186. spurningaþraut: Hvað af 13 dýrum er EKKI í kínverska dýrahringnum? - og fleira

186. spurningaþraut: Hvað af 13 dýrum er EKKI í kínverska dýrahringnum? - og fleira

Áður en lengra er haldið: þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan er umslag fyrstu hljómplötu vinsæls tónlistarmanns. Hver er það?

***

Aðalspurningar:

1.  Nú tel ég upp þrettán dýr í stafrófsröð: api, dreki, geit, hani, hestur, hundur, kanína, leðurblaka, rotta, snákur, svín, tígrisdýr og uxi. Eitt af þessum dýrum er EKKI í kínverska dýrahringnum í stjörnuspeki. Hvaða dýr er það sem er EKKI með í kínversku stjörnuspekinni?

2.   Hvað hét sá maður sem áætlun Bandaríkjamanna um að endurreisa stríðshrjáð ríki Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld er kennd við?

3.   Hvaða bandaríska leikkona lék aðalkvenrulluna í hinni vinsælu kvikmynd Terminator árið 1984?

4.   En hvað hét persónan sem hún lék?

5.   Austur af Helgafellssveit og Stykkishólmi á Snæfellsnesi teygir sig alllangur fjörður inn í nesið norðanvert. Hvað heitir hann?

6.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Ankara?

7.   Hvað heitir biskupinn yfir Íslandi?

8.   Hvaða vinsæli útvarpsmaður, sem nú er látinn, sá lengi um þáttinn Kvöldgesti á Ríkisútvarpinu?

9.   Hvaða tveir Bítlar eru enn á lífi?

10.   Hver vann orrustuna við Austerlitz?

***

Seinni aukaspurning:

Enginn veit hvað risaeðlur kölluðu sig sjálfar. En hvað köllum við þá glaðlyndu tegund, sem sést hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Leðurblakan.

2.   Marshall.

3.   Linda Hamilton.

4.   Sarah Connor.

5.   Álftafjörður.

6.   Tyrkland.

7.   Agnes M. Sigurðardóttir.

8.   Jónas Jónasson.

9.   Paul McCartney og Ringo Starr.

10.   Napoleon.

***

Aukaspurningar:

Á efri myndinni má sjá fyrsta plötuumslag Lady Gaga.

Á neðri myndinni er Tyrannosaurus Rex.

***

Og reynið ykkur við þrautina frá í gær. Hér er hún nefnilega!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár