Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

201. spurningaþraut: Stöðuvatn í Soginu, eiginkona forsætisráðherra, þungbrýndur Armeni

201. spurningaþraut: Stöðuvatn í Soginu, eiginkona forsætisráðherra, þungbrýndur Armeni

Þraut gærdagsins!

***

Fyrri aukaspurning:

Þessi mynd af fagnaðarlátum á ákveðnum stað sýnir mann, sem ræður ekki við sig af gleði og stekkur á ókunnuga konu og kyssir hana. Lengst af þótti þetta yndisleg mynd af hömlulausum fögnuði og það var ekki fyrr en löngu löngu síðar sem einhver fór að spekúlera í hvort konunni hefði kannski mislíkað þetta. En hverju var verið að fagna? 

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir stöðuvatn í Soginu, bara steinsnar fyrir sunnan Þingvallavatn?

2.   Sjónvarpsþættirnir um forsætisráðherrann sem þjáist af geðhvarfasýki hafa vakið heilmikla athygli að undanförnu. Hvað heitir forsætisráðherrann í þáttunum? Fornafnið dugar.

3.   Hver leikur Steinunni eiginkonu forsætisráðherrans?

4.   Þungbrýndur Armeni lék töluvert að sér kveða á ákveðnu sviði á síðari hluta 20. aldar og var meira að segja heimsmeistari á því sviði 1963-1969. Hann hét Tigran Petrosjan en í hvaða grein var hann heimsmeistari?

5.   Sid Meier heitir maður nokkur, tölvukarl mikill og frægur fyrir að búa til röð tölvuleikja sem snúast um að byggja upp heilan heim frá steinöld og fram á geimöld. Hvað heita þessir leikir Sid Meiers?

6.   „Ég ætla að fá það sama og hún,“ segir kona á veitingahúsi í vinsælli kvikmynd eftir að hafa fylgst með aðalkvenstjörnu myndarinnar þykjast fá fullnægingu. Hvað heitir kvikmyndin?

7.   Hvað heitir höfuðborg Egiftalands?

8.   Árið 1993 varð uppnám í tískuheiminum þegar eitt frægasta súpermódel heimsins hrasaði og datt við sýningu á fötum Vivienne Westwood. Hvaða módel var þetta?

9.   Frá hvaða landi er fótboltastjarnan Ada Hederberg, sem sennilega er besta fótboltakona heims um þessar mundir?

10.  Hver fann upp á Ödipusarduldinni, sem var um tíma talið að byggi í karlmönnum?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Úlfljótsvatn.

2.   Benedikt.

3.   Aníta Briem.

4.   Skák.

5.   Civilization.

6.   When Harry Met Sally.

7.   Kaíró.

8.   Naomi Campbell. Hér má sá þennan sögulega viðburð:

9.    Noregi.

10.   Sigmund Freud.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin að ofan var tekin á Times Square í New York í Bandaríkjunum 14. ágúst 1945 og fólk var að fagna stríðslokum í síðari heimsstyrjöld.

Nóg er að nefna „stríðslok“ og „síðari heimsstyrjöld“, annað þurfið þið ekki að vita.

Neðri myndin er úr kvikmyndinni Alien. Ég ætla ekki að birta mynd af krakkanum þegar hann óx úr grasi. Eruði ekki einmitt að fá ykkur morgunverð núna? Hélt það. Það væri ekki hollt að virða slíka mynd fyrir sér snemma dags.

***

Og þraut gærdagsins, aftur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár