Aldís Snorradóttir og Njörður Sigurjónsson gengu í það heilaga þann 10. október síðastliðinn. Hinn 4. október lýsti Ríkislögreglustjóri hins vegar yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19.
Dagsetningin var ákveðin árið 2019 og ætlunin var að þann tíunda, tíunda tvö þúsund og tuttugu yrði heljarinnar athöfn og veisla á Kjarvalsstöðum. Gestalistinn hljóðaði upp á tæplega tvö hundruð manns og átti brassband að taka á móti gestum er þeir kæmu í hús.
Bandið átti svo nokkru seinna að spila brúðarmarsinn, sem gæfi til kynna að athöfnin væri að byrja. Vinur þeirra frá Siðmennt átti að gefa þau saman og eftir athöfnina átti að bjóða upp á smörrebröd frá Jómfrúnni. Svo átti að vera standandi dansveisla alla nóttina undir ljúfum tónum brassbandsins.
Önnur veisla
Ekki varð úr þessari veislu en eins og flestir vita hefur geisað heimsfaraldur stærstan hluta ársins 2020. Aldís og Njörður biðu því með að bjóða gestum í brúðkaupið þangað til …
Athugasemdir