Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Leggja til nýjan starfshóp gegn upplýsingaóreiðu

Þing­menn kalla eft­ir að­gerð­um og laga­breyt­ing­um gegn fals­frétt­um, sem geti ógn­að kosn­ing­um, þjóðarör­yggi og eitr­að sam­fé­lagsum­ræðu. Fólk eldra en 65 ára er sagt lík­leg­ast til að dreifa fals­frétt­um.

Leggja til nýjan starfshóp gegn upplýsingaóreiðu
Silja Dögg Gunnarsdóttir Þingmaður Framsóknarflokks er forseti Norðurlandaráðs. Mynd: framsokn.is

Lagt er til að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipi starfshóp um upplýsingaóreiðu, sem hefði það hlutverk að leggja til lagabreytingar og aðgerðir til að hindra útbreiðslu falsfrétta og miðla fræðslu til almennings og fjölmiðla. Þingmenn sem skipa meirihluta Íslandsdeildar Norðurlandaráðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi.

Nokkur umræða skapaðist í apríl þegar þjóðaröryggisráð stofnaði vinnuhóp til að sporna gegn upplýsingaóreiðu vegna COVID-19 faraldursins. Var honum falið að „kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni“. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kom fram að íslensk stjórnvöld væru nú í samstarfi við önnur EES-ríki um að sporna gegn upplýsingaóreiðu og rangfærslum í tengslum við faraldurinn.

Sá starfshópur sem nú er lagður til hefur víðara verksvið en sá fyrri, sem fjallaði eingöngu um faraldurinn. Starfshópnum er falið að leggja til leiðir til að kortleggja dreifingu upplýsingaóreiðu hér á landi, skilgreina ábyrgðarsvið stofnana hérlendis og hvaða aðili skuli sjá um samþættingu verkefna á þessu sviði, gera úttekt á lagaumhverfinu og leggja til nauðsynlegar lagabreytingar og leggja til aðgerðir og skipulag á sviði miðla- og upplýsingalæsis sem nái til allra aldurshópa.

Starfshópnum væri falið að skila skýrslu með tillögum til forsætisráðherra eigi síðar en 1. mars 2022. Ráðherra mundi þá kynna stefnu byggða á tillögum starfshópsins fyrir Alþingi eigi síðar en 1. nóvember 2022.

Eldri en 65 ára líklegust til að dreifa falsfréttum

Ísland fer nú með forsæti í Norðurlandaráði og er Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, forseti þess og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hefur Ísland beitt sér í þessum málaflokki innan ráðsins.

„Undanfarin ár hefur borið meira á því að villandi og fölskum upplýsingum, svokölluðum falsfréttum, sé dreift og með tilkomu samfélagsmiðla og aukinni notkun þeirra fer vandinn ört vaxandi,“ segir í þingsályktunartillögunni. „Eftir því sem tækninni fleygir fram reynist sífellt erfiðara að greina á milli raunverulegra frétta og falsfrétta. Mikilvægi miðlalæsis hefur því aldrei verið meira, en í hugtakinu felst að einstaklingur geti aðgreint falsfréttir frá raunverulegum fréttum.“

„Hætta er á að notendur samfélagsmiðla festist í vítahring“

Bent er á að falsfréttir geti haft áhrif á kosningaúrslit og lýðræði og dæmi nefnd um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 og þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit í Stóra-Bretlandi. „Rannsóknir hafa leitt í ljós að erlendir aðilar hafa reynt að hafa áhrif á kosningar með ýmsum aðferðum, þar á meðal með því að dreifa falsfréttum,“ segir í tillögunni. „Megináherslan hér á landi hefur verið lögð á það að efla upplýsinga- og tæknilæsi barna og ungmenna. Erlendar rannsóknir hafa þó sýnt að fólk 65 ára og eldra er líklegast til að deila falsfréttum á samfélagsmiðlum. Hætta er á að notendur samfélagsmiðla festist í vítahring þar sem margvíslegum upplýsingum um notendur miðlanna er safnað og sérsniðnum falsfréttum og áróðri beint að þeim.“

Talið ógna þjóðaröryggi

Upplýsingaóreiða („disinformation“ á ensku) varðar helst umdeild samfélags málefni, að því er segir í tillögunni. „Markmiðið er að dreifa áróðri eða hafa villandi áhrif á samfélagslega umræðu. Upplýsingaóreiða hefur áhrif á getu almennings til að afla sér réttra upplýsinga um stefnu og ákvarðanir stjórnvalda og annað sem varðar hagsmuni hans. Hún eitrar samfélagslega umræðu, eykur spennu á milli ólíkra þjóðfélagshópa og grefur undan kosningakerfum, sem haft getur alvarleg áhrif á þjóðaröryggi.“

„Markmiðið er að dreifa áróðri eða hafa villandi áhrif á samfélagslega umræðu“

Starfshópnum yrði því falið að líta til miðla- og upplýsingalæsis, efla fræðslu fyrir fjölmiðlafólk, opinbera starfsmenn og upplýsingafulltrúa stofnana og skoða skyldur fjölmiðla og samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga, meðal annars hvað varðar auglýsingar og birtingu niðurstaðna skoðanakannana. Þá eru nefndar lagabreytingar sem snerta „undirróðursstarfsemi og nafnlausan áróður“, kerfisbundnar rannsóknir á dreifingu falsfrétta og samstarf við nágrannaríki um tæknilausnir til að finna og uppræta upplýsingaröskun á netinu, meðal annars efni sem framleitt er og hlaðið upp með notkun gervigreindar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár