Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir sendiherra Póllands hafa þaggað niður mótmæli

Á stór­um borða er sendi­herra Pól­lands spurð­ur hvar hann sé nú þeg­ar pólsk­um kon­um er stefnt í hættu vegna lög­gjaf­ar um þung­un­ar­rof.

Segir sendiherra Póllands hafa þaggað niður mótmæli
Nýttu landafræðileg völd til mótmæla Martyna Dobrowolska hengdi upp borða í nótt þar sem hún varpaði fram spurningu um hvar sendiherra Póllands sé þegar pólskum konum er stefnt í hættu með löggjöf um þungunarrof.

Hópur fólks hengdi upp borða á hús í nágrenni við heimahús sendiherra Póllands þar sem hann er sakaður um sinnuleysi gagnvart öryggi pólskra kvenna. Nýlega var hert enn frekar að lögum um þungunarrof í Póllandi, en konum standa þar sárafáar leiðir til að rjúfa þungun. Sendiherra brást við þessum mótmælum með því að hafa samband við lögreglu til að fjarlægja borðann. 

Í fyrrinótt hengdi Martyna Dobrowolska upp borðann með vinum sínum á húsið sem hún býr í, en hún er nágranni Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Í samtali við Stundina segir hún að þessi mótmæli hafi sprottið upp úr þeirri reiði sem kraumar í pólska samfélaginu.

„Þetta hófst með reiði,“ segir hún. „Sendiherrann á að vera talsmaður okkar Pólverja á Íslandi, en hann hefur ekki talað fyrir okkar hönd.“

Tvenn mótmæli fóru fram á Íslandi fyrir utan sendiráð Póllands í október vegna þungunarrofslöggjafarinnar. Ljóst er að mikil óánægja ríkir um hana hérlendis, en sendiherra hefur hvorki tjáð sig opinberlega um löggjöfina við pólska borgara hér á landi né við ríkisstjórn Póllands.

Sendiherra ásakaður um sinnuleysiMikil mótmæli hafa farið fram eftir að stjórnarskrárdómstóll Póllands þrengdi aðgengi fólks í Póllandi að þungunarrofi. Hópur af Pólverju sem búa á Íslandi hengdu upp borða til að spyrja sendiherra Póllands um að útskýra afstöðu sína.

Hringdi í lögreglu til að fjarlægja borðann

Martyna segir að borðinn sé tilraun til mótmæla á þessum fordæmalausu tímum þar sem erfitt er að koma saman og mótmæla. Í stað þess að sitja eirðarlaus segist hún hafa ákveðið að nýta það að hún sé nágranni sendiherrans til að koma skilaboðunum áleiðis.

„Þrátt fyrir að reiði sé að baki þessa mótmæla þá er borðinn vísvitandi ekki ógnandi“ 

„Þrátt fyrir að reiði sé að baki þessa mótmæla þá er borðinn vísvitandi ekki ógnandi,“ segir hún. „Þetta er tilraun til að fá sendiherra til að tjá sig og taka þátt í samræðum.“

Í stað þess að hefja samræður segir hún sendiherrann hafa svarað með þöggunartilburðum. „Hann hringdi í lögregluna, sem hafði samband við leigusala minn og sagði henni að taka borðann niður.“

Fulltrúi lögreglunnar segir í samtali við Stundina ekki kannast við málið þar sem það hafi ekki verið bókað, en segir að ef lögreglan hafi haft samband við leigusalan að þá hafi það ekki verið skipun.

Borðinn fjarlægður innan skamms

Martyna hefur verið að heiman í dag og segist því ekki ná að taka borðann strax niður, en að hann verði fjarlægður innan skamms.

Aðspurð um skilaboð borðans útskýrir hún: „Fólk í valdastöðu þarf aldrei að horfast í augu afleiðingar gjörða sinna, sérstaklega frá fólki eins og mér. Ég hef engin völd, nema kannski tilfallandi jarðfræðileg völd sem nágranni sendiherrans. Ég vil að hann viti að það sé ekki auðvelt að þagga niður í röddum pólskra kvenna.“

Stundin hafði samband við sendiráðið en var tjáð að Gerard Pokruszyński gæti ekki svarað spurningum blaðamanns. Upplýsingafulltrúi sagðist ekki getað tjáð sig um þessa atburðarás.

Í Póllandi hafa allt að 400.000 manns mótmælt í Varsjá og öðrum stórborgum, og pólska ríkisstjórnin hefur því ákveðið að lagabreytingin muni ekki taka strax gildi.

Á þriðjudaginn síðastliðinn lagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, óháður þingmaður, fram tillögu þess efnis að tryggja konum sem ferðast til Íslands aðgengi að þungunarrofi ef það er ólöglegt í heimalandi þeirra. Tillagan hefur ekki enn verið tekin fyrir á Alþingi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár