Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Streymi, mannætuplöntur og óralangir útgáfutónleikar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 23. októ­ber til 12. nóv­em­ber.

Streymi, mannætuplöntur og óralangir útgáfutónleikar

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna samkomubanns og að fjöldatakmarkanir geta átt við.

Iceland Airwaves 2020

Hvar? www.dice.fm streymi
Hvenær? 13. & 14. nóvember
Aðgangseyrir: 7.250 kr.

Iceland Airwaves hefur verið uppskeruhátíð íslensku tónlistarsenunnar í rúmlega tvo áratugi. Hátíðin byrjaði sem eins dags veisla í flugskýli árið 1999 og stækkaði uns hún varð fimm daga hátíðin sem lagði miðbæ Reykjavíkur undir sig og fleiri hundruð hljómsveita komu fram. Hátíðin var stökkpallur fyrir yngri flytjendur, og fögnuður fyrir reyndari. Sökum COVID-19 er ógerlegt að halda hátíðina með þessu sniði, en í stað þess að blása hana alveg af munu sextán af bestu og áhugaverðustu hljómsveitum landsins koma fram á nettónleikum. Meðal þeirra eru Ásgeir Trausti, Bríet, Cell7, Daði Freyr, Emilíana Torrini, Hatari, Kælan Mikla, Mammút, Ólafur Arnalds og Of Monsters and Men.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2020

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? Til 26. október
Aðgangseyrir: 1.690 kr.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt til að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að veita verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála athygli. Fimm myndir frá fimm löndum hafa verið tilnefndar og verða til sýnis í Bíó Paradís til 26. október.

Sófa kabarett

Hvar? Crowdcast-netsýning
Hvenær? 24. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.200 kr.

Kabarett-hópurinn Túttífrútturnar býður áhorfendum sýningu til að létta lundina á þessum þreytandi COVID-tímum. Til sýnis verða valin atriði úr burlesque, dragi, loftfimleikum, daðurdönsum, töfrabrögðum og fleiru. Á þessari netsýningu koma fram fjölbreyttir skemmtikraftar. Taka skal fram að um er að ræða sýningu sem er ekki ætluð börnum.

Syngjum saman

Hvar? Hannesarholt
Hvenær? 25. október & 8. nóvember kl. 14.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Hannesarholt hefur hlúð að sönghefðinni síðastliðin rúm sjö ár með því að bjóða reglulega upp á fjöldasöng í Hljóðbergi. Textar birtast á tjaldi og gestir taka undir, en einnig verður streymt frá viðburðinum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Þann 25. október leiða Marína Ósk og Mikael Máni söngin, og Hera Björk og Benni Sig 8. nóvember.

Samtal við Lucky 3

Hvar? www.fineart.lhi.is
Hvenær? 30. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Lucky 3 er listahópur stofnaður af Darren Mark, Dýrfinnu Benitu Basalan og Melanie Ubaldo, en þau eru íslenskir listamenn af filippeyskum uppruna. Hópurinn hélt sýninguna Lucky Me? síðastliðinn nóvember, en þau koma fram í viðtalsseríu Listaháskóla Íslands. Hægt er að fylgjast með streymi af viðtalinu á netinu.

Múlinn

Hvar? Harpa
Hvenær? 4. & 11. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Þríeykið í Múlanum hefur verið að í tólf ár, en upp á síðkastið hefur það komið fram í Flóa, sal Hörpu þar sem er nóg pláss og auðvelt að virða fjarlægðarmörk. Tveir tónleikar fara fram á næstunni; á þeim fyrri gengur Haukur Gröndal Múlanum til liðs og á þeim seinni Magnús Jóhann og Skúli Sverrisson.

Halloween föstudagspartísýning: Litla hryllingsbúðin

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 30. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.690 kr.

Litla hryllingsbúðin er einn vinsælasti kvikmyndasöngleikur sem gerður hefur verið, en hann er byggður á samnefndum Broadway-söngleik. Nördalegur blómasali kaupir blóðþyrsta mannætuplöntu af kínverskum götusala og hlutirnir taka strax dýfu niður á við er hann rembist við að standast kröfur plöntunnar. Fram koma meðal annars Rick Moranis, Steve Martin, James Belushi og Bill Murray.

Tíu tíma útgáfutónleikar Mammúts

Hvar? Gamla bíó
Hvenær? 7. nóvember kl. 12.00 & 17.30
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Listræna rokksveitin Mammút bar sigur úr býtum í Músiktilraunum 2004 og hefur komið víða við síðan þá. Nú er fimmta plata sveitarinnar væntanleg og því efnir hún til einstakra útgáfutónleika. Í tíu klukkutíma mun sveitin flytja efni af nýjustu breiðskífu sinni, Ride the Fire, í bland við valin lög af fyrri plötum.

Fílalag í beinni

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 11. nóvember kl. 19.30
Aðgangeyrir: 3.900 kr.

Saman hafa þeir Bergur Ebbi og Snorri Helgason gefið út hlaðvarpið Fílalag frá árinu 2014, en í hverjum þætti er eitt valið dægurlag krufið til mergjar. Nú gefst áhorfendum færi á að sjá þessa tvo skemmtilegu listamenn fíla lag á sviði og vera hluti af því að taka upp næsta þátt.

Úff, hvað þetta er slæm hugmynd!

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 31. okt, 7. & 13. nóv. kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

Á þessari metaleiksýningu um sköpun leiksýningar fær íslenskur leikari spunaleikkonu frá Varsjá og kokk til að reyna að búa til vinsæla leiksýningu á pólsku. Saman leiða þau áhorfendur í gegnum þessa einlægu gamansýningu þar sem fjallað er um löngun okkar til að tengjast. Sýningin er á pólsku með enskum texta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár