Undanfarin ár hef ég tekið upp á því að skanna fjárlagafrumvörp. Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að ég lesi það staf fyrir staf, skoða bara vissa hluta sem lúta að málefnum sem varða rannsóknasviðin sem ég starfa á. Fjárlagafrumvörp eru engin skemmtilesning en fyrir fagnörda eins og mig eru slíkir hlutar hins vegar óendanlega áhugaverðir.
Þegar ég var að skanna fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár rakst ég á eftirfarandi setningu: „Á árinu 2021 er ekki gert ráð fyrir nýjum verkefnum í málaflokknum en á síðustu árum hafa verið stigin ákveðin skref í barnabótakerfinu til að bæta hag lágtekjufólks og lægri millitekjuhópa“ (bls. 288).
Þessi fullyrðing kallar á grúsk. Hvað nákvæmlega hefur verið gert á undanförnum árum? Íslenska barnabótakerfið er furðulega flókið en það eru í grundvallaratriðum þrjár stærðir sem skilgreina upphæðirnar sem fólk á rétt á, það er hámarksupphæð bótanna, skerðingarmörkin og skerðingarhlutföllin. Það er auðvitað óljóst …
Athugasemdir