Áður en lengra er haldið: þrautin frá í gær.
***
Fyrri aukaspurning:
Hér að ofan er umslag fyrstu hljómplötu vinsæls tónlistarmanns. Hver er það?
***
Aðalspurningar:
1. Nú tel ég upp þrettán dýr í stafrófsröð: api, dreki, geit, hani, hestur, hundur, kanína, leðurblaka, rotta, snákur, svín, tígrisdýr og uxi. Eitt af þessum dýrum er EKKI í kínverska dýrahringnum í stjörnuspeki. Hvaða dýr er það sem er EKKI með í kínversku stjörnuspekinni?
2. Hvað hét sá maður sem áætlun Bandaríkjamanna um að endurreisa stríðshrjáð ríki Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld er kennd við?
3. Hvaða bandaríska leikkona lék aðalkvenrulluna í hinni vinsælu kvikmynd Terminator árið 1984?
4. En hvað hét persónan sem hún lék?
5. Austur af Helgafellssveit og Stykkishólmi á Snæfellsnesi teygir sig alllangur fjörður inn í nesið norðanvert. Hvað heitir hann?
6. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Ankara?
7. Hvað heitir biskupinn yfir Íslandi?
8. Hvaða vinsæli útvarpsmaður, sem nú er látinn, sá lengi um þáttinn Kvöldgesti á Ríkisútvarpinu?
9. Hvaða tveir Bítlar eru enn á lífi?
10. Hver vann orrustuna við Austerlitz?
***
Seinni aukaspurning:
Enginn veit hvað risaeðlur kölluðu sig sjálfar. En hvað köllum við þá glaðlyndu tegund, sem sést hér að neðan?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Leðurblakan.
2. Marshall.
3. Linda Hamilton.
4. Sarah Connor.
5. Álftafjörður.
6. Tyrkland.
7. Agnes M. Sigurðardóttir.
8. Jónas Jónasson.
9. Paul McCartney og Ringo Starr.
10. Napoleon.
***
Aukaspurningar:
Á efri myndinni má sjá fyrsta plötuumslag Lady Gaga.
Á neðri myndinni er Tyrannosaurus Rex.
***
Og reynið ykkur við þrautina frá í gær. Hér er hún nefnilega!
Athugasemdir