Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

191. spurningaþraut: Hver var í Kiljunni, hvar var Bessarabía?

191. spurningaþraut: Hver var í Kiljunni, hvar var Bessarabía?

Þrautin frá í gær, jú, hérna er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Á skjáskotinu hér að ofan má sjá hluta af frægu plötuumslagi. Hvað hét hljómsveitin sem gaf út plötuna?

***

Aðalspurningar:

1.   Einu sinni var hérað eitt í Evrópu kallað Bessarabía. Nú er þetta nafn aflagt en tveir þriðju hliðar hinnar gömlu Bessarabíu eru sérstakt sjálfstætt ríki. Hvað heitir það?

2.   Hver var fastagestur árum saman í bókmenntaþætti Egils Helgasonar, Kiljunni?

3.   Petra Kelly hét kona ein, baráttuglöð og hugsjónarík. Hún fæddist 1947. Um 1980 átti hún þátt í að stofna merkilegan stjórnmálaflokk í heimalandi sínu, sem tók að ýmsu leyti nýjan pól í hæðina í pólitískri baráttu. Hún sat á þingi í sjö ár en var síðar myrt af ókunnum ástæðum af sambýlismanni sínum, sem líka stjórnmálamaður og fyrrum hershöfðingi. Hvað hét stjórnmálaflokkurinn sem Petra Kelly átti svo mikinn þátt í að stofna?

4.   Djúp sár gróa hægt, Hann er ekki þú, Sólblóm og Rólegur kúreki – þetta eru allt lög á nýrri hljómplötu sem ... hver gaf nýlega út?

5.   Landakotsspítali var upphaflega stofnaður af tilteknum kristnum söfnuði. Hvaða söfnuður var það?

6.   Gömul og góð hljómsveit hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar þá áratugi sem hún hefur starfað. Nokkrir af elstu meðlimunum eru löngu hættir, menn eins og Martin Barre, John Evan, Barrimore Barlow og Jeffrey Hammond-Hammond. Hér er svo ótalinn sannkallaður leiðtogi hljómsveitarinnar og raunar andlit hennar í 50 ár, maður sem oft hefur heimsótt Íslandsstrendur. Hvað heitir hljómsveitin sem hefur m.a.s. haldið tónleika á Akranesi af öllum stöðum?

7.   Hvað heitir höfuðborg Brasilíu?

8.   Til nefdýra teljast örfáar tegundir sem búa í Ástralíu og á Nýju Gíneu. Þessar tegundir eru algjörlega einstæðar meðal spendýra af tiltekinni ástæðu. Hver er hún?

9.   Rishi Sunak heitir maður nokkur, fertugur að aldri, ættaður frá Punjab-héraði á Indlandi en fæddur í Evrópu. Hann varð margmilljóner á því að starfa í bönkum og fjárfestingarsjóðum, en sneri sér síðan að pólitík og er orðinn fjármálaráðherra í tilteknu nágrannalandi okkar. Hvaða land er það?

10.   „Buttercup“ eða „smjörbolli“ heitir mjög algeng blómategund á enskri tungu. Hvað heitir smjörbollinn á íslensku?

***

Seinni aðalspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Moldova.

2.   Bragi Kristjónsson.

3.   Græningjaflokkurinn í (Vestur)Þýskalandi.

4.   Bríet.

5.   Kaþólikkar.

6.   Jethro Tull.

7.    Brasilía.

8.    Nefdýrin verpa eggjum.

9.   Bretland.

10.   Sóley.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er af plötunni Never Mind the Bollocks, Here's the Sex Pistols, með hljómsveitinni Sex Pistols.

Á neðri myndinni er Vala Flosadóttir afrekskona í stangarstökki.

***

Og hlekkur á þraut gærdagsins!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu