***
Aukaspurningar:
Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver var umhverfisráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar?
2. Hvað hét fyrsti íslenski ráðherrann?
3. Einn af gamanleikjum Shakespeares heitir Kaupmaðurinn í ...?
4. Hvaða ríki ræður Asór-eyjum?
5. Í hvaða landi er höfuðborgin Damaskus?
6. Í gömlum mannkynssögubókum er frá því greint að árið 1662 hafi helstu menn Íslendinga skrifað nauðugir og jafnvel kjökrandi undir plagg sem Danir otuðu að þeim á fundi í Kópavogi. Eftir á þykir vafasamt að Íslendingar hafi endilega verið svo sorgmæddir en hvað voru þeir að samþykkja með þessum gjörningi?
7. Hvað heitir ný skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur, sem nú er að koma út?
8. Hvaða stjörnumerki í hinum klassíska dýrahring er nú í gangi, hinn 15. nóvember?
9. Hver var æðstur guðanna í norrænni goðafræði eins og við þekkjum hana?
10. Frá hvaða landi er söngkonan Adele?
***
Síðari aukaspurning:
Hver er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Björt Ólafsdóttir.
2. Hannes Hafstein.
3. Feneyjum.
4. Portúgal.
5. Sýrlandi.
6. Einveldi konungs. Þetta er eina rétta svarið.
7. Dýralíf.
8. Sporðdrekinn
9. Óðinn.
10. Bretlandi.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá Surtseyjargosið í fullum gangi. Þessa frægu mynd tók Sigurgeir Jónasson í desember 1963.
Á neðri myndinni er ungverska skákdrottningin Judit Polgar.
***
Athugasemdir