Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Leggja rannsókn fyrir börn án heimildar vísindasiðanefndar

Fyr­ir­tæk­ið Rann­sókn­ir og grein­ing legg­ur nú fyr­ir könn­un með­al 13-15 ára gam­alla barna þar sem spurt er um líð­an þeirra í COVID-19 far­aldr­in­um. For­eldri tel­ur aug­ljóst að um við­kvæm­ar heilsu­far­s­upp­lýs­ing­ar sé að ræða. Aðr­ir að­il­ar sem unn­ið hafa rann­sókn­ir á COVID-19 hafa afl­að leyf­is hjá vís­inda­siðanefnd.

Leggja rannsókn fyrir börn án heimildar vísindasiðanefndar
Ekki aflað heimildar nefndarinnar Vísindasiðanefnd var ekki upplýst um að fyrirtækið Rannsóknir og greining væru að leggja fyrir spurningakönnun um líðan ungmenna í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Mynd: Shutterstock

Fyrirtækið Rannsóknir og greining leggur þessa dagana fyrir könnun um líðan ungmenna í 8.-10. bekk grunnskóla á Íslandi. Sérstakt markmið könnunarinnar er að kanna möguleg áhrif COVID-19 á nemendur, líðan nemenda og vímuefnaneyslu. Rannsóknir og greining hafa ekki sótt um heimild frá vísindasiðanefnd til að gera könnunina ólíkt öllum öðrum aðilum sem stundað hafa rannsóknir á COVID-19. Faðir barns sem spurningakönnunin var lögð fyrir segir fráleitt að fyrirtækið hafi ekki aflað heimildar frá nefndinni.

Í tölvupósti sem foreldrar nemenda í Hagaskóla fengu sendan 6. október síðastliðinn kom fram að leggja ætti fyrir nemendur í 8.-10. bekk könnun um líðan á vegum Rannsóknar og greiningar. Í bréfi frá fyrirtækinu sem fylgdi með kom fram að „nemendur svara fjölbreyttum spurningum sem hafa það markmið að kanna sérstaklega möguleg áhrif COVID – 19 á nemendur, líðan nemenda og vímuefnaneyslu.“

Þá eru foreldrar og forráðamenn beðnir að samþykkja að börn þeirra taki þátt í könnuninni. „Berist okkur ekki athugasemd við beiðni þessari gerum við ráð fyrir að slíkt samþykki sé til staðar,“ segir enn fremur í bréfinu.

Ekki óskað eftir skriflegu samþykki

Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði skal afla samþykkis þátttakenda í vísindarannsóknum á mönnum. Í 18. grein laganna segir: „Samþykkið skal vera skriflegt og veitt af fúsum og frjálsum vilja,“ eftir að þátttakandi hafi fengið fullnægjandi upplýsingar um rannsóknina og honum gerð grein fyrir að hann geri hafnað þátttöku. Í tilfelli ólögráða ungmenna er skylt að leyta samþykkis forsjáraðila.

„Ég vil að vísindasiðanefnd verndi börnin mín fyrir svona hlutum“

Árni Kristjánsson

Árni Kristjánsson á barn í Hagaskóla. Hann telur að með fyrirlagningu könnunarinnar sé verið að þverbrjóta reglur. „Það er augljóslega verið að spyrja um heilsufarstengdar upplýsingar, það er verið að spyrja um líðan barna í COVID-ástandi.  Ef ekki heyrast mótmæli frá foreldrum þá telst það vera samþykki. Það er algjörlega þvert á lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og vísindastarf. Það er fráleitt að þessi rannsókn sé undanskilin kröfu um að afla heimildar hjá vísindasiðanefnd. Ég vil að vísindasiðanefnd verndi börnin mín fyrir svona hlutum.“

Vísindasiðanefnd ekki upplýst

Í sömu lögum og nefnd eru hér að framan er fjallað um hlutverk vísindasiðanefndar. Þar segir að nefndin hafi það hlutverk að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði í þeim tilgangi að þær samrýmist vísindalegum og sifræðilegum sjónarmíðum. „Leiki vafi á því hvort um vísindarannsókn á heilbrigðissviði er að ræða sker vísindasiðanefnd úr um það.“ Þá segir einnig að ekki sé heimilt að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nema nefndin hafi veitt leyfi.

Eiríkur Baldursson, framkvæmdastjóri vísindasiðanefndar, hafði ekki heyrt af málinu þegar Stundin hafði samband við nefndina. Hins vegar væru nefndinni vel kunnugar spurningakannanir Rannsókna og greininga. „Þetta er gömul saga. Þetta fyrirtæki er runnið undan rótum menntamálaráðuneytisins. Þegar Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála, sem var sjálfstæð ríkisstofnun, var lögð niður þá voru gögnin seld til Rannsókna og greiningar. Um það hafa fræðimenn á þessu sviði haft ýmsar skoðanir, hvort það hafi verið réttlætanlegt að gera það eða ekki. Við hjá vísindasiðanefnd byrjuðum að skoða þetta mál, sennilega árið 2010. Á endanum fengum við þann úrskurð frá menntamálaráðuneytinu að ekki væri um að ræða vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og þar af leiðandi heyrði þetta ekki undir okkur. Við höfum látið þessa ákvörðun eiga sig en það er sjálfsagt hægt að kæra hana til hærra stjórnsýslustigs, ég get ekki ímyndað mér annað.“

„Allir aðrir aðilar sem hafa sótt um COVID rannsóknir hafa fengið leyfi frá okkur“

Spurður hvort hann telji að hér sé verið að farið að fara á svig við lög, með því að spyrja börn um líðan þeirra í samhengi við COVID-19 faraldurinn, sagðist Eiríkur ekki geta svarað því að svo komnu máli. Vísindasiðanefnd hefði ekki verið kunnugt um málið til þessa. „Þetta er nýr vinkill á þessu máli sem við höfum ekki haft neinar upplýsingar um og enginn hefur borið undir okkur. Við höfum því ekkert vitað af því að það sé í gangi COVID-19 rannsókn hjá þessum aðilum. Allir aðrir aðilar sem hafa sótt um COVID rannsóknir hafa fengið leyfi frá okkur. Það eru aðilar uppi á Landspítala, það er Íslensk erfðagreining, aðilar í háskólanum og fleiri.“

Hafa heimild til að láta eyða gögnunum

Eiríkur óskaði eftir því við Stundina að hún sendi vísindasiðanefnd þau gögn sem fyrir lægju um rannsóknina, í því skyni að nefndin gæti fjalla um málið á næsta fundi sínum, 27. október. „Þá munum við óska eftir gögnum frá Rannsóknum og greiningu. Ef að svör þeirra teljast fullnægjandi þá er það þannig en teljist þau ekki fullnægjandi, ef nefndin metur það þannig að þetta teygi sig inn á heilbrigðissviðið og ekki hafi verið sótt um leyfi, þá höfum við heimild að lögum til að láta eyða öllum þessum gögnum.“

Spurður frekar hvort hann teldi líkur á að spurningar um líðan barna, sérstaklega tengdar COVID-19 faraldrinum, myndu ekki teljast til viðkvæmra heilbrigðisupplýsinga, svaraði Eiríkur því til að það væri ekki hans að segja til um það, enda ætti hann ekki sjálfur aðild að nefndinni. „Það eina sem ég get sagt er að allir aðrir sem að stunda COVID-rannsóknir, sem við vitum af, hafa sótt um leyfi til þess hjá okkur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár