Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

197. spurningaþraut: Ungfrú heimur, bresk prinsessa, svissneskur efnafræðingur, og fleira fólk!

197. spurningaþraut: Ungfrú heimur, bresk prinsessa, svissneskur efnafræðingur, og fleira fólk!

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er maðurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Árið 1938 blandaði svissneski efnafræðingurinn Albert Hofmann lyf sem átti fyrst og fremst að vera blóðrásaraukandi. Það kom ekki að gagni en fimm árum seinna innbyrti Hofmann af slysni svolítið af efninu og komst þá að því sér til undrunar að það hafði allt önnur og mjög óvænt áhrif. Þá var farið að framleiða það sem lyf við geðsjúkdómum en það reyndist afar hættulegt, þótt talið sé nýtilegt undir ströngu eftirliti. Hvað heitir þetta efni?

2.   Hvað heitir höfuðborgin í Rússlandi?

3.   Unnur Birna Vilhjálmsdóttir vann titilinn Miss Universe árið 2005. Hún fékkst síðan við fyrirsætustörf og skylda iðju um hríð, en lauk síðan háskólaprófi í tiltekinni grein, sem hún hefur starfað við síðan. Hvaða grein er það?

4.   Í hvaða úthafi eru Maldíva-eyjar?

5.   Hversu mörg ríki Bandaríkjanna eru nefnd eftir tilteknum einstaklingum? Hér má skeika einu ríki til eða frá.

6.   Hver var um daginn kosin varaformaður Samfylkingarinnar?

7.   Hvað hét eiginkona Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns? Fornafn hennar dugar að þessu sinni?

8.   Ýmsir Íslendingar hafa heitið Helgi Tómasson. Einn þeirra er brautryðjandi í ákveðinni listgrein hér á landi en hélt svo af landi brott og hefur starfað erlendis síðan. Hver er hans listgrein?

9.   Hljómsveitin Baggalútur var að senda frá sér nýja plötu sem geymir lög við kvæði og vísur ákveðins skálds. Hvaða skáld er það?

10.   Fimm ára dóttir Vilhjálms hertoga af Cambridge er sú kona sem stendur næst bresku krúnunni, á eftir afa sínum, föður og eldri bróður. Hvað heitir sú stutta prinsessa?

***

Seinni aukaspurning:

Anya Taylor-Joy heitir leikkonan á myndinni hér að neðan. Hún leikur í vinsælli sjónvarpsseríu sem nýbúið er að frumsýna. Hvað heitir serían?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   LSD.

2.   Moskva.

3.   Lögfræði.

4.   Indlandshafi.

5.   Ríkin eru 11, svo rétt telst vera allt frá 10-12. Ríkin eru Virginía og Vestur-Virginía eftir Elísabetu drottningu („the virgin queen“), Norður og Suður Karólína (eftir Karl I. Bretakóngi), Pennsylvania (eftir William Penn), Delaware (eftir De la Warr baróni), Maryland (eftir Henríettu Maríu, drottningu Karls I.), Georgia (eftir Georg II. konungi), Louisiana (eftir Loðvíkk XIV. Frakkakóngi), New York (eftir hertoganum af Jórvík, síðar Jakobi II. konungi) og Washington (eftir George Washington forseta).

6.   Heiða Björg Hilmisdóttir.

7.   Hallveig. Hún var Fróðadóttir.

8.   Ballett.

9.   K.N., eða Káinn.

10.   Karlotta. Fullu nafni heitir hún Charlotte Elizabeth Diana Windsor.

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Anthony Fauci sóttvarnarsérfræðingur í Bandaríkjunum.

Sjónvarpsserían með Önyu Taylor-Joy heitir á ensku Queen's Gambit, á íslensku Drottningarbragð.

***

Og – aftur – hlekkurinn frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu