Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

195. spurningaþraut: „Hávaxin og sólbrún og ung og yndisleg.“

195. spurningaþraut: „Hávaxin og sólbrún og ung og yndisleg.“

Þrautin frá í gær, hérna!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á málverkinu sem við sjáum hluta af hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Stúlkan kom gangandi, „hávaxin og sólbrún og ung og yndisleg“. Þetta var ekki á Íslandi. En stúlkan var frá ...?

2.   „Orð / ég segi alltaf færri og færri orð / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur.“ Hvaða íslenska skáld orti svo?

3.   Hver var fyrsti forseti íslenska lýðveldisins?

4.   Hversu margir grunnskólar eru í Reykjavík, að sjálfstætt starfandi skólum og sérskólum meðtöldum? Skekkjumörk eru 3 skólar til eða frá.

5.   Hvað er fjölmennasta ríki heims þar sem kona er nú við stjórnvölinn í valdamesta pólitíska embætti landsins?

6.   Hvað heitir heitmús Mikka mús?

7.   Í hvaða borg var frægasta bókasafn fornaldar?

8.   McDonalds er útbreiddasta hamborgarakeðja heimsins. En hvað heitir keðjan í öðru sæti yfir vinsælar hamborgarakeðjur?

9.   Hvað hét norski konungurinn sem baslaði við að koma Íslendingum undir sína stjórn á Sturlungaöld?

10.  Kona nokkur fæddist árið 1945, var ballerína á unga aldri en gerðist síðan einn mikilvirkasti leikstjóri landsins og kom mjög víða við. Um tíma fór hún út í pólitík og sat fyrst á Alþingi og síðan í stjórnlagaráði. Hún tilheyrir mikilli leikhúsfjölskyldu. Bróðir hennar, eiginmaður og ein dóttir eru leikarar, annar sona hennar hefur og komið við sögu leikhúss og leiklistar en hinn er víðfrægur leikstjóri. Hvað heitir konan?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hún var frá Ipanema. Á ensu er sungið: „Tall and tan and young and lovely ...“ Sjá þessa útgáfu á víðfrægu bossanova-lagi þar sem Frank Sinatra syngur með höfundi lagsins, Antônio Carlos Jobim.

2.   Sigfús Daðason.

3.   Sveinn Björnsson.

4.   42, þar af eru sex sjálfstætt starfandi. Rétt má því teljast allt frá 39 til 45. Sjá nánar hér.

5.   Bangla Desj, þar sem Sheikh Hasina er forsætisráðherra.

6.   Minní mús.

7.   Alexandríu í Egiftalandi.

8.   Burger King.

9.   Hákon.

10.   Þórhildur Þorleifsdóttir.

***

Svör við aðalspurningum:

Á efri myndinni er Napóleon að krýna sig og Jósefínu til keisarahjóna yfir Frakklandi. Málverkið málaði David; hér má sjá aðeins stærri hluta þess.

Á neðri myndinni er Britney Spears söngkona.

***

Og hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu