Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

24 þingmenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn í Vatnsmýri

Þing­menn úr Sjálf­stæð­is­flokki, Fram­sókn­ar­flokki, Mið­flokki, Flokki fólks­ins og Vinstri græn­um vilja að þjóð­in kjósi um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Íbúa­kosn­ing fór fram í Reykja­vík og í að­al­skipu­lagi seg­ir að hann muni víkja fyr­ir byggð í áföng­um.

24 þingmenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn í Vatnsmýri
Reykjavíkurflugvöllur Í aðalskipulagi segir að flugvöllurinn muni víkja fyrir byggð. Mynd: Shutterstock

Rúmlega þriðjungur þingheims stendur að þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem lögð hefur verið fram á Alþingi.

Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands-, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar? ▢ Já. ▢ Nei.““

Í íbúakosningu í Reykjavík árið 2001 studdi meirihluti kjósenda að flugvöllurinn verði fluttur annað úr Vatnsmýrinni. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir nú ráð fyrir að flugvöllurinn víki í áföngum fyrir blandaðri byggð. Einni flugbraut hefur einnig verið lokað.

Sambærilegar tillögur hafa verið fluttar á Alþingi fimm sinnum áður, að því segir í tillögunni. „Flutningsmenn telja ljóst að mikil þörf sé á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta brýna samgöngu- og öryggismál þjóðarinnar,“ segir í tillögunni.

Flutningsmenn tillögunnar eru 24 þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Miðflokki, Flokki fólksins og Vinstri grænum. Fjórir þeirra eru úr Reykjavíkurkjördæmunum. Flutningsmennirnir eru Njáll Trausti Friðbertsson, Ásmundur Friðriksson, Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Páll Magnússon, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Willum Þór Þórsson, Þórunn Egilsdóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland og Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár