í fréttinni séu auðæfi í huga verkakonu. „Auðæfi sem alla hennar ævi eru utan seilingar. Aðeins draumur sem svo hverfur eftir því sem að árin færast yfir. Þrátt fyrir að vinnuaflið hennar, sviti hennar, kraftur hennar hafi farið í að búa hér til auðæfi hinni auðugu. Þrátt fyrir að hún hafi stritað í ferðamannabransanum, á kassanum í Bónus og í Hagkaup en Finnur Oddsson, forstjóri Haga, tekur þátt í þessari svívirðilegu aðför ríkra manna að lífskjörum fátækra kvenna, þrátt fyrir að hún hafi gætt barna þessara manna, annast aldraða ættingja þeirra fær hún aldrei neitt nema einbeittan níðingsskap að launum.

Hér ætla ég að nefna að Finnur Oddsson, forstjóri Haga, er með 3.700.000 krónur á mánuði, auk „hefðbundinna hlunninda forsjóra“, auk möguleikans á kaupauka. Fyrirtækið sem telur gott og skynsamlegt að borga honum þessi laun er m.a. í eigu Gildis (u.þ.b. 13% eign) sem er lífeyrissjóður minn og annars verka og láglaunafólks. Þessi maður hefur lyst á því að ráðast á láglaunafólkið sem vinnur vinnuna sem býr til gróðann sem hann tekur til sín og á jafnframt sjóðinn sem á í Högum! Þvílíkt siðleysi!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár