Dæmi um að lífeyrisþegar hafi orðið af réttindum sínum

Rík­is­end­ur­skoð­un tel­ur að bæta þurfi máls­með­ferð Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins. Upp­lýs­inga­gjöf til líf­eyr­is­þega skort­ir og þorri þeirra fær van- eða of­greidd­ar greiðsl­ur sem síð­ar eru end­ur­reikn­að­ar. Stofn­un­in hef­ur þeg­ið 10 millj­ón­ir ár­lega fyr­ir að reka stöðu sem er ekki til.

Dæmi um að lífeyrisþegar hafi orðið af réttindum sínum
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi Ríkisendurskoðun bendir á brotalamir í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins. Mynd: MBL / Eggert Jóhannesson

Dæmi eru um brotalamir í framkvæmd mála hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og hafa viðskiptavinir fyrir vikið orðið af réttindum sínum. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sem unnin var að beiðni Alþingis. Þá hefur TR fengið fjörutíu milljónir síðastliðin fjögur ár til að fjármagna stöðu umboðsmanns lífeyrisþega, stöðu sem enn hefur ekki verið sett á laggirnar.

Ríkisendurskoðun telur að bæta þurfi málsmeðferð við töku ákvarðana hjá TR og auka hlutfall viðskiptavina sem fá réttar greiðslur. Stofnunin gagnrýnir einnig að lagaumgjörð almannatrygginga sé flókin og ógagnsæ. Vinna hefur staðið yfir við heildarendurskoðun laganna frá árinu 2005. „Skýr löggjöf dregur úr hættu á mistökum við útreikning og afgreiðslu lífeyrisréttinda og bóta og er því til mikils að vinna, bæði fyrir ríkissjóð og lífeyrisþega, að heildarendurskoðun ljúki sem fyrst,“ segir í úttektinni.

Ríkisendurskoðun telur að Tryggingastofnun þurfi að sinna betur leiðbeiningarskyldusinni og efla upplýsingagjöf til viðskiptavina. Að sögn Öryrkjabandalagsins sé vantraust og óánægja hjá öryrkjum með TR. „Algengt er að kvartað sé yfir því að bréf stofnunarinnar séu illskiljanleg og ógagnsæ og að forsendur útreiknings og afgreiðslu mála séu óljósar. Þá þarf að bæta þjónustu við viðskiptavini sem ekki eru íslenskumælandi en stöðluð bréf stofnunarinnar hafa ekki verið þýdd á helstu tungumál notenda þjónustunnar,“ segir í úttektinni.

Um 90 prósent fá rangar greiðslur

Þá hafi þrátt fyrir áherslu á gæðaumbótastarf verið dæmi um brotalamir hjá stofnuninni. „Dæmi eru um að viðskiptavinir hafi fyrir vikið orðið af réttindum sínum, um lengri eða skemmri tíma,“ segir í úttektinni. „Slíkt er alvarlegt og getur haft mikil áhrif á fjárhag viðkomandi auk þess að grafa undan trausti til stofnunarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur í álitum sínum bent á að rannsóknarskylda hafi ekki verið uppfyllt og að stofnunin hafi ekki aflað allra nauðsynlegra gagna við afgreiðslu tiltekinna mála.“

„[...] mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur“

Þá bendir stofnunin á að einungis 9,4 til 13 prósent lífeyrisþega hafi fengið réttar greiðslur á tímabilinu 2016 til 2019. „Útreikningur greiðslna frá Tryggingastofnun byggir á tekjuáætlunum sem stofnunin leggur drög að og eru síðan staðfestar af hverjum viðskiptavini. Þegar upplýsingar um rauntekjur liggja fyrir endurreiknar Tryggingastofnun fjárhæðir bóta og leiðréttir greiðslur eftir atvikum. Á tímabilinu 2016–19 leiddi endurreikningurinn í ljós að mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum.“

Loks er gagnrýnt að fjárveitingar TR hafi ekki verið nýttar í samræmi við tilgang þeirra. „Tryggingastofnun ríkisins hefur frá árinu 2017 fengið árlega 10 m.kr. fjárveitingu til að koma á fót stöðu umboðsmanns lífeyrisþega. Þau áform hafa ekki gengið eftir. Ríkisendurskoðun tekur ekki afstöðu til þess hvort koma eigi á slíkri stöðu en bendir á mikilvægi þess að fjárveitingar séu nýttar til þess sem þeim var ætlað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár