Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

24 þingmenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn í Vatnsmýri

Þing­menn úr Sjálf­stæð­is­flokki, Fram­sókn­ar­flokki, Mið­flokki, Flokki fólks­ins og Vinstri græn­um vilja að þjóð­in kjósi um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Íbúa­kosn­ing fór fram í Reykja­vík og í að­al­skipu­lagi seg­ir að hann muni víkja fyr­ir byggð í áföng­um.

24 þingmenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn í Vatnsmýri
Reykjavíkurflugvöllur Í aðalskipulagi segir að flugvöllurinn muni víkja fyrir byggð. Mynd: Shutterstock

Rúmlega þriðjungur þingheims stendur að þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem lögð hefur verið fram á Alþingi.

Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands-, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar? ▢ Já. ▢ Nei.““

Í íbúakosningu í Reykjavík árið 2001 studdi meirihluti kjósenda að flugvöllurinn verði fluttur annað úr Vatnsmýrinni. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir nú ráð fyrir að flugvöllurinn víki í áföngum fyrir blandaðri byggð. Einni flugbraut hefur einnig verið lokað.

Sambærilegar tillögur hafa verið fluttar á Alþingi fimm sinnum áður, að því segir í tillögunni. „Flutningsmenn telja ljóst að mikil þörf sé á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta brýna samgöngu- og öryggismál þjóðarinnar,“ segir í tillögunni.

Flutningsmenn tillögunnar eru 24 þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Miðflokki, Flokki fólksins og Vinstri grænum. Fjórir þeirra eru úr Reykjavíkurkjördæmunum. Flutningsmennirnir eru Njáll Trausti Friðbertsson, Ásmundur Friðriksson, Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Páll Magnússon, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Willum Þór Þórsson, Þórunn Egilsdóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland og Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár