Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Steingrímur fékk 2,2 milljónir í biðlaun eftir tæpa tvo mánuði í stól forseta

Skamm­líf seta Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar í stól for­seta Al­þing­is á með­an stjórn­ar­kreppa ríkti í árs­lok 2016 skil­aði hon­um bið­laun­um í þrjá mán­uði sam­hliða þing­setu. Þorri embætt­is­tím­ans var jóla­frí.

Steingrímur fékk 2,2 milljónir í biðlaun eftir tæpa tvo mánuði í stól forseta
Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur tók við embætti forseta Alþingis tímabundið í stjórnarkreppu og aftur seinna sama ár þegar ný ríkisstjórn var mynduð. Mynd: Pressphotos

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fékk 2.152.832 kr. í biðlaun eftir að hann gegndi sama embætti um tæplega tveggja mánaða skeið í stjórnarkreppu um mót áranna 2016 og 2017. Biðlaunin fékk hann samhliða þingfararkaupi. Þetta kemur fram í gögnum um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna sem gerð hafa verið opinber á vef Alþingis síðan.

Steingrímur var kjörinn forseti Alþingis 6. desember 2016 þegar ekki hafði tekist að mynda ríkisstjórn frá kosningum rúmum mánuði áður. Var hann starfsaldursforseti á þessum tíma og er enn, þar sem hann settist fyrst á þing árið 1983. Þótti því við hæfi að kjósa hann sem þingforseta á meðan stjórnarkreppa ríkti og hlaut hann kjör með 60 af 63 atkvæðum.

„Ég var al­veg reiðubú­inn að taka þetta að mér núna í ljósi aðstæðna,“ sagði Stein­grím­ur í viðtali við Morgunblaðið sama dag, en starfsaldursforseti hefur fyrsta fund nýs þings sem forseti samkvæmt þingskaparlögum. „Ég geri fast­lega ráð fyr­ir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár