Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

195. spurningaþraut: „Hávaxin og sólbrún og ung og yndisleg.“

195. spurningaþraut: „Hávaxin og sólbrún og ung og yndisleg.“

Þrautin frá í gær, hérna!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á málverkinu sem við sjáum hluta af hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Stúlkan kom gangandi, „hávaxin og sólbrún og ung og yndisleg“. Þetta var ekki á Íslandi. En stúlkan var frá ...?

2.   „Orð / ég segi alltaf færri og færri orð / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur.“ Hvaða íslenska skáld orti svo?

3.   Hver var fyrsti forseti íslenska lýðveldisins?

4.   Hversu margir grunnskólar eru í Reykjavík, að sjálfstætt starfandi skólum og sérskólum meðtöldum? Skekkjumörk eru 3 skólar til eða frá.

5.   Hvað er fjölmennasta ríki heims þar sem kona er nú við stjórnvölinn í valdamesta pólitíska embætti landsins?

6.   Hvað heitir heitmús Mikka mús?

7.   Í hvaða borg var frægasta bókasafn fornaldar?

8.   McDonalds er útbreiddasta hamborgarakeðja heimsins. En hvað heitir keðjan í öðru sæti yfir vinsælar hamborgarakeðjur?

9.   Hvað hét norski konungurinn sem baslaði við að koma Íslendingum undir sína stjórn á Sturlungaöld?

10.  Kona nokkur fæddist árið 1945, var ballerína á unga aldri en gerðist síðan einn mikilvirkasti leikstjóri landsins og kom mjög víða við. Um tíma fór hún út í pólitík og sat fyrst á Alþingi og síðan í stjórnlagaráði. Hún tilheyrir mikilli leikhúsfjölskyldu. Bróðir hennar, eiginmaður og ein dóttir eru leikarar, annar sona hennar hefur og komið við sögu leikhúss og leiklistar en hinn er víðfrægur leikstjóri. Hvað heitir konan?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hún var frá Ipanema. Á ensu er sungið: „Tall and tan and young and lovely ...“ Sjá þessa útgáfu á víðfrægu bossanova-lagi þar sem Frank Sinatra syngur með höfundi lagsins, Antônio Carlos Jobim.

2.   Sigfús Daðason.

3.   Sveinn Björnsson.

4.   42, þar af eru sex sjálfstætt starfandi. Rétt má því teljast allt frá 39 til 45. Sjá nánar hér.

5.   Bangla Desj, þar sem Sheikh Hasina er forsætisráðherra.

6.   Minní mús.

7.   Alexandríu í Egiftalandi.

8.   Burger King.

9.   Hákon.

10.   Þórhildur Þorleifsdóttir.

***

Svör við aðalspurningum:

Á efri myndinni er Napóleon að krýna sig og Jósefínu til keisarahjóna yfir Frakklandi. Málverkið málaði David; hér má sjá aðeins stærri hluta þess.

Á neðri myndinni er Britney Spears söngkona.

***

Og hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár