Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fékk 2.152.832 kr. í biðlaun eftir að hann gegndi sama embætti um tæplega tveggja mánaða skeið í stjórnarkreppu um mót áranna 2016 og 2017. Biðlaunin fékk hann samhliða þingfararkaupi. Þetta kemur fram í gögnum um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna sem gerð hafa verið opinber á vef Alþingis síðan.
Steingrímur var kjörinn forseti Alþingis 6. desember 2016 þegar ekki hafði tekist að mynda ríkisstjórn frá kosningum rúmum mánuði áður. Var hann starfsaldursforseti á þessum tíma og er enn, þar sem hann settist fyrst á þing árið 1983. Þótti því við hæfi að kjósa hann sem þingforseta á meðan stjórnarkreppa ríkti og hlaut hann kjör með 60 af 63 atkvæðum.
„Ég var alveg reiðubúinn að taka þetta að mér núna í ljósi aðstæðna,“ sagði Steingrímur í viðtali við Morgunblaðið sama dag, en starfsaldursforseti hefur fyrsta fund nýs þings sem forseti samkvæmt þingskaparlögum. „Ég geri fastlega ráð fyrir …
Athugasemdir