Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Norskt fjárfestingarfélag seldi í Arnarlaxi fyrir 1.800 milljónir: Hlutabréfin hafa tífaldast í verði

Stærsti hlut­hafi Arn­ar­lax á Bíldu­dal greindi frá því í morg­un að hluta­fjáraukn­ing í fé­lag­inu hefði geng­ið von­um fram­ar. Norskt fjár­fest­ing­ar­fé­lag seldi sig út úr fyr­ir­tæk­inu með mikl­um hagn­aði. Svo virð­ist sem sama sag­an sé að end­ur­taka sig á Ís­landi og í Nor­egi á sín­um tíma þar sem ís­lenska rík­ið átt­ar sig ekki á mark­aðsvirði lax­eld­is­leyfa og gef­ur þessi gæði sem svo ganga kaup­um og söl­um fyr­ir met­fé.

Norskt fjárfestingarfélag seldi í Arnarlaxi fyrir 1.800 milljónir: Hlutabréfin hafa tífaldast í verði
Stjórnvöld töldu ekki að laxeldisleyfin væru verðmæti Norska blaðakonan Kjersti Sandvik lýsir því í bók sinni um laxeldið í Noregi hvernig yfirvöld þar í landi töldu lengi vel að laxeldisleyfin í landinu hefðu ekki markaðsvirði. Þetta eru gæðin sem norsk fyrirtæki fjárfesta nú í dýrum dómum í Arnarlaxi. Mynd: Úr einkasafni

Norska fjárfestingarfélagið Pactum AS seldi hlutabréf í íslenska laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi á Bíldudal fyrir tæplega 1.800 milljónir króna. Félagið seldi hlutabréfin á genginu 115 norskar krónur en keypti bréf í félaginu á genginu 10 árið 2016.

Þetta var sama ár og Arnarlax keypti rekstur laxeldisfyrirtækisins Fjarðalax og margfaldaði umsvif sín í laxeldi á Vestfjörðum. Arnarlax hefur nú yfir að ráða 25.200 tonn laxeldiskvóta á Vestfjörðum og hefur sótt um 15 þúsund tonna framleiðslukvóta til viðbótar. 

Fjárfesting félagsins í Arnarlaxi hefur því tífaldast á einungis fjórum árum þrátt fyrir að Arnarlax sé ennþá í uppbyggingarfasa sem fyrirtæki, hafi nær alltaf skilað tapi og aldrei greitt út arð til hluthafa sinna. 

 Ástæðan fyrir þessari miklu hækkun á verðmati markaðarins á hlutabréfum í Arnarlaxi eru þau framleiðsluleyfi í laxeldi upp á rúmlega 25 þúsund tonn sem Arnarlax hefur tryggt sér á Íslandi á liðnum árum. Einnig möguleiki félagsins á enn frekari stækkun um 15.000 tonn á næstunni auk þeirrar uppbyggingar sem hluthafar félagsins, meðal annars Pactum, hafa staðið að með fjárfestingu í félaginu. 

Þegar hlutabréfaverðið var 10Hlutabréfaverðið í Arnarlaxi var 10 norskar krónur á hlut í lok árs 2016 en er nú 115 eftir hlutafjáraukningar og fjárfestingar í félaginu, sem og aukna eftirspurn eftir ódýrum laxeldisleyfum utan Noregs. Myndin er úr ársreikningi móðurfélags Arnarlax 2016.

Þessar upplýsingar um verð hlutabréfanna í Arnarlaxi  koma fram í ársreikningum norska móðurfélags Arnarlax árið 2016, árið sem Pactum AS kom inn í hluthafahóp Arnarlax, sem og í tilkynningu til norsku kauphallarinnar í morgun frá stærsta hluthafa félagsins, Salmar As.  Móðurfélag Arnarlax heitir Icelandic Salmon AS en hét áður Arnarlax AS. 

Áttu hlut upp á 3,3 milljarða

Pactum AS hefur síðastliðin ár verið næst stærsti hluthafi Arnarlax með 6,8 prósenta hlut, einungis Salmar AS er stærri með 59,4 prósent. Pactum AS selur nú hins vegar milljón hluti í félaginu og heldur eftir tæplega 826 þúsund hlutum, minna en helmingi af því sem félagið átti fyrir. 

Fyrir söluna nú átti Pactum AS hlutabréf í Arnarlaxi fyrirt tæplega 210 milljónir norskra króna eða tæplega 3,3 milljarða króna miðað við að gengið á bréfunum sé 115 norskar krónur. 

Keyptu rúm 9 prósent

Í ársreikningi Arnarlax AS, sem í dag heitir Icelandic Salmon AS, árið 2016 kemur fram að Pactum AS hafi átt 9,2 prósenta hlut í félaginu það ár. Salmar átti þá 68,5 prósent hlut í félaginu. Þessi hlutur Pactum AS var metinn á rúmlega 15 milljónir norskra króna, tæplega 202 milljónir króna á gengi þessu tíma. 

Pactum hefur hagnast vel á ArnarlaxNorska fjárfestingarfélagið Pactum AS, þar sem Pål M. Reed er stjórnarformaður, hefur ávaxtað aur sinn vel í Arnarlaxi.

Síðan þá hafa vitanlega átt sér stað hlutafjáraukningar í Arnarlaxi, meðal annars 2,6 milljarða hlutafjárinnspýtingu árið 2018, sem hafa ýtt undir verðmæti hlutabréfanna og verðhækkun þeirra. Þessi mikla hækkun á hlutabréfaverðinu skýrist hins vegar fyrst og fremst af væntingum til Arnarlax og framtíðar þess, sem meðal annars má sjá á því að hlutabréfaverðið í fyrirtækinu hefur ríflega tvöfaldast á einu og hálfu ári.

Ástæðan fyrir þessu er að veruleg eftirspurn er eftir hlutabréfum í laxeldisfyrirtækjum sem ekki eru of dýr. Þetta er vegna þess að hlutabréfaverð laxeldisfyrirtækja í Noregi eru hátt verðlögð vegna þess að þar í landi átta menn sig á þeim verðmætum sem felast í þessum fyrirtækjum þar sem laxeldisleyfin ganga kaupum og sölum á háu verði og þau eru orðin að takmarkaðri auðlind. 

Norska ríkið skildi ekki að eldisleyfin væru markaðsvara

Þetta vita Norðmenn í dag en það tók þá tíma að átta sig á þeim gríðarlegu verðmætum sem felast í eldisleyfunum.

Þessi saga er rakin í bók norsku blaðakonunnar Kjersti Sandvik, Undir yfirborðinu, sem út kom í íslenskri þýðingu fyrr á árinu.

„Stjórnvöld höfðu um margra ára skeið haldið því fram laxeldisleyfin hefðu ekkert markaðsvirði í sjálfum sér“

Um þetta segir meðal annars í bókinni, þegar því er lýst að yfirvöld skildu þetta ekki til að byrja með þegar laxeldi í sjókvíum hófst af fullum krafti í Noregi á áttunda áratugnum: „Stjórnsýslan, sem átti að hafa eftirlit með fiskeldinu, var sammála þeim sem réðu för í ríkisstjórn. Norska Fiskistofan hélt því blákalt fram að viðskipti með eldisleyfi væri fyrirbæri sem þekktist ekki. Og á meðan stjórnvöld sátu þarna í afneitun með leppa fyrir augum þróaðist raunverulegur markaður fyrir fiskeldisleyfin. Um leið var grafið undan möguleikunum á að stýra atvinnuveginum með úthlutun eldisleyfa. Seinna meir, þegar stjórnvöld urðu hvort eð er að viðurkenna að menn væru farnir að braska með eldisleyfin fyrir geysiháar fjárhæðir, fóru þau að innheimta gjald fyrir útgefin leyfi sem rynni til ríkisins. Þegar ljóst varð að eldisleyfin voru gulls ígildi varð mjög brýnt að lögfesta skýrar reglur um það hverjir skyldu fá þann einstaka og eftirsótta rétt sem fólst í því að fá leyfi til að framleiða lax í norskum fjörðum. Það átti eftir að koma á daginn að mjög erfitt varð fyrir norsk stjórnvöld að höndla þessi mál með viðunandi hætti.“

Norðmenn áttuðu sig á því á endanum að laxeldisleyfin sem ríkið hafði að stóru leyti gefið lengi vel voru helstu eignir laxeldisfyrirtækjanna. Í kjölfarið, eftir því sem færri og færri ný leyfi voru gefin út, hóf norska ríkið að selja þessi takmörkuðu gæði til hæstbjóðenda á uppboðum og er þetta hátturinn sem hafður er á í dag þegar ríkuð gefur út ný leyfi. 

Ísland er hins vegar að feta í sömu fótspor og Norðmenn á sínum tíma þar sem ríkið gefur fyrirtækjum laxeldisleyfin og hluthafar þeirra geta svo selt þessi réttindi fyrir háar fjárhæðir og innleyst mikinn hagnað eins og Pactum AS gerir nú til dæmis þegar Arnarlax sækir sér nýa hluthafa og nýtt hlutafé.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár