Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

195. spurningaþraut: „Hávaxin og sólbrún og ung og yndisleg.“

195. spurningaþraut: „Hávaxin og sólbrún og ung og yndisleg.“

Þrautin frá í gær, hérna!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á málverkinu sem við sjáum hluta af hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Stúlkan kom gangandi, „hávaxin og sólbrún og ung og yndisleg“. Þetta var ekki á Íslandi. En stúlkan var frá ...?

2.   „Orð / ég segi alltaf færri og færri orð / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur.“ Hvaða íslenska skáld orti svo?

3.   Hver var fyrsti forseti íslenska lýðveldisins?

4.   Hversu margir grunnskólar eru í Reykjavík, að sjálfstætt starfandi skólum og sérskólum meðtöldum? Skekkjumörk eru 3 skólar til eða frá.

5.   Hvað er fjölmennasta ríki heims þar sem kona er nú við stjórnvölinn í valdamesta pólitíska embætti landsins?

6.   Hvað heitir heitmús Mikka mús?

7.   Í hvaða borg var frægasta bókasafn fornaldar?

8.   McDonalds er útbreiddasta hamborgarakeðja heimsins. En hvað heitir keðjan í öðru sæti yfir vinsælar hamborgarakeðjur?

9.   Hvað hét norski konungurinn sem baslaði við að koma Íslendingum undir sína stjórn á Sturlungaöld?

10.  Kona nokkur fæddist árið 1945, var ballerína á unga aldri en gerðist síðan einn mikilvirkasti leikstjóri landsins og kom mjög víða við. Um tíma fór hún út í pólitík og sat fyrst á Alþingi og síðan í stjórnlagaráði. Hún tilheyrir mikilli leikhúsfjölskyldu. Bróðir hennar, eiginmaður og ein dóttir eru leikarar, annar sona hennar hefur og komið við sögu leikhúss og leiklistar en hinn er víðfrægur leikstjóri. Hvað heitir konan?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hún var frá Ipanema. Á ensu er sungið: „Tall and tan and young and lovely ...“ Sjá þessa útgáfu á víðfrægu bossanova-lagi þar sem Frank Sinatra syngur með höfundi lagsins, Antônio Carlos Jobim.

2.   Sigfús Daðason.

3.   Sveinn Björnsson.

4.   42, þar af eru sex sjálfstætt starfandi. Rétt má því teljast allt frá 39 til 45. Sjá nánar hér.

5.   Bangla Desj, þar sem Sheikh Hasina er forsætisráðherra.

6.   Minní mús.

7.   Alexandríu í Egiftalandi.

8.   Burger King.

9.   Hákon.

10.   Þórhildur Þorleifsdóttir.

***

Svör við aðalspurningum:

Á efri myndinni er Napóleon að krýna sig og Jósefínu til keisarahjóna yfir Frakklandi. Málverkið málaði David; hér má sjá aðeins stærri hluta þess.

Á neðri myndinni er Britney Spears söngkona.

***

Og hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár