Landlæknisembættið birti nýlega talnabrunn þar sem farið er yfir líðan Íslendinga á tímum COVID-19 faraldursins frá tímabilinu janúar til ágúst 2020. Þegar litið er yfir gögnin má sjá töluverðan mun á líkamlegri og andlegri líðan karla og kvenna, bæði á tímum COVID-19 en einnig árið áður.
Líkamleg heilsa
Þegar fólk var beðið um að meta líkamlega heilsu sína í mars og apríl á þessu ári mátu um það bil 75 prósent karlmanna hana góða eða mjög góða. Fleiri karlar mátu líkamlega heilsu sína góða á þessum tíma í ár en á sama tíma í fyrra. Það má þó sjá að eftir því sem leið á árið fór fjölda þeirra fækkandi sem töldu líkamlega heilsu sína góða, en aldrei færri en árið áður.
Færri konur mátu líkamlega heilsu sína góða í mars og apríl 2020, eða 63,6 prósent, og er þar um að ræða aukningu frá sama tímabili árið áður, eða um 1,6 prósent. Þegar fór hins vegar að líða á árið fækkaði þeim konum sem mátu líkamlega heilsu sína góða og þær urðu færri en árið áður.
Athugasemdir