Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir sendiherra Póllands hafa þaggað niður mótmæli

Á stór­um borða er sendi­herra Pól­lands spurð­ur hvar hann sé nú þeg­ar pólsk­um kon­um er stefnt í hættu vegna lög­gjaf­ar um þung­un­ar­rof.

Segir sendiherra Póllands hafa þaggað niður mótmæli
Nýttu landafræðileg völd til mótmæla Martyna Dobrowolska hengdi upp borða í nótt þar sem hún varpaði fram spurningu um hvar sendiherra Póllands sé þegar pólskum konum er stefnt í hættu með löggjöf um þungunarrof.

Hópur fólks hengdi upp borða á hús í nágrenni við heimahús sendiherra Póllands þar sem hann er sakaður um sinnuleysi gagnvart öryggi pólskra kvenna. Nýlega var hert enn frekar að lögum um þungunarrof í Póllandi, en konum standa þar sárafáar leiðir til að rjúfa þungun. Sendiherra brást við þessum mótmælum með því að hafa samband við lögreglu til að fjarlægja borðann. 

Í fyrrinótt hengdi Martyna Dobrowolska upp borðann með vinum sínum á húsið sem hún býr í, en hún er nágranni Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Í samtali við Stundina segir hún að þessi mótmæli hafi sprottið upp úr þeirri reiði sem kraumar í pólska samfélaginu.

„Þetta hófst með reiði,“ segir hún. „Sendiherrann á að vera talsmaður okkar Pólverja á Íslandi, en hann hefur ekki talað fyrir okkar hönd.“

Tvenn mótmæli fóru fram á Íslandi fyrir utan sendiráð Póllands í október vegna þungunarrofslöggjafarinnar. Ljóst er að mikil óánægja ríkir um hana hérlendis, en sendiherra hefur hvorki tjáð sig opinberlega um löggjöfina við pólska borgara hér á landi né við ríkisstjórn Póllands.

Sendiherra ásakaður um sinnuleysiMikil mótmæli hafa farið fram eftir að stjórnarskrárdómstóll Póllands þrengdi aðgengi fólks í Póllandi að þungunarrofi. Hópur af Pólverju sem búa á Íslandi hengdu upp borða til að spyrja sendiherra Póllands um að útskýra afstöðu sína.

Hringdi í lögreglu til að fjarlægja borðann

Martyna segir að borðinn sé tilraun til mótmæla á þessum fordæmalausu tímum þar sem erfitt er að koma saman og mótmæla. Í stað þess að sitja eirðarlaus segist hún hafa ákveðið að nýta það að hún sé nágranni sendiherrans til að koma skilaboðunum áleiðis.

„Þrátt fyrir að reiði sé að baki þessa mótmæla þá er borðinn vísvitandi ekki ógnandi“ 

„Þrátt fyrir að reiði sé að baki þessa mótmæla þá er borðinn vísvitandi ekki ógnandi,“ segir hún. „Þetta er tilraun til að fá sendiherra til að tjá sig og taka þátt í samræðum.“

Í stað þess að hefja samræður segir hún sendiherrann hafa svarað með þöggunartilburðum. „Hann hringdi í lögregluna, sem hafði samband við leigusala minn og sagði henni að taka borðann niður.“

Fulltrúi lögreglunnar segir í samtali við Stundina ekki kannast við málið þar sem það hafi ekki verið bókað, en segir að ef lögreglan hafi haft samband við leigusalan að þá hafi það ekki verið skipun.

Borðinn fjarlægður innan skamms

Martyna hefur verið að heiman í dag og segist því ekki ná að taka borðann strax niður, en að hann verði fjarlægður innan skamms.

Aðspurð um skilaboð borðans útskýrir hún: „Fólk í valdastöðu þarf aldrei að horfast í augu afleiðingar gjörða sinna, sérstaklega frá fólki eins og mér. Ég hef engin völd, nema kannski tilfallandi jarðfræðileg völd sem nágranni sendiherrans. Ég vil að hann viti að það sé ekki auðvelt að þagga niður í röddum pólskra kvenna.“

Stundin hafði samband við sendiráðið en var tjáð að Gerard Pokruszyński gæti ekki svarað spurningum blaðamanns. Upplýsingafulltrúi sagðist ekki getað tjáð sig um þessa atburðarás.

Í Póllandi hafa allt að 400.000 manns mótmælt í Varsjá og öðrum stórborgum, og pólska ríkisstjórnin hefur því ákveðið að lagabreytingin muni ekki taka strax gildi.

Á þriðjudaginn síðastliðinn lagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, óháður þingmaður, fram tillögu þess efnis að tryggja konum sem ferðast til Íslands aðgengi að þungunarrofi ef það er ólöglegt í heimalandi þeirra. Tillagan hefur ekki enn verið tekin fyrir á Alþingi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár