Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Steingrímur: Ekki Alþingis að svara til um inngrip skrifstofustjórans við birtingu laga um laxeldi

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son seg­ir að það sé fram­kvæmda­valds­ins að taka við nýj­um lög­um fra Al­þingi og birta þau. Hann seg­ir að það sé ekki Al­þing­is að tjá sig um mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar sem hringdi í Sjtór­n­ar­tíð­indi úr at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu og lét fresta birt­ingu laga um fisk­eldi.

Steingrímur: Ekki Alþingis að svara til um  inngrip skrifstofustjórans við birtingu laga um laxeldi
Ekki Alþingis að svara Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að það sé ekki þingsins að svara fyrir það hvernig birtingu laga er háttað eftir að þau hafa verið samþykkt á þingi. Jóhann Guðmundsson frestaði því um þrjá daga að vilji Alþingis næði fram að ganga með nýrri lagasetningu um laxeldi. Mynd: Magnus Fröderberg

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis, segir að það sé ekki Alþingis að svara spurningum um birtingu nýrra laga heldur framkvæmdavaldsins. Það er segja ráðherra og ráðuneyta þeirra sem um ræðir.

Stundin spurði Steíngrím J. um inngrip skrifstofustjóra sjávarútvegs- og fiskeldis í atvinnuvegaráðuneytinu, Jóhann Guðmundsson, í birtingu laga um fiskeldi í fyrrasumar, árið 2019. Steingrímur telur að það sé ekki Alþingis að svara fyrir inngrip Jóhanns: „Meðferð þessa tiltekna máls var með hefðbundum hætti af hálfu Alþingis og innan tímaramma, en við ekki til svara fyrir það að öðru leiti, sbr. það sem hér að ofan er komið fram,“ segir í svari forseta Alþingis í tölvupósti. 

Eins og Stundin sagði frá á föstudaginn í síðustu viku þá hringdi Jóhann í Stjórnartíðindi, deild innan dómsmálaráðuneytisins sem sér um birtingu nýrra laga frá Alþingi, og bað um að birtingu nýrra laga um fiskeldi yrði frestað um þrjá daga.

Vísaði Jóhann til frests sem laxeldisfyrirtæki höfðu fengið hjá Skipulagsstofnun til að skila gögnum til stofnunarinnar. Frestur laxeldisfyrirtækjanna rann út þann 17. júlí og upphaflega átti að birta nýju lögin þann 15. en Jóhann bað um að þetta yrði gert þann 18. í staðinn. Ástæðan var sú að ef lögin hefðu verið birt áður en laxeldisfyrirtækin skiluðu umræddum gögnum þá hefðu nýju lögin, sem meðal annars fólu í sér uppboð á nýjum eldissvæðum þar sem ný svæði hefðu átt að fara til hæsbjóðanda, gilt um þau laxeldisáform sem þessi fyrirtæki voru að vinna með. Um var að ræða 25 þúsund tonna laxeldi þriggja fyrirtækja í Ísafjarðardjúpi og á Austfjörðum. Því var um að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni fyrir umrædd laxeldisfyrirtæki; 25 þúsund tonna laxeldisáform. 

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað Jóhanni gekk til með þessu inngripi eða af hverju hann hringdi umrætt símtal og lét seinka birtingu laganna. Stundin hefur gert árangurslausar tilraunir síðustu daga til að ná tali af Jóhanni til að spyrja hann út í það hvað honum gekk til. 

Alþingi tekur ekki afstöðu

Hafa ekkert gert í málinuAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar hefur ekki reynt að komast til botns í því af hverju skrifstofustjóri í ráðuneytinu lét fresta birtingu laga um laxeldi þrátt fyrir að það sé „einsdæmi“ eins og ráðuneytið orðar það.

Miðað við svar Steingríms er þetta mál í reynd ekki mál sem Alþingi á að svara fyrir.  Eins og Steingrímur segir: „Sem sagt, eftir að prentuð og undirrituð eintök eru farin héðan, oftast fáeinum dögum eftir afgreiðslu og alltaf vel innan 14 daga, er málið úr höndum Alþingis og það alfarið mál framkvæmdavaldsins, og skylda, að klára ferlið.“

Með öðrum orðum er það ekki Alþingis að „klára ferlið“ eða hafa skoðun á því hvernig þetta ferli er eða var klárað í þessu tilfelli. 

Ljóst er að Jóhann seinkaði formlegri gildistöku umræddra laga um þrjá daga og seinkaði þar með að vilji Alþingis með umræddri lagasetningu næði fram á að ganga innan áður tilsetts og ákveðins tímaramma. 

Atvinnuvegaráðuneytið segist hafa sent Jóhann í leyfi frá störfum þegar upp komst um þetta inngrip hans síðastliðið sumar.

Ekki liggur hins vegar ennþá fyrir á hvaða forsendum Jóhann var sendur í umrætt „ótímabundna leyfi“ frá störfum, hvaða starfsreglur eða vinnulag hann braut og svo framvegis. Ráðuneytið segir að Jóhann hafi hringt umrætt símtal að eigin frumkvæði. Þannig hefur ráðuneytið hvítþvegið sig af vitneskju sinni um málið en það hefur jafnframt ekki svör á reiðum höndum af hverju Jóhann greip inn í birtingu laganna með þessum hætti. 

„Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um nein önnur slík tilvik“

Var hringt í Jóhann frá umræddum laxeldisfyrirtækjum og hann beðinn um að ganga hagsmuna þeirra? Hafði SFS, hagsmunasamtök eldisfyrirtækja meðal annars, samband við Jóhann og bað um þetta inngrip ráðuneytisins? Var „leyfi“ Jóhanns Guðmundssonar lögmætt eða ekki og var hann sendur í leyfi á óréttmætum forsendum? Á þessari stundu er þetta ekki vitað og ráðuneytið hefur ekki látið rannsaka þetta mál, svo vitað sé. 

Fjölmörgum spurningum er því ósvarað í málinu og er ljóst út frá svörum Alþingis að stofnunin telur sig ekki vera þann aðila sem eigi að svara þeim. 

Misvísandi svör

Eitt af vandamálunum í þessu tiltekna máli er að Stundin hefur fengið misvísandi frá hlutaaðeigandi ráðuneytum um hversu eðlilegt inngrip Jóhanns hafi verið. 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið segir inngripið vera einsdæmi: „Í málaskrá ráðuneytisins, sem byggir á Handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa sem forsætisráðuneytið, dóms- og kirkjumálaráðuneytið og Alþingi gáfu út árið 2007, er sérstakur kafli sem gildir um þau tilvik þegar flýta þarf birtingu laga. Ekki er hins vegar að finna umfjöllun eða skilyrði fyrir því að seinka birtingu laga en ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um nein önnur slík tilvik.“

„Nokkuð algengt er að haft sé samband úr ráðuneytum vegna birtingar laga“

Þetta sagði ráðuneytið í tölvupósti til Stundarinnar án þess að útskýra hvað var að þessu inngripi og hvað vinnureglur Jóhann braut. 

Dómsmálaráðuneytið gerði hins vegar lítið úr málinu í sínum svörum og sagði „nokkuð algengt“ að slík tilfelli kæmu upp að ráðuneyti hlutuðust til um birtingu laga: „Nokkuð algengt er að haft sé samband úr ráðuneytum vegna birtingar laga. Oft er aðeins verið að sinna skyldu skv. áðurnefndri 2. mgr. 6. gr. laga nr. 15/2005. Stundum er verið að minna á sérstakan gildistökudag og óska þess að birting fari fram fyrir þann dag. Stundum er verið að stilla saman birtingu  laga og reglugerðar sem byggir á lögunum. Stundum er verið að taka í notkun ný tölvukerfi vegna lagabreytinga og þá verður að vera búið að ganga frá kerfum áður en lög taka gildi. Þannig voru svokölluð neyðarlög nr. 125/2008 gefin út um miðja nótt til að geta tekið gildi við opnun fjármálastofnana að morgni.“

Út frá þessum svörum er erfitt að segja hverju eðlileg eða óeðlileg inngrip Jóhanns voru. Þar af leiðandi er erfitt að meta hvort réttmætt hafi verið að senda hann í leyfi frá störfum vegna þess. Og þar sem Jóhann hefur ekki viljað tjá sig um forsendur þess að hann greip inn í birtingu laganna, og þar sem ráðuneytið virðist heldur ekki hafa áhuga á því að vita það, er málið ennþá óleyst. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Starfsmaður ráðuneytisins lét seinka birtingu laga og varði hagsmuni laxeldisfyrirtækja
RannsóknMál Jóhanns Guðmundssonar

Starfs­mað­ur ráðu­neyt­is­ins lét seinka birt­ingu laga og varði hags­muni lax­eld­is­fyr­ir­tækja

Birt­ingu nýrra laga um lax­eldi var frest­að í fyrra­sum­ar að beiðni starfs­manns at­vinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins. Frest­un­in fól í sér að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in Arctic Fish, **Arn­ar­lax og Lax­eldi Aust­fjarða gátu skil­að inn gögn­um til Skipu­lags­stofn­un­ar áð­ur en nýju lög­in tóku gildi. Starfs­mað­ur­inn var send­ur í leyfi þeg­ar upp komst um mál­ið og starfar ekki leng­ur í ráðu­neyt­inu. Eng­in dæmi eru fyr­ir sam­bæri­leg­um af­skipt­um af birt­ingu laga.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrifstofustjórans talið sýna þörf á strangari reglum um snúningsdyravandann
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans tal­ið sýna þörf á strang­ari regl­um um snún­ings­dyra­vand­ann

Tvær þing­kon­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segja að laga­setn­ing til að koma í veg fyr­ir hags­muna­árekstra hjá fólki í op­in­ber­um störf­um þurfi að vera strang­ari. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir seg­ir að mál skrif­stofu­stjór­ans og lög­fræð­ings­ins í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sýni fram á þetta.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti sendi trúnaðargögn til ráðgjafa Arnarlax
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti sendi trún­að­ar­gögn til ráð­gjafa Arn­ar­lax

Skrif­stofu­stjór­inn í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu nýrra laga um fisk­eldi vill fá rúm­lega 30 millj­ón­ir króna frá rík­inu vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Í dómi í máli hans er sagt frá því hvernig sam­skipt­um hans við ráð­gjafa lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax var hátt­að. Ráð­gjaf­inn var fyrr­ver­andi sam­starfs­mað­ur hans í ráðu­neyt­inu.
Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kær­an sagði Jó­hann hafa hygl­að Arn­ar­laxi í ráðu­neyt­inu

Kæra vegna hátt­semi Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sner­ist um að hann hefði geng­ið er­inda lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax. Jó­hann beitti sér fyr­ir því að gildis­töku laga um lax­eldi yrði seink­að um sumar­ið 2019. Arn­ar­lax skil­aði inn gögn­um um lax­eld­is­áform sín ein­um degi áð­ur en lög­in tóku eft­ir að Jó­hann lét seinka gildis­töku þeirra.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti var til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara

Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi skri­stofu­stjóra í at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem kom að því að láta fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi sumar­ið 2020 var sent til lög­regl­unn­ar og hér­aðssak­sókn­ara. Rann­sókn máls­ins var hins veg­ar felld nið­ur þar sem ekki var tal­ið að um ásetn­ing hefði ver­ið að ræða. Fjall­að er um mál­ið í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um sjókvía­eldi á Ís­landi.

Mest lesið

Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
2
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir framsetningu matvælaráðherra óábyrga
5
Fréttir

Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir fram­setn­ingu mat­væla­ráð­herra óá­byrga

Árni Finns­son, formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands, seg­ir fram­setn­ingu leyf­is­veit­ing­ar á hval­veið­um vera vill­andi. Ekki verði hægt að veiða 29 dýr á milli Ís­lands og Fær­eyja líkt og þar er gert ráð fyr­ir. Hann lýs­ir yf­ir von­brigð­um með ákvörð­un mat­væla­ráð­herra en seg­ir hana þó skref í rétta átt.
Leyfisveitingin kom Bjarna ekki á óvart - „Ágætis stemming með þessa niðurstöðu“
7
Fréttir

Leyf­is­veit­ing­in kom Bjarna ekki á óvart - „Ágæt­is stemm­ing með þessa nið­ur­stöðu“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að ákvörð­un Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um að heim­ila hval­veið­ar hafi ekki kom­ið sér á óvart. Ákvörð­un­in er að hans mati í sam­ræmi við nú­gild­andi lög og regl­ur. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ir Bjarni velti þurfi fyr­ir sér hvort stjórn­sýsl­an hafi ver­ið nægi­lega skil­virk og fyr­ir­sjá­an­leg í þessu máli.
Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
8
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
3
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
6
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
9
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
9
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár