Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

188. spurningaþraut: Hver verður allt í einu stór af því hann fer í „hina alræmdu Bítlaskó“?

188. spurningaþraut: Hver verður allt í einu stór af því hann fer í „hina alræmdu Bítlaskó“?

Þrautin frá gærdeginum!

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá Þráin Bertelsson rithöfund leika við hundinn sinn. Hvað heitir hundurinn?

***

Aðalspurningar:

1.   „Var ekki nóg að fá tjútt og tvist? / Tæpast flokkast þessi öskur sem list! / Drottinn minn, er dansæfing í kvöld? / Djöfullinn sjálfur mun taka hér völd. / Allt í einu er [XXX] litli orðinn stór. / Það gera hinir alræmdu Bítlaskór.“

Hver er kominn í Bítlaskó og því „orðinn stór“?

2.   Hvað heitir höfuðborgin í Perú?

3.   Geir Haarde fyrrum forsætisráðherra var dreginn fyrir landsdóm eftir fjármálahrunið 2008 og sakfelldur fyrir eitt af þremur ákæruatriðum. Um hvað snerist þetta tiltekna atriði?

4.   Hvaða söngkona var lengst í hljómsveitinni Stuðmönnum?

5.   Í þjóðsagnaveröld Andrésar Andar segir stundum frá uppruna Jóakims Aðalandar, móðurbróður Andrésar? Frá hvaða landi kom hann?

6.   Hvað er algengasta frumefni alheimsins?

7.   Bill Gates varð ofsaríkur á fyrirtækinu Microsoft en á seinni árum hefur hann orðið meira áberandi fyrir góðgerðastarf annars konar. Á því sviði er konan hans ekki eftirbátur hans, og fyrirtækið sem heldur utan góðgerðastarf þeirra er kennt við þau bæði. Hvað heitir hún?

8.   Hversu marga fætur hafa kóngulær?

9.   Fari maður rúma 100 kílómetra í suðvestur frá stórborginni New York í Bandaríkjunum kemur maður að annarri stórborg. Hvað heitir hún?

10.  Hvað hét víðfrægur myndhöggvari í Danmörku á 19. sem var íslenskur í aðra ættina?

***

Síðari aukaspurning:

Á myndinni að neðan má sjá eina virtustu leikkonu Íslands á síðari hluta 20. aldar. Hún lést árið 2011 en hvað hét hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Andrés.

2.   Líma.

3.   Fyrir að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi um „mikilsverð málefni“, það er að segja hinn aðsteðjandi efnahagsvanda.

4.   Ragnhildur Gísladóttir.

5.   Skotlandi.

6.   Vetni.

7.   Melinda.

8.   8.

9.   Philadelphia.

10.  Thorvaldsen.

***

Svör við aukaspurningum:

Hundurinn á efri myndinni heitir Theobald og gaf fyrir örfáum vikum út bók sem hann samdi ásamt Þráni.

Leikkonan á neðri myndinni er Helga Bachmann.

***

Og þrautin frá í gær, hér er hún!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár