Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gríðarstór jarðskjálfti reið yfir landið

Skjálft­inn var um 5,6 að stærð og fannst vítt og breitt um land­ið, allt frá Vest­manna­eyj­um í suðri og vest­ur á Flat­eyri. Skjálft­inn teng­ist ekki eld­virkni held­ur er af völd­um fleka­hreyf­inga á Reykja­nesi.

Í beinni útsendingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinu viðtali við Washington Post á þegar skjálftinn reið yfir.

Gríðarstór jarðskjálfti reið yfir landið klukkan 13:43 í dag. Fannst skjálftinn vítt og breitt um landið, en tilkynnt hefur verið um að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum á höfuðborgarsvæðinu, í Vestmannaeyjum, á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Samkvæmt Almannavörnum var skjálftinn 5,6 að stærð og átti upptök sín í Núpahlíðarhálsi, um 7 kílómetra vestur af Kleifarvatni.

Ljóst er að skjálftinn tengist ekki eldvirkni heldur er tilkominn vegna flekahreyfinga. Yfir 50 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfar stóra skjálftans. Skjálftinn er sá stærsti á Reykjanesi frá árinu 2013, en þá varð skjálfti að stærðinni 5,2 í októbermánuði og átti hann upptök sín skammt utan Reykjaness. Þá er þetta stærsti skjálfti sem orðið hefur á Suðurlandi frá árinu 2008 en þá varð skjálfti upp á 5,3 sem átti upptök sín skammt frá Hveragerði. 

Alþingi: Sitjið rólegir

Ekki hafa fengist upplýsingar um tjón af völdum skjálftans en ljóst er að fólk er mjög skekið. Þannig brá þingmanni Pírata, Helga Hrafni Gunnarssyni, augljóslega talsvert þegar skjálftinn reið yfir meðan hann stóð í ræðustól Alþingis.  Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, var hins vegar hinn rólegasti. „Sitjiði rólegir, sitjiði rólegir,“ sagði Steingrímur á meðan að Helgi Hrafn tók til fótanna.

Helgi Hrafn sér spaugilegu hliðina

Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna við jarðskjálftum brást Helgi Hrafn ekki rétt við í þessu tilviki. Almannavarnir leggja áherslu á að halda eigi kyrru fyrir, sé fólk innandyra, fara undir borð eða rúm og verja höfuð og háls. Halda ætti sig frá gluggum.

Helgi Hrafn virðist þó hafa jafnað sig fljótt á skjálftanum en á Twitter situr hann undir skensi fyrir viðbrögð sín. Hann svarar þó vel fyrir sig og segir kersknislega að hann biðjist afsökunar á að hafa ekki komið Steingrími J. til bjargar.

Forsætisráðherra í beinni útsendingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinu viðtali við Washington Post á þegar skjálftinn reið yfir. Var forsætisráðherra greinilega mjög brugðið þegar allt lék skyndilegaá reiðiskjálfi. „Oh my good, there‘s an earthquake,“ sagði Katrín við blaðamann blaðsins og bætti svo við: „Well, this is Iceland, sorry about that.“

Búast við eftirskjálftum

Athugasemd jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands: Klukkan 13:43 varð stór skjálfti á Reykjanesi Fyrsta stærðarmat er að skjálftinn hafi verið af stærð M5.5 um 7 km vestur af Kleifarvatni. Fjölmargir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Almannavarnir hafa gefið út eftirfarandi tilkynningu vegna skjálftans:Vegna jarðskjálfta sem fannst á suðvesturhorni landsins. Fyrstu upplýsingar frá Veðurstofu Íslands segja að hann hafi verið af stærðinni 5,5 og á upptök sín 6 km. vestan við Kleifarvatn. Búast má við eftirskjálftum.

Almannavarnir hvetja fólk til þess að kynna sér viðbrögð eftir jarðskjálfta. Þau má sjá hér.

Bráðabrigðamælingin hefur nú verið uppfærð og nú er talið að skjálftinn hafi verið um 5,7 að stærð samkvæmt vefsíðu Veðurstofunnar.

Leið eins og það væri að líða yfir hana

Á Flateyri fundu Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans og Helena Jónsdóttir, verkefnastjóri Flateyrar fyrir skjálftanum. „Þetta var mjög fyndið,“ segir Helena og heldur áfram. „Ég er með lítinn tölvuskjá fyrir framan mig hérna á skrifstofunni. Ég hallaði mér fram á borðið og setti hendurnar undir höku og allt í einu fannst mér eins og það væri að líða yfir mig. Svo aftur þremur eða fjórum sekúndum síðar fannst mér aftur vera að líða yfir mig en hélt áfram að vinna. Svo heyrði ég þá hérna frammi vera að tala um að það hefði orðið jarðskjálfti.“ Ingibjörg segir hinsvegar að hún hafi ekki fundið mikið fyrir skjálftanum. „Þetta var nú bara eins og bíll að keyra fram hjá,“ segir hún.

Borgarfulltrúar hlupu út „í panikki“

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, hljóp út af borgarstjórnarfundi ásamt fjórum öðrum borgarfulltrúum. „Stór hluti af salnum er gluggi en allt glerið titraði og skalf. Svo hangir járntjald úr loftinu svo við vildum forða okkur út úr salnum,“ segir hún í samtali við Stundina. Aldrei áður hefur Kristín orðið hrædd við jarðskjálfa en nú hafi hún orðið hrædd. Á Twitter ritar hún að borgarfulltrúarnir hafi verið skelkaðir og að þeir hafi hlaupið um í „panikki.

Kötturinn með áfallastreituröskun

Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, hljóp undir borð þegar hún fann fyrir skjálftanum. Hún var að vinna að heiman við að svara tölvupóstum þegar hún fann fyrst fyrir litlum skjálfta. „Ég er alin upp hérna í Reykjavík svo maður er ekki að kippa sér upp við litla skjálfta,“ segir hún.

Þegar Elísabet fann stærri skjálftann varð hún hrædd og ákvað að koma sér undir borð. „Það sem verra er að kötturinn minn sem ég fékk ættleiddann frá Villiköttum er með áfallastreituröskun og hún varð mjög hrædd.“

Kisi liggur nú í sófanum umvafinn teppum og Elísabet er orðin öllu rólegri. Það fyrsta sem Elísabet gerði þegar skjálftanum lauk var að hringja í sína nánustu og athuga með þeirra líðan. „Ætli það sé ekki hjúkrunarfræðinga hjartað, að athuga fyrst með alla aðra og taka svo stöðuna á sjálfri sér?“

Varaði við stórum skjálftum 

Fyrir tæpum mánuði síðan varaði Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, við því í samtali við Spegilinn á RÚV að íbúar á höfðuborgarsvæðinu og Reykjanesskaga þyrftu að búa sig undir stóran skjálfta af stærðinni 6 til 6,5. Grannt væri fylgst með fimm eldstöðvum, Bárðabungu, Grímsvötnum, Heklu, Kötlu og Reykjanesskaga. Á Reykjanesskaga hefði síðasta ár einkennst af samspili kvikuhreyfinga og jarðskjálftavirkni. Háspenna væri á flekaskilum. 

Jarðskjálftinn í dag var ekki svo stór, en hann var engu að síður svo öflugur að margir lýstu áhrifum hans á samfélagsmiðlum, jafnvel ótta. Eftirfarandi myndir voru teknar í Krónunni úti á Granda í kjölfar skjálftans. 

Mikil umræða á samfélagsmiðlum

Fjölmargir hafa tjáð sig um skjálftann á samfélagsmiðlum. Þannig rifjar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, upp á Facebook sögu af því þegar að samflokksmaður hans, Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, stóð í ræðustóli Alþingis þegar harður skjálfti reið yfir. Mun Guðmundur Árni hafa sagt að lokinni ræðu: „Helvítis hörkuræða var þetta hjá mér! - Húsið bókstaflega skalf!“

Sumir eru þó rólegri en aðrir og gera bara grín að skjálftanum, eins og Kristján Freyr Halldórsson, sem vísar í þekkt minni af fyrri tíð og jafnframt í nútímapólitík.

Þá er augljóst að það skiptir máli í hvaða aðstæðum fólk er þegar það upplifir skjálfta sem þennan, eins og Karítas M. Bjarkadóttir lýsir.

Heiðrún Helga Bjarnadóttir sat við píanóið þegar skjálftinn reið yfir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár