Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

197. spurningaþraut: Ungfrú heimur, bresk prinsessa, svissneskur efnafræðingur, og fleira fólk!

197. spurningaþraut: Ungfrú heimur, bresk prinsessa, svissneskur efnafræðingur, og fleira fólk!

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er maðurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Árið 1938 blandaði svissneski efnafræðingurinn Albert Hofmann lyf sem átti fyrst og fremst að vera blóðrásaraukandi. Það kom ekki að gagni en fimm árum seinna innbyrti Hofmann af slysni svolítið af efninu og komst þá að því sér til undrunar að það hafði allt önnur og mjög óvænt áhrif. Þá var farið að framleiða það sem lyf við geðsjúkdómum en það reyndist afar hættulegt, þótt talið sé nýtilegt undir ströngu eftirliti. Hvað heitir þetta efni?

2.   Hvað heitir höfuðborgin í Rússlandi?

3.   Unnur Birna Vilhjálmsdóttir vann titilinn Miss Universe árið 2005. Hún fékkst síðan við fyrirsætustörf og skylda iðju um hríð, en lauk síðan háskólaprófi í tiltekinni grein, sem hún hefur starfað við síðan. Hvaða grein er það?

4.   Í hvaða úthafi eru Maldíva-eyjar?

5.   Hversu mörg ríki Bandaríkjanna eru nefnd eftir tilteknum einstaklingum? Hér má skeika einu ríki til eða frá.

6.   Hver var um daginn kosin varaformaður Samfylkingarinnar?

7.   Hvað hét eiginkona Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns? Fornafn hennar dugar að þessu sinni?

8.   Ýmsir Íslendingar hafa heitið Helgi Tómasson. Einn þeirra er brautryðjandi í ákveðinni listgrein hér á landi en hélt svo af landi brott og hefur starfað erlendis síðan. Hver er hans listgrein?

9.   Hljómsveitin Baggalútur var að senda frá sér nýja plötu sem geymir lög við kvæði og vísur ákveðins skálds. Hvaða skáld er það?

10.   Fimm ára dóttir Vilhjálms hertoga af Cambridge er sú kona sem stendur næst bresku krúnunni, á eftir afa sínum, föður og eldri bróður. Hvað heitir sú stutta prinsessa?

***

Seinni aukaspurning:

Anya Taylor-Joy heitir leikkonan á myndinni hér að neðan. Hún leikur í vinsælli sjónvarpsseríu sem nýbúið er að frumsýna. Hvað heitir serían?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   LSD.

2.   Moskva.

3.   Lögfræði.

4.   Indlandshafi.

5.   Ríkin eru 11, svo rétt telst vera allt frá 10-12. Ríkin eru Virginía og Vestur-Virginía eftir Elísabetu drottningu („the virgin queen“), Norður og Suður Karólína (eftir Karl I. Bretakóngi), Pennsylvania (eftir William Penn), Delaware (eftir De la Warr baróni), Maryland (eftir Henríettu Maríu, drottningu Karls I.), Georgia (eftir Georg II. konungi), Louisiana (eftir Loðvíkk XIV. Frakkakóngi), New York (eftir hertoganum af Jórvík, síðar Jakobi II. konungi) og Washington (eftir George Washington forseta).

6.   Heiða Björg Hilmisdóttir.

7.   Hallveig. Hún var Fróðadóttir.

8.   Ballett.

9.   K.N., eða Káinn.

10.   Karlotta. Fullu nafni heitir hún Charlotte Elizabeth Diana Windsor.

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Anthony Fauci sóttvarnarsérfræðingur í Bandaríkjunum.

Sjónvarpsserían með Önyu Taylor-Joy heitir á ensku Queen's Gambit, á íslensku Drottningarbragð.

***

Og – aftur – hlekkurinn frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu