Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég heyri barnið mitt segja: „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja““

Móð­ir 11 ára drengs í Sjá­lands­skóla í Garða­bæ lýs­ir einelti sem fær dreng­inn henn­ar til að vilja deyja.

„Ég heyri barnið mitt segja: „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja““
Sigríður Elín Heyrði son sinn lýsa því að hann hefði misst lífsviljann. Mynd: Facebook / Úr einkasafni

„Þeir geta ekki hætt að hata mig mamma,“ sagði Óliver, ellefu ára gamall sonur Sigríðar Elínar Ásmundsdóttur, við hana, þegar hún loksins fékk leyfi hans til að tilkynna alvarlegt einelti gegn honum í Sjálandsskóla í Garðabæ.

Eitt sinn sögðust allir krakkarnir, sem voru viðstaddir, hata hann. Nema einn vinur hans. Annað skipti buðu strákarnir Óliver í sund. „Hann var glaður og dreif sig af stað en þegar hann kom ofan í laugina þóttust þeir ekki þekkja hann, svöruðu honum ekki þegar hann kallaði á þá.“ Og svo er það beint, líkamlegt ofbeldi.

„Ég þurrka tárin og reyni að halda aftur að mínum þegar hann segir mér að sér líði svo illa í skólanum að hann geti ekki hugsað, geti ekki lært og kvíði fyrir að mæta alla daga.“

Eftir að eineltið var tilkynnt fékk hann frið í nokkra daga, þar til allt byrjaði á ný. Sigríður Elín lýsir viðvarandi niðurbroti á syni hennar í Facebook-færslu í kvöld. Þar lýsir hún því hvernig sonur hennar hefur komið grátandi og jafnvel blóðugur heim eftir eineltið. 

„Ég hef fengið ótal símtöl frá elsku stráknum mínum þar sem hann er grátandi inni á klósetti í skólanum og biður mig að koma og sækja sig því strákarnir hafa hótað honum, hreytt í hann særandi athugasemdum eða lamið hann. Ég hef sótt hann grátandi í skólann, oft. Ég hef sótt hann blóðugan í skólann eftir hnefahögg í andlitið, hann fékk blóðnasir.“

Hún hefur reynt að styrkja son sinn, segja honum hvað hann er frábær. En þetta var alvarlegra en svo að orðin nægðu.

Sagði honum að vera hugrakkur

„Ég hef reynt að stappa í hann stálinu, sagt honum að vera sterkur, vera grjótharður og láta ekki þessi stráka komast upp með að láta honum líða illa. Þeim líði illa og láti það bitna á honum. Ég þurrka tárin og reyni að halda aftur að mínum þegar hann segir mér að sér líði svo illa í skólanum að hann geti ekki hugsað, geti ekki lært og kvíði fyrir að mæta alla daga. Ég segi stráknum mínum að vera hugrakkur, hann sé frábær, snillingur í handbolta og fótbolta og með risastórt og fallegt hjarta sem muni koma honum langt í lífinu. Ég reyni að gera allt sem ég get til að byggja upp sjálfstraustið og „plástra“ laskaða sálina.“

Hún áttaði sig ekki fyllilega á afleiðingunum fyrr en hún heyrði hann ræða við vin sinn í síma.

Sagðist missa lífsviljann

Svo heyrði hún son sinn tala í síma við vin sinn á landsbyggðinni. „Það var svo kvöld eitt fyrir stuttu að ég heyrði að hann var að tala við vin sinn sem býr úti á landi; var að segja honum frá strákunum í bekknum og hvað þeir séu grimmir við sig. Ég legg við hlustir og þegar ég heyri barnið mitt segja „mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ brestur hjartað mitt. Elsku strákurinn minn. Ég sem segi honum alltaf að vera bara sterkur, þetta muni lagast. Þarna áttaði ég mig á því hversu slæmt eineltið var orðið; þegar barn segist ekki vilja lifa lengur er eineltið orðið dauðans alvara!“

Vill opna umræðuna

Í samtali við Stundina í kvöld segir Sigríður Elín skólakerfið virðast eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Að hennar sögn er heimild fyrir því í Olweusaráætlun gegn einelti að víkja gerendum úr skóla þegar önnur ráð þrjóta og skylda þá til þess að mæta með foreldrum. Sjálandsskóli fylgi hins vegar ekki Olweusaráætlun heldur sérstakri eineltisáætlun fyrir grunnskóla í Garðabæ. Kennarar upplifi mikinn vanmátt gegn eineltismálum og gefist jafnvel upp. Það þýði ekkert að ávíta börn eða hringja heim, það þurfi alvarlegra inngrip til að eitthvað breytist. 

Hún hefur ákveðið að rjúfa þögnina um eineltið í von um að það hafi áhrif.

Einelti sé meinsemd í samfélaginu sem þurfi að uppræta. Því miður sé einelti enn allt of mikið tabú, vegna þess að þolendur upplifi skömm en skömmin sé ekki þeirra. Mikilvægt sé að ræða einelti opinskátt því það á ekki að þrífast í íslensku samfélagi. Þá segist hún líka alltaf hafa rætt opinskátt um að sonur sinn sé með ADHD-greiningu og hvernig bregðast skuli við því.

Einkenni sem gott er að veita athygli 

Rétt er að taka fram að fréttin byggir á frásögn Sigríðar Elínar og ekki hefur verið rætt við foreldra annarra barna í bekknum. Samkvæmt yfirlýsingu skólastjórnenda og stjórnenda á fræðslusviði í Garðabæ hefur verið unnið eftir eineltisáætlun vegna málsins, kennarar hafa sótt námskeið til að sækja verkfæri til að efla félagsfærni og þeirri vinnu verði haldið áfram.  

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu um Olweusaráætluna viðurkennir einn af hverjum þrjátíu nemendum að hann leggi aðra í einelti, oftar drengir en stúlkur.

Brýnt fyrir foreldrum að vera vakandi fyrir því ef barnið þeirra virðist hafa gaman af að hæðast að, brjóta gegn rétti annarra, stjórna, meiða eða gera lítið úr öðrum börnum. Ef barnið hefur þörf fyrir að ráða yfir og ráðskast með fólk. Er árásgjarnt, frekt, þrjóskt og setur sig almennt upp á móti öllu og öllum. Þó að það sé fyrst og fremst á ábyrgð skólans að stöðva einelti hvíli engu að síður ábyrgð á foreldrum gerenda og mikilvægt að þeir taki þátt í aðgerðum. „Það gagnast ekki barni þínu ef þú afsakar hegðun þess eða gerir lítið úr framkomu þess. Það er þvert á móti full ástæða til að taka sem fyrst á málinu. Þetta er mikilvægt, ekki bara til að hjálpa þolandanum, heldur líka vegna barns þíns og framtíðar þess. Eins og áður hefur komið fram eru börn og unglingar sem sýna ofbeldishneigð gegn félögum sínum í áhættuhópi,“ segir í leiðbeiningarbæklingi um áætlunina. 

Þar kemur einnig fram að þolendur séu gjarna annað hvort undirgefnir eða ögrandi, sýni annað hvort merki um óöryggi eða séu álitnir erfiðir. Einelti sem beinist að  ögrandi börnum er að hluta frábrugðið þeim vanda sem aðgerðarlausir þolendur standa frammi fyrir, af þeim sökum að oft tekur hópur nemenda og jafnvel allur bekkurinn þátt í eineltinu. 

Samkvæmt eineltiskönnun segir fjórði hver nemandi í 5. til 10. bekk sem lagður er í einelti segir engum frá því. Strákar enn síður en stelpur.

Fann fyrir létti 

Óliver var létt þegar hann frétti frá móður sinni að hann þyrfti aldrei aftur að mæta í þennan skóla. „Ég lofaði honum að hann þyrfti aldrei aftur að mæta í skólann, við myndum finna góðan skóla. Honum var létt, mér var létt. Hann frétti svo frá vini sínum að þegar skólastjórinn hafi sagt bekknum að Ólíver væri hættur í skólanum vegna eineltis hafi sumir þeirra fagnað! Það segir allt um ástandið.“

Samkvæmt Olweusaráætlunni felast slæm skilaboð í því að flytja þolandann úr skólanum, þess eðlis að eineltið sé honum að kenna og að vandinn leysist þegar hann er fjarlægður. Þess vegna ætti eftir fremsta megni að reyna frekar að leysa vandann innan skólans, en ef það kemur til álita að flytja einhvern ætti að flytja þá sem leggja aðra í einelti. Þar sem einelti er gjarna hóphegðun gæti verið skynsamlegt að dreifa þeim á fleiri bekki og jafnvel fleiri skóla, í samráði við foreldra. Það geti orðið þeim hvatning til að breyta hegðuninni.

Sigríður Elín er sammála því að það sé ekki lausnin að þolendur eineltis þurfi að víkja. „Þolendur eineltis þurfa alltof oft að flýja skólann sinn, gerendur halda áfram í skólanum, þeir komast upp með að rústa sálum skólafélaga sinna. Einelti má ekki vera tabú, það má ekki vera skömm að verða fyrir einelti. Opnum umræðuna, segjum frá og skilum skömminni til þeirra sem eiga hana.“

Yfirlýsing skólastjórnenda

Uppfært þann 23. október. 
Stjórnendur Sjálandsskóla og stjórnendur á fræðslusviði Garðabæjar sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu, þar sem fram kemur að unnið hafi verið eftir eineltisáætlun vegna málsins. Einelti sé alltaf tekið alvarlega:

„Við hörmum þá stöðu sem upp er komin vegna eineltismáls sem fjallað hefur verið um á opinberum vettvangi. 

Unnið hefur verið eftir eineltisáætlun Garðabæjar síðan tilkynning til skólans barst um þetta tiltekna mál.

Einelti er alltaf tekið alvarlega og lögð er rík áhersla á að leysa slík mál.

Skólinn getur ekki tjáð sig um mál einstaka nemenda en mikilvægt er að það komi fram að unnið hefur verið með nemendum skólans í félagsfærni og vináttuþjálfun um langt skeið. Meðal annars hafa allir kennarar skólans sótt námskeið hjá KVAN þar sem kennarar geta sótt í verkfærakistu til að efla og þjálfa félagsleg samskipti. Þeirri vinnu verður haldið áfram í skólanum í samvinnu við fræðslusvið Garðabæjar.

Skólinn hefur lagt sig fram um að vinna öll eineltismál og samskiptamál sem upp koma faglega og af festu.

Við biðlum til allra að huga að því að hér er um að ræða börn og mikilvægt að sýna aðgát í orðræðu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár