Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Norskt fjárfestingarfélag seldi í Arnarlaxi fyrir 1.800 milljónir: Hlutabréfin hafa tífaldast í verði

Stærsti hlut­hafi Arn­ar­lax á Bíldu­dal greindi frá því í morg­un að hluta­fjáraukn­ing í fé­lag­inu hefði geng­ið von­um fram­ar. Norskt fjár­fest­ing­ar­fé­lag seldi sig út úr fyr­ir­tæk­inu með mikl­um hagn­aði. Svo virð­ist sem sama sag­an sé að end­ur­taka sig á Ís­landi og í Nor­egi á sín­um tíma þar sem ís­lenska rík­ið átt­ar sig ekki á mark­aðsvirði lax­eld­is­leyfa og gef­ur þessi gæði sem svo ganga kaup­um og söl­um fyr­ir met­fé.

Norskt fjárfestingarfélag seldi í Arnarlaxi fyrir 1.800 milljónir: Hlutabréfin hafa tífaldast í verði
Stjórnvöld töldu ekki að laxeldisleyfin væru verðmæti Norska blaðakonan Kjersti Sandvik lýsir því í bók sinni um laxeldið í Noregi hvernig yfirvöld þar í landi töldu lengi vel að laxeldisleyfin í landinu hefðu ekki markaðsvirði. Þetta eru gæðin sem norsk fyrirtæki fjárfesta nú í dýrum dómum í Arnarlaxi. Mynd: Úr einkasafni

Norska fjárfestingarfélagið Pactum AS seldi hlutabréf í íslenska laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi á Bíldudal fyrir tæplega 1.800 milljónir króna. Félagið seldi hlutabréfin á genginu 115 norskar krónur en keypti bréf í félaginu á genginu 10 árið 2016.

Þetta var sama ár og Arnarlax keypti rekstur laxeldisfyrirtækisins Fjarðalax og margfaldaði umsvif sín í laxeldi á Vestfjörðum. Arnarlax hefur nú yfir að ráða 25.200 tonn laxeldiskvóta á Vestfjörðum og hefur sótt um 15 þúsund tonna framleiðslukvóta til viðbótar. 

Fjárfesting félagsins í Arnarlaxi hefur því tífaldast á einungis fjórum árum þrátt fyrir að Arnarlax sé ennþá í uppbyggingarfasa sem fyrirtæki, hafi nær alltaf skilað tapi og aldrei greitt út arð til hluthafa sinna. 

 Ástæðan fyrir þessari miklu hækkun á verðmati markaðarins á hlutabréfum í Arnarlaxi eru þau framleiðsluleyfi í laxeldi upp á rúmlega 25 þúsund tonn sem Arnarlax hefur tryggt sér á Íslandi á liðnum árum. Einnig möguleiki félagsins á enn frekari stækkun um 15.000 tonn á næstunni auk þeirrar uppbyggingar sem hluthafar félagsins, meðal annars Pactum, hafa staðið að með fjárfestingu í félaginu. 

Þegar hlutabréfaverðið var 10Hlutabréfaverðið í Arnarlaxi var 10 norskar krónur á hlut í lok árs 2016 en er nú 115 eftir hlutafjáraukningar og fjárfestingar í félaginu, sem og aukna eftirspurn eftir ódýrum laxeldisleyfum utan Noregs. Myndin er úr ársreikningi móðurfélags Arnarlax 2016.

Þessar upplýsingar um verð hlutabréfanna í Arnarlaxi  koma fram í ársreikningum norska móðurfélags Arnarlax árið 2016, árið sem Pactum AS kom inn í hluthafahóp Arnarlax, sem og í tilkynningu til norsku kauphallarinnar í morgun frá stærsta hluthafa félagsins, Salmar As.  Móðurfélag Arnarlax heitir Icelandic Salmon AS en hét áður Arnarlax AS. 

Áttu hlut upp á 3,3 milljarða

Pactum AS hefur síðastliðin ár verið næst stærsti hluthafi Arnarlax með 6,8 prósenta hlut, einungis Salmar AS er stærri með 59,4 prósent. Pactum AS selur nú hins vegar milljón hluti í félaginu og heldur eftir tæplega 826 þúsund hlutum, minna en helmingi af því sem félagið átti fyrir. 

Fyrir söluna nú átti Pactum AS hlutabréf í Arnarlaxi fyrirt tæplega 210 milljónir norskra króna eða tæplega 3,3 milljarða króna miðað við að gengið á bréfunum sé 115 norskar krónur. 

Keyptu rúm 9 prósent

Í ársreikningi Arnarlax AS, sem í dag heitir Icelandic Salmon AS, árið 2016 kemur fram að Pactum AS hafi átt 9,2 prósenta hlut í félaginu það ár. Salmar átti þá 68,5 prósent hlut í félaginu. Þessi hlutur Pactum AS var metinn á rúmlega 15 milljónir norskra króna, tæplega 202 milljónir króna á gengi þessu tíma. 

Pactum hefur hagnast vel á ArnarlaxNorska fjárfestingarfélagið Pactum AS, þar sem Pål M. Reed er stjórnarformaður, hefur ávaxtað aur sinn vel í Arnarlaxi.

Síðan þá hafa vitanlega átt sér stað hlutafjáraukningar í Arnarlaxi, meðal annars 2,6 milljarða hlutafjárinnspýtingu árið 2018, sem hafa ýtt undir verðmæti hlutabréfanna og verðhækkun þeirra. Þessi mikla hækkun á hlutabréfaverðinu skýrist hins vegar fyrst og fremst af væntingum til Arnarlax og framtíðar þess, sem meðal annars má sjá á því að hlutabréfaverðið í fyrirtækinu hefur ríflega tvöfaldast á einu og hálfu ári.

Ástæðan fyrir þessu er að veruleg eftirspurn er eftir hlutabréfum í laxeldisfyrirtækjum sem ekki eru of dýr. Þetta er vegna þess að hlutabréfaverð laxeldisfyrirtækja í Noregi eru hátt verðlögð vegna þess að þar í landi átta menn sig á þeim verðmætum sem felast í þessum fyrirtækjum þar sem laxeldisleyfin ganga kaupum og sölum á háu verði og þau eru orðin að takmarkaðri auðlind. 

Norska ríkið skildi ekki að eldisleyfin væru markaðsvara

Þetta vita Norðmenn í dag en það tók þá tíma að átta sig á þeim gríðarlegu verðmætum sem felast í eldisleyfunum.

Þessi saga er rakin í bók norsku blaðakonunnar Kjersti Sandvik, Undir yfirborðinu, sem út kom í íslenskri þýðingu fyrr á árinu.

„Stjórnvöld höfðu um margra ára skeið haldið því fram laxeldisleyfin hefðu ekkert markaðsvirði í sjálfum sér“

Um þetta segir meðal annars í bókinni, þegar því er lýst að yfirvöld skildu þetta ekki til að byrja með þegar laxeldi í sjókvíum hófst af fullum krafti í Noregi á áttunda áratugnum: „Stjórnsýslan, sem átti að hafa eftirlit með fiskeldinu, var sammála þeim sem réðu för í ríkisstjórn. Norska Fiskistofan hélt því blákalt fram að viðskipti með eldisleyfi væri fyrirbæri sem þekktist ekki. Og á meðan stjórnvöld sátu þarna í afneitun með leppa fyrir augum þróaðist raunverulegur markaður fyrir fiskeldisleyfin. Um leið var grafið undan möguleikunum á að stýra atvinnuveginum með úthlutun eldisleyfa. Seinna meir, þegar stjórnvöld urðu hvort eð er að viðurkenna að menn væru farnir að braska með eldisleyfin fyrir geysiháar fjárhæðir, fóru þau að innheimta gjald fyrir útgefin leyfi sem rynni til ríkisins. Þegar ljóst varð að eldisleyfin voru gulls ígildi varð mjög brýnt að lögfesta skýrar reglur um það hverjir skyldu fá þann einstaka og eftirsótta rétt sem fólst í því að fá leyfi til að framleiða lax í norskum fjörðum. Það átti eftir að koma á daginn að mjög erfitt varð fyrir norsk stjórnvöld að höndla þessi mál með viðunandi hætti.“

Norðmenn áttuðu sig á því á endanum að laxeldisleyfin sem ríkið hafði að stóru leyti gefið lengi vel voru helstu eignir laxeldisfyrirtækjanna. Í kjölfarið, eftir því sem færri og færri ný leyfi voru gefin út, hóf norska ríkið að selja þessi takmörkuðu gæði til hæstbjóðenda á uppboðum og er þetta hátturinn sem hafður er á í dag þegar ríkuð gefur út ný leyfi. 

Ísland er hins vegar að feta í sömu fótspor og Norðmenn á sínum tíma þar sem ríkið gefur fyrirtækjum laxeldisleyfin og hluthafar þeirra geta svo selt þessi réttindi fyrir háar fjárhæðir og innleyst mikinn hagnað eins og Pactum AS gerir nú til dæmis þegar Arnarlax sækir sér nýa hluthafa og nýtt hlutafé.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár