***
Fyrri aukaspurning:
Á myndinni hér að ofan má sjá Þráin Bertelsson rithöfund leika við hundinn sinn. Hvað heitir hundurinn?
***
Aðalspurningar:
1. „Var ekki nóg að fá tjútt og tvist? / Tæpast flokkast þessi öskur sem list! / Drottinn minn, er dansæfing í kvöld? / Djöfullinn sjálfur mun taka hér völd. / Allt í einu er [XXX] litli orðinn stór. / Það gera hinir alræmdu Bítlaskór.“
Hver er kominn í Bítlaskó og því „orðinn stór“?
2. Hvað heitir höfuðborgin í Perú?
3. Geir Haarde fyrrum forsætisráðherra var dreginn fyrir landsdóm eftir fjármálahrunið 2008 og sakfelldur fyrir eitt af þremur ákæruatriðum. Um hvað snerist þetta tiltekna atriði?
4. Hvaða söngkona var lengst í hljómsveitinni Stuðmönnum?
5. Í þjóðsagnaveröld Andrésar Andar segir stundum frá uppruna Jóakims Aðalandar, móðurbróður Andrésar? Frá hvaða landi kom hann?
6. Hvað er algengasta frumefni alheimsins?
7. Bill Gates varð ofsaríkur á fyrirtækinu Microsoft en á seinni árum hefur hann orðið meira áberandi fyrir góðgerðastarf annars konar. Á því sviði er konan hans ekki eftirbátur hans, og fyrirtækið sem heldur utan góðgerðastarf þeirra er kennt við þau bæði. Hvað heitir hún?
8. Hversu marga fætur hafa kóngulær?
9. Fari maður rúma 100 kílómetra í suðvestur frá stórborginni New York í Bandaríkjunum kemur maður að annarri stórborg. Hvað heitir hún?
10. Hvað hét víðfrægur myndhöggvari í Danmörku á 19. sem var íslenskur í aðra ættina?
***
Síðari aukaspurning:
Á myndinni að neðan má sjá eina virtustu leikkonu Íslands á síðari hluta 20. aldar. Hún lést árið 2011 en hvað hét hún?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Andrés.
2. Líma.
3. Fyrir að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi um „mikilsverð málefni“, það er að segja hinn aðsteðjandi efnahagsvanda.
4. Ragnhildur Gísladóttir.
5. Skotlandi.
6. Vetni.
7. Melinda.
8. 8.
9. Philadelphia.
10. Thorvaldsen.
***
Svör við aukaspurningum:
Hundurinn á efri myndinni heitir Theobald og gaf fyrir örfáum vikum út bók sem hann samdi ásamt Þráni.
Leikkonan á neðri myndinni er Helga Bachmann.
***
Athugasemdir