Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

191. spurningaþraut: Hver var í Kiljunni, hvar var Bessarabía?

191. spurningaþraut: Hver var í Kiljunni, hvar var Bessarabía?

Þrautin frá í gær, jú, hérna er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Á skjáskotinu hér að ofan má sjá hluta af frægu plötuumslagi. Hvað hét hljómsveitin sem gaf út plötuna?

***

Aðalspurningar:

1.   Einu sinni var hérað eitt í Evrópu kallað Bessarabía. Nú er þetta nafn aflagt en tveir þriðju hliðar hinnar gömlu Bessarabíu eru sérstakt sjálfstætt ríki. Hvað heitir það?

2.   Hver var fastagestur árum saman í bókmenntaþætti Egils Helgasonar, Kiljunni?

3.   Petra Kelly hét kona ein, baráttuglöð og hugsjónarík. Hún fæddist 1947. Um 1980 átti hún þátt í að stofna merkilegan stjórnmálaflokk í heimalandi sínu, sem tók að ýmsu leyti nýjan pól í hæðina í pólitískri baráttu. Hún sat á þingi í sjö ár en var síðar myrt af ókunnum ástæðum af sambýlismanni sínum, sem líka stjórnmálamaður og fyrrum hershöfðingi. Hvað hét stjórnmálaflokkurinn sem Petra Kelly átti svo mikinn þátt í að stofna?

4.   Djúp sár gróa hægt, Hann er ekki þú, Sólblóm og Rólegur kúreki – þetta eru allt lög á nýrri hljómplötu sem ... hver gaf nýlega út?

5.   Landakotsspítali var upphaflega stofnaður af tilteknum kristnum söfnuði. Hvaða söfnuður var það?

6.   Gömul og góð hljómsveit hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar þá áratugi sem hún hefur starfað. Nokkrir af elstu meðlimunum eru löngu hættir, menn eins og Martin Barre, John Evan, Barrimore Barlow og Jeffrey Hammond-Hammond. Hér er svo ótalinn sannkallaður leiðtogi hljómsveitarinnar og raunar andlit hennar í 50 ár, maður sem oft hefur heimsótt Íslandsstrendur. Hvað heitir hljómsveitin sem hefur m.a.s. haldið tónleika á Akranesi af öllum stöðum?

7.   Hvað heitir höfuðborg Brasilíu?

8.   Til nefdýra teljast örfáar tegundir sem búa í Ástralíu og á Nýju Gíneu. Þessar tegundir eru algjörlega einstæðar meðal spendýra af tiltekinni ástæðu. Hver er hún?

9.   Rishi Sunak heitir maður nokkur, fertugur að aldri, ættaður frá Punjab-héraði á Indlandi en fæddur í Evrópu. Hann varð margmilljóner á því að starfa í bönkum og fjárfestingarsjóðum, en sneri sér síðan að pólitík og er orðinn fjármálaráðherra í tilteknu nágrannalandi okkar. Hvaða land er það?

10.   „Buttercup“ eða „smjörbolli“ heitir mjög algeng blómategund á enskri tungu. Hvað heitir smjörbollinn á íslensku?

***

Seinni aðalspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Moldova.

2.   Bragi Kristjónsson.

3.   Græningjaflokkurinn í (Vestur)Þýskalandi.

4.   Bríet.

5.   Kaþólikkar.

6.   Jethro Tull.

7.    Brasilía.

8.    Nefdýrin verpa eggjum.

9.   Bretland.

10.   Sóley.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er af plötunni Never Mind the Bollocks, Here's the Sex Pistols, með hljómsveitinni Sex Pistols.

Á neðri myndinni er Vala Flosadóttir afrekskona í stangarstökki.

***

Og hlekkur á þraut gærdagsins!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár