Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Konum líður verr í faraldrinum en körlum

Sam­kvæmt talna­brunni Land­læknisembætt­is­ins er tölu­verð­ur mun­ur á lík­am­legri og and­legri líð­an karla og kvenna í COVID-19 far­aldr­in­um. Á heild­ina lit­ið líð­ur körl­um bet­ur í ár en í fyrra en kon­um líð­ur verr.

Konum líður verr í faraldrinum en körlum

Landlæknisembættið birti nýlega talnabrunn þar sem farið er yfir líðan Íslendinga á tímum COVID-19 faraldursins frá tímabilinu janúar til ágúst 2020. Þegar litið er yfir gögnin má sjá töluverðan mun á líkamlegri og andlegri líðan karla og kvenna, bæði á tímum COVID-19 en einnig árið áður.  

Líkamleg heilsa

Þegar fólk var beðið um að meta líkamlega heilsu sína í mars og apríl á þessu ári mátu um það bil 75 prósent karlmanna hana góða eða mjög góða. Fleiri karlar mátu líkamlega heilsu sína góða á þessum tíma í ár en á sama tíma í fyrra. Það má þó sjá að eftir því sem leið á árið fór fjölda þeirra fækkandi sem töldu líkamlega heilsu sína góða, en aldrei færri en árið áður. 

Færri konur  mátu líkamlega heilsu sína góða í mars og apríl 2020, eða 63,6 prósent, og er þar um að ræða aukningu frá sama tímabili árið áður, eða um 1,6 prósent. Þegar fór hins vegar að líða á árið fækkaði þeim konum sem mátu líkamlega heilsu sína góða og þær urðu færri en árið áður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár