Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Streymi, mannætuplöntur og óralangir útgáfutónleikar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 23. októ­ber til 12. nóv­em­ber.

Streymi, mannætuplöntur og óralangir útgáfutónleikar

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna samkomubanns og að fjöldatakmarkanir geta átt við.

Iceland Airwaves 2020

Hvar? www.dice.fm streymi
Hvenær? 13. & 14. nóvember
Aðgangseyrir: 7.250 kr.

Iceland Airwaves hefur verið uppskeruhátíð íslensku tónlistarsenunnar í rúmlega tvo áratugi. Hátíðin byrjaði sem eins dags veisla í flugskýli árið 1999 og stækkaði uns hún varð fimm daga hátíðin sem lagði miðbæ Reykjavíkur undir sig og fleiri hundruð hljómsveita komu fram. Hátíðin var stökkpallur fyrir yngri flytjendur, og fögnuður fyrir reyndari. Sökum COVID-19 er ógerlegt að halda hátíðina með þessu sniði, en í stað þess að blása hana alveg af munu sextán af bestu og áhugaverðustu hljómsveitum landsins koma fram á nettónleikum. Meðal þeirra eru Ásgeir Trausti, Bríet, Cell7, Daði Freyr, Emilíana Torrini, Hatari, Kælan Mikla, Mammút, Ólafur Arnalds og Of Monsters and Men.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2020

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? Til 26. október
Aðgangseyrir: 1.690 kr.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt til að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að veita verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála athygli. Fimm myndir frá fimm löndum hafa verið tilnefndar og verða til sýnis í Bíó Paradís til 26. október.

Sófa kabarett

Hvar? Crowdcast-netsýning
Hvenær? 24. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.200 kr.

Kabarett-hópurinn Túttífrútturnar býður áhorfendum sýningu til að létta lundina á þessum þreytandi COVID-tímum. Til sýnis verða valin atriði úr burlesque, dragi, loftfimleikum, daðurdönsum, töfrabrögðum og fleiru. Á þessari netsýningu koma fram fjölbreyttir skemmtikraftar. Taka skal fram að um er að ræða sýningu sem er ekki ætluð börnum.

Syngjum saman

Hvar? Hannesarholt
Hvenær? 25. október & 8. nóvember kl. 14.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Hannesarholt hefur hlúð að sönghefðinni síðastliðin rúm sjö ár með því að bjóða reglulega upp á fjöldasöng í Hljóðbergi. Textar birtast á tjaldi og gestir taka undir, en einnig verður streymt frá viðburðinum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Þann 25. október leiða Marína Ósk og Mikael Máni söngin, og Hera Björk og Benni Sig 8. nóvember.

Samtal við Lucky 3

Hvar? www.fineart.lhi.is
Hvenær? 30. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Lucky 3 er listahópur stofnaður af Darren Mark, Dýrfinnu Benitu Basalan og Melanie Ubaldo, en þau eru íslenskir listamenn af filippeyskum uppruna. Hópurinn hélt sýninguna Lucky Me? síðastliðinn nóvember, en þau koma fram í viðtalsseríu Listaháskóla Íslands. Hægt er að fylgjast með streymi af viðtalinu á netinu.

Múlinn

Hvar? Harpa
Hvenær? 4. & 11. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Þríeykið í Múlanum hefur verið að í tólf ár, en upp á síðkastið hefur það komið fram í Flóa, sal Hörpu þar sem er nóg pláss og auðvelt að virða fjarlægðarmörk. Tveir tónleikar fara fram á næstunni; á þeim fyrri gengur Haukur Gröndal Múlanum til liðs og á þeim seinni Magnús Jóhann og Skúli Sverrisson.

Halloween föstudagspartísýning: Litla hryllingsbúðin

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 30. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.690 kr.

Litla hryllingsbúðin er einn vinsælasti kvikmyndasöngleikur sem gerður hefur verið, en hann er byggður á samnefndum Broadway-söngleik. Nördalegur blómasali kaupir blóðþyrsta mannætuplöntu af kínverskum götusala og hlutirnir taka strax dýfu niður á við er hann rembist við að standast kröfur plöntunnar. Fram koma meðal annars Rick Moranis, Steve Martin, James Belushi og Bill Murray.

Tíu tíma útgáfutónleikar Mammúts

Hvar? Gamla bíó
Hvenær? 7. nóvember kl. 12.00 & 17.30
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Listræna rokksveitin Mammút bar sigur úr býtum í Músiktilraunum 2004 og hefur komið víða við síðan þá. Nú er fimmta plata sveitarinnar væntanleg og því efnir hún til einstakra útgáfutónleika. Í tíu klukkutíma mun sveitin flytja efni af nýjustu breiðskífu sinni, Ride the Fire, í bland við valin lög af fyrri plötum.

Fílalag í beinni

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 11. nóvember kl. 19.30
Aðgangeyrir: 3.900 kr.

Saman hafa þeir Bergur Ebbi og Snorri Helgason gefið út hlaðvarpið Fílalag frá árinu 2014, en í hverjum þætti er eitt valið dægurlag krufið til mergjar. Nú gefst áhorfendum færi á að sjá þessa tvo skemmtilegu listamenn fíla lag á sviði og vera hluti af því að taka upp næsta þátt.

Úff, hvað þetta er slæm hugmynd!

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 31. okt, 7. & 13. nóv. kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

Á þessari metaleiksýningu um sköpun leiksýningar fær íslenskur leikari spunaleikkonu frá Varsjá og kokk til að reyna að búa til vinsæla leiksýningu á pólsku. Saman leiða þau áhorfendur í gegnum þessa einlægu gamansýningu þar sem fjallað er um löngun okkar til að tengjast. Sýningin er á pólsku með enskum texta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu