Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

202. spurningaþraut: Spurningagarpar, inflúensa, skáld, tölvuleikur?

202. spurningaþraut: Spurningagarpar, inflúensa, skáld, tölvuleikur?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað hét málarinn sem málaði myndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir málverkið á myndinni hér að ofan?

2.   Í hvaða landi er höfuðborgin Ottawa?

3.   Hann er mikill spurningaleikjakappi, aðallega sem spurningahöfundur nú hin seinni árin, en hefur einnig getið sér orð fyrir allskonar fræðslustörf og gönguferðir, alveg fyrir utan pólitísk hugðarefni. Námskeið sem hann hefur gjarnan haldið um bjór munu vera einkar skemmtileg, án þess að ég hafi setið eitt slíkt. Hvað heitir hann?

4.   Annar spurningaleikjakappi var Íslendingur sem ólst upp í Skotlandi og varð afar vinsæll fjölmiðlamaður þar í landi, og sá meðal annars um spurningaþáttinn Mastermind hjá BBC í aldarfjórðung. Jafnframt skrifaði hann bækur, meðal annars um Ísland, þýddi Halldór Laxness á ensku og fleira. Hvað hét hann?

5.   Sjúkdómurinn inflúensa dregur nafn sitt af því að menn töldu fyrrum að sjúkdómurinn sprytti fram undir áhrifum („inflúens“) frá ákveðnum hlut eða hlutum. Hvað var það?

6.   Hvar á Íslandi er Ferstikla?

7.   Íslensk skáldkona gaf út fáar en vandaðar ljóðabækur, þær síðustu tvær hétu Höfuð konunnar og Hvar sem ég verð. Hún var jafnframt rómuð fyrir þýðingar sínar á skáldsögum Dostoévskís úr rússnesku. Hvað hét hún?

8.   Hvað heitir söngkonan sem söng áratugum saman með Hljómsveit Ingimars Eydals á Akureyri?

9.   Toru Iwatani heitir japanskur tölvukarl sem skapaði einn af fyrstu tölvuleikjunum árið 1980, alla vega einn þeirra allra fyrstu sem náðu verulegri útbreiðslu. Iwatani fannst tölvuleikirnir sem félagar hans voru að skapa snúast of mikið um stríð og bardaga, og einsetti sér að skapa leik sem væri huggulegur, skemmtilegur, litríkur og snerist um að borða. Honum tókst sannarlega ætlunarverkið. Hvað heitir leikurinn sem hann bjó til?

10.   „Þeim var ég verst er ég unni mest.“ Hver sagði þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða hljómsveit er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Stúlkan með perlueyrnalokkinn.

2.   Kanada.

3.   Stefán Pálsson.

4.   Magnús Magnússon.

5.   Himintunglin.

6.   Hvalfirði.

7.   Ingibjörg Haraldsdóttir.

8.   Helena Eyjólfsdóttir.

9.   Pac-man.

10.   Guðrún Ósvífursdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri: Vermeer.

Sú seinni: Trabant.

***

Og enn: Þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu