Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

201. spurningaþraut: Stöðuvatn í Soginu, eiginkona forsætisráðherra, þungbrýndur Armeni

201. spurningaþraut: Stöðuvatn í Soginu, eiginkona forsætisráðherra, þungbrýndur Armeni

Þraut gærdagsins!

***

Fyrri aukaspurning:

Þessi mynd af fagnaðarlátum á ákveðnum stað sýnir mann, sem ræður ekki við sig af gleði og stekkur á ókunnuga konu og kyssir hana. Lengst af þótti þetta yndisleg mynd af hömlulausum fögnuði og það var ekki fyrr en löngu löngu síðar sem einhver fór að spekúlera í hvort konunni hefði kannski mislíkað þetta. En hverju var verið að fagna? 

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir stöðuvatn í Soginu, bara steinsnar fyrir sunnan Þingvallavatn?

2.   Sjónvarpsþættirnir um forsætisráðherrann sem þjáist af geðhvarfasýki hafa vakið heilmikla athygli að undanförnu. Hvað heitir forsætisráðherrann í þáttunum? Fornafnið dugar.

3.   Hver leikur Steinunni eiginkonu forsætisráðherrans?

4.   Þungbrýndur Armeni lék töluvert að sér kveða á ákveðnu sviði á síðari hluta 20. aldar og var meira að segja heimsmeistari á því sviði 1963-1969. Hann hét Tigran Petrosjan en í hvaða grein var hann heimsmeistari?

5.   Sid Meier heitir maður nokkur, tölvukarl mikill og frægur fyrir að búa til röð tölvuleikja sem snúast um að byggja upp heilan heim frá steinöld og fram á geimöld. Hvað heita þessir leikir Sid Meiers?

6.   „Ég ætla að fá það sama og hún,“ segir kona á veitingahúsi í vinsælli kvikmynd eftir að hafa fylgst með aðalkvenstjörnu myndarinnar þykjast fá fullnægingu. Hvað heitir kvikmyndin?

7.   Hvað heitir höfuðborg Egiftalands?

8.   Árið 1993 varð uppnám í tískuheiminum þegar eitt frægasta súpermódel heimsins hrasaði og datt við sýningu á fötum Vivienne Westwood. Hvaða módel var þetta?

9.   Frá hvaða landi er fótboltastjarnan Ada Hederberg, sem sennilega er besta fótboltakona heims um þessar mundir?

10.  Hver fann upp á Ödipusarduldinni, sem var um tíma talið að byggi í karlmönnum?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Úlfljótsvatn.

2.   Benedikt.

3.   Aníta Briem.

4.   Skák.

5.   Civilization.

6.   When Harry Met Sally.

7.   Kaíró.

8.   Naomi Campbell. Hér má sá þennan sögulega viðburð:

9.    Noregi.

10.   Sigmund Freud.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin að ofan var tekin á Times Square í New York í Bandaríkjunum 14. ágúst 1945 og fólk var að fagna stríðslokum í síðari heimsstyrjöld.

Nóg er að nefna „stríðslok“ og „síðari heimsstyrjöld“, annað þurfið þið ekki að vita.

Neðri myndin er úr kvikmyndinni Alien. Ég ætla ekki að birta mynd af krakkanum þegar hann óx úr grasi. Eruði ekki einmitt að fá ykkur morgunverð núna? Hélt það. Það væri ekki hollt að virða slíka mynd fyrir sér snemma dags.

***

Og þraut gærdagsins, aftur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu