Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

186. spurningaþraut: Hvað af 13 dýrum er EKKI í kínverska dýrahringnum? - og fleira

186. spurningaþraut: Hvað af 13 dýrum er EKKI í kínverska dýrahringnum? - og fleira

Áður en lengra er haldið: þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan er umslag fyrstu hljómplötu vinsæls tónlistarmanns. Hver er það?

***

Aðalspurningar:

1.  Nú tel ég upp þrettán dýr í stafrófsröð: api, dreki, geit, hani, hestur, hundur, kanína, leðurblaka, rotta, snákur, svín, tígrisdýr og uxi. Eitt af þessum dýrum er EKKI í kínverska dýrahringnum í stjörnuspeki. Hvaða dýr er það sem er EKKI með í kínversku stjörnuspekinni?

2.   Hvað hét sá maður sem áætlun Bandaríkjamanna um að endurreisa stríðshrjáð ríki Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld er kennd við?

3.   Hvaða bandaríska leikkona lék aðalkvenrulluna í hinni vinsælu kvikmynd Terminator árið 1984?

4.   En hvað hét persónan sem hún lék?

5.   Austur af Helgafellssveit og Stykkishólmi á Snæfellsnesi teygir sig alllangur fjörður inn í nesið norðanvert. Hvað heitir hann?

6.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Ankara?

7.   Hvað heitir biskupinn yfir Íslandi?

8.   Hvaða vinsæli útvarpsmaður, sem nú er látinn, sá lengi um þáttinn Kvöldgesti á Ríkisútvarpinu?

9.   Hvaða tveir Bítlar eru enn á lífi?

10.   Hver vann orrustuna við Austerlitz?

***

Seinni aukaspurning:

Enginn veit hvað risaeðlur kölluðu sig sjálfar. En hvað köllum við þá glaðlyndu tegund, sem sést hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Leðurblakan.

2.   Marshall.

3.   Linda Hamilton.

4.   Sarah Connor.

5.   Álftafjörður.

6.   Tyrkland.

7.   Agnes M. Sigurðardóttir.

8.   Jónas Jónasson.

9.   Paul McCartney og Ringo Starr.

10.   Napoleon.

***

Aukaspurningar:

Á efri myndinni má sjá fyrsta plötuumslag Lady Gaga.

Á neðri myndinni er Tyrannosaurus Rex.

***

Og reynið ykkur við þrautina frá í gær. Hér er hún nefnilega!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár