Þrautin frá í gær, jú, hérna er hún.
***
Fyrri aukaspurning:
Á skjáskotinu hér að ofan má sjá hluta af frægu plötuumslagi. Hvað hét hljómsveitin sem gaf út plötuna?
***
Aðalspurningar:
1. Einu sinni var hérað eitt í Evrópu kallað Bessarabía. Nú er þetta nafn aflagt en tveir þriðju hliðar hinnar gömlu Bessarabíu eru sérstakt sjálfstætt ríki. Hvað heitir það?
2. Hver var fastagestur árum saman í bókmenntaþætti Egils Helgasonar, Kiljunni?
3. Petra Kelly hét kona ein, baráttuglöð og hugsjónarík. Hún fæddist 1947. Um 1980 átti hún þátt í að stofna merkilegan stjórnmálaflokk í heimalandi sínu, sem tók að ýmsu leyti nýjan pól í hæðina í pólitískri baráttu. Hún sat á þingi í sjö ár en var síðar myrt af ókunnum ástæðum af sambýlismanni sínum, sem líka stjórnmálamaður og fyrrum hershöfðingi. Hvað hét stjórnmálaflokkurinn sem Petra Kelly átti svo mikinn þátt í að stofna?
4. Djúp sár gróa hægt, Hann er ekki þú, Sólblóm og Rólegur kúreki – þetta eru allt lög á nýrri hljómplötu sem ... hver gaf nýlega út?
5. Landakotsspítali var upphaflega stofnaður af tilteknum kristnum söfnuði. Hvaða söfnuður var það?
6. Gömul og góð hljómsveit hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar þá áratugi sem hún hefur starfað. Nokkrir af elstu meðlimunum eru löngu hættir, menn eins og Martin Barre, John Evan, Barrimore Barlow og Jeffrey Hammond-Hammond. Hér er svo ótalinn sannkallaður leiðtogi hljómsveitarinnar og raunar andlit hennar í 50 ár, maður sem oft hefur heimsótt Íslandsstrendur. Hvað heitir hljómsveitin sem hefur m.a.s. haldið tónleika á Akranesi af öllum stöðum?
7. Hvað heitir höfuðborg Brasilíu?
8. Til nefdýra teljast örfáar tegundir sem búa í Ástralíu og á Nýju Gíneu. Þessar tegundir eru algjörlega einstæðar meðal spendýra af tiltekinni ástæðu. Hver er hún?
9. Rishi Sunak heitir maður nokkur, fertugur að aldri, ættaður frá Punjab-héraði á Indlandi en fæddur í Evrópu. Hann varð margmilljóner á því að starfa í bönkum og fjárfestingarsjóðum, en sneri sér síðan að pólitík og er orðinn fjármálaráðherra í tilteknu nágrannalandi okkar. Hvaða land er það?
10. „Buttercup“ eða „smjörbolli“ heitir mjög algeng blómategund á enskri tungu. Hvað heitir smjörbollinn á íslensku?
***
Seinni aðalspurning:
Hver er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Moldova.
2. Bragi Kristjónsson.
3. Græningjaflokkurinn í (Vestur)Þýskalandi.
4. Bríet.
5. Kaþólikkar.
6. Jethro Tull.
7. Brasilía.
8. Nefdýrin verpa eggjum.
9. Bretland.
10. Sóley.
***
Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er af plötunni Never Mind the Bollocks, Here's the Sex Pistols, með hljómsveitinni Sex Pistols.
Á neðri myndinni er Vala Flosadóttir afrekskona í stangarstökki.
***
Athugasemdir