Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sigur Trumps hilling?

Joe Biden á enn­þá góða mögu­leika á því að sigra Don­ald Trump, vegna þess að mörg at­kvæði eru ótal­in í þétt­býl­um sýsl­um lyk­il­ríkja.

Sigur Trumps hilling?
Trump tók Flórída Donald Trump flutti heimili sitt til Flórída á kjörtímabilinu og hefur uppskorið sigur í ríkinu, með óvæntri hjálp innflytjenda frá Kúbu og Venesúela. Hefði hann ekki unnið Flórída teldust möguleikar hans litlir. Mynd: CHANDAN KHANNA / AFP

Þótt staða talningar í bandarísku forsetakosningum vísi nú til þess að Donald Trump sé að ná endurkjöri, og að hann hafi sjálfur lýst yfir sigri, eru undirliggjandi vísbendingar um honum verði velt úr sessi.

Joe Biden á enn möguleika á því að sigra í ríkjum sem Hillary Clinton tapaði í fyrir fjórum árum, einna helst: Wisconsin, Michigan, Georgíu, Norður-Karólínu og Pennsylvaniu. 

Í öllum þessum ríkjum, nema Wisconsin, hefur Trump fengið meirihluta talinna atkvæða. Í því er þó ekki tekið tillit til þess hvernig atkvæði raðast. Rætt er um rauða hillingu eða bláa hillingu, þegar fyrstu tölur benda til afgerandi sigurs Repúblikana eða Demókrata vegna hlutfallslegrar skekkju í talningarferlinu. Slík skekkja getur myndast þegar utankjörfundaratkvæði eru talin síðar eða þegar sterk vígi annars flokksins eru talin hægar en hin. Það á við um lykilríkin sem Donald Trump má ekki missa ef hann ætlar að vera réttilega endurkjörinn.

Lykilríkin gætu sveiflast

Þannig eru mörg ótalin atkvæði í þéttbýlum svæðum, þar sem Demókratar njóta meira fylgis, bæði í Georgíu, Norður Karólínu, Michigan og Pennsylvaniu.

Í Pennsylvaniu hefur Trump mikið forskot á Biden, með um 55% talinna atkvæða gegn 44% Bidens. Þar á hins vegar eftir að telja mikinn fjölda utankjörfundaratkvæða. Að auki hefur aðeins rúmlega helmingur atkvæða verið talinn í Philadelphiu, þar sem Biden hefur yfirgnæfandi stuðning, og um 70% atkvæða í sýslunni umhverfis Pittsburgh, þar sem Biden hefur einnig meirihlutastuðning. 

Biden getur hins vegar nú orðið forseti án þess að vinna í tæpri stöðu í Pennsylvania, meðal annars vegna þess að hann virðist hafa tryggt sér sigur í Arizona, heimaríki repúblikanans og fyrrverandi forsetaframbjóðandans John McCains heitins, sem var fyrir andlát sitt svarinn andstæðingur Trumps og varð fyrir aðkasti af hans hálfu.

BidenÁ kjörstað í gær.
Trump lýsir sig sigurvegaraÞrátt fyrir að úrslit séu ekki komin í ljós lýsti Trump því yfir að hann hefði sigrað, en að verið væri að reyna að stela kosningunum.
Ræða Bidens á kosninganóttJoe Biden sagðist ánægður með stöðuna og lofaði þolinmæði viðstaddra.

Tekur Biden Michigan?

Sama gildir um fjölmennar sýslur víða annars staðar í lykilríkjunum. Í Michigan hefur Trump 50% stuðning þegar þetta er skrifað, en Biden 48,5%. Þar hefur hins vegar aðeins tæpur helmingur atkvæða í sýslunni í kringum stærstu borgina Detroit verið talinn, en þar hefur Biden mælst með mun meiri stuðning en Trump. 

Í Norður-Karólínu skilur aðeins rúmlega eitt prósent atkvæða að Trump og Biden, en þar eru flest ótalin atkvæði í þéttbýli í kringum Charlotte og Raleigh.

Sömu sögu er að segja af Georgíu, þar sem áætlað er að 20% atkvæða í stærstu borginni Atlanta séu ótalin, sem og í vígi demókrata í Savannah. Á sama tíma eru atkvæði nánast fulltalin í dreibýlli sýslum þar sem stuðningur er meiri við Donald Trump.

Kristján Guy Burgess alþjóðastjórnmálafræðingur segist á Facebook telja að Biden muni vinna kosningarnar. „Sýnist á öllu að þegar öll atkvæði verða talin að Biden nái þessu. Veltur á atkvæðum í Atlanta, Milwaukee og Detroit sem á eftir að telja og Trump vill stoppa talninguna á.“

Kosningavaka ABC News
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár