Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

197. spurningaþraut: Ungfrú heimur, bresk prinsessa, svissneskur efnafræðingur, og fleira fólk!

197. spurningaþraut: Ungfrú heimur, bresk prinsessa, svissneskur efnafræðingur, og fleira fólk!

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er maðurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Árið 1938 blandaði svissneski efnafræðingurinn Albert Hofmann lyf sem átti fyrst og fremst að vera blóðrásaraukandi. Það kom ekki að gagni en fimm árum seinna innbyrti Hofmann af slysni svolítið af efninu og komst þá að því sér til undrunar að það hafði allt önnur og mjög óvænt áhrif. Þá var farið að framleiða það sem lyf við geðsjúkdómum en það reyndist afar hættulegt, þótt talið sé nýtilegt undir ströngu eftirliti. Hvað heitir þetta efni?

2.   Hvað heitir höfuðborgin í Rússlandi?

3.   Unnur Birna Vilhjálmsdóttir vann titilinn Miss Universe árið 2005. Hún fékkst síðan við fyrirsætustörf og skylda iðju um hríð, en lauk síðan háskólaprófi í tiltekinni grein, sem hún hefur starfað við síðan. Hvaða grein er það?

4.   Í hvaða úthafi eru Maldíva-eyjar?

5.   Hversu mörg ríki Bandaríkjanna eru nefnd eftir tilteknum einstaklingum? Hér má skeika einu ríki til eða frá.

6.   Hver var um daginn kosin varaformaður Samfylkingarinnar?

7.   Hvað hét eiginkona Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns? Fornafn hennar dugar að þessu sinni?

8.   Ýmsir Íslendingar hafa heitið Helgi Tómasson. Einn þeirra er brautryðjandi í ákveðinni listgrein hér á landi en hélt svo af landi brott og hefur starfað erlendis síðan. Hver er hans listgrein?

9.   Hljómsveitin Baggalútur var að senda frá sér nýja plötu sem geymir lög við kvæði og vísur ákveðins skálds. Hvaða skáld er það?

10.   Fimm ára dóttir Vilhjálms hertoga af Cambridge er sú kona sem stendur næst bresku krúnunni, á eftir afa sínum, föður og eldri bróður. Hvað heitir sú stutta prinsessa?

***

Seinni aukaspurning:

Anya Taylor-Joy heitir leikkonan á myndinni hér að neðan. Hún leikur í vinsælli sjónvarpsseríu sem nýbúið er að frumsýna. Hvað heitir serían?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   LSD.

2.   Moskva.

3.   Lögfræði.

4.   Indlandshafi.

5.   Ríkin eru 11, svo rétt telst vera allt frá 10-12. Ríkin eru Virginía og Vestur-Virginía eftir Elísabetu drottningu („the virgin queen“), Norður og Suður Karólína (eftir Karl I. Bretakóngi), Pennsylvania (eftir William Penn), Delaware (eftir De la Warr baróni), Maryland (eftir Henríettu Maríu, drottningu Karls I.), Georgia (eftir Georg II. konungi), Louisiana (eftir Loðvíkk XIV. Frakkakóngi), New York (eftir hertoganum af Jórvík, síðar Jakobi II. konungi) og Washington (eftir George Washington forseta).

6.   Heiða Björg Hilmisdóttir.

7.   Hallveig. Hún var Fróðadóttir.

8.   Ballett.

9.   K.N., eða Káinn.

10.   Karlotta. Fullu nafni heitir hún Charlotte Elizabeth Diana Windsor.

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Anthony Fauci sóttvarnarsérfræðingur í Bandaríkjunum.

Sjónvarpsserían með Önyu Taylor-Joy heitir á ensku Queen's Gambit, á íslensku Drottningarbragð.

***

Og – aftur – hlekkurinn frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár