Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

184. spurningaþraut: Kartöfluætur, spákona, hið ljósa man? og margt fleira

184. spurningaþraut: Kartöfluætur, spákona, hið ljósa man? og margt fleira

Spurningaþrautin í gær? Hún er hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Þessi mynd hér að ofan var tekin 1913. Baráttumaður gekk út á veðhlaupabraut til stuðnings málstað sínum en varð fyrir hesti og dó samstundis. Enn er ekki vitað hvort baráttumaðurinn hafði hugsað sér að fórna þannig lífinu, eða hvort um fífldirfsku var að ræða. En hver var málstaður baráttumannsins?

***

1.   „Hið ljósa man“ er ein af þremur bókum sem saman mynda Íslandsklukku Halldórs Laxness. Hvað heitir „hið ljósa man“? Fornafn er nóg.

2.   Hvaða þéttbýlisstaður er stærstur við Steingrímsfjörð á Ströndum?

3.   Hvað heitir spákonan í Eyjabókum Einars Kárasonar? Aftur dugir fornafn.

4.   Árið 1948 vann Ísland sinn fyrsta landsleik í fótbolta. Það var karlaliðið sem spilaði, enda var kvennalið þá ekki komið til sögunnar. En hver var andstæðingurinn sem Ísland knésetti með einu marki gegn engu?

5.   Hver orti þessa vísu? – „Þó að kali heitan hver, / hylji dali jökull ber, / steinar tali og allt hvað er, / aldrei skal ég gleyma þér.“

6.   Einhvern tíma þegar covid leyfir verður leikritið „Sjö ævintýri um skömm“ frumsýnt í Þjóðleikhúsinu en það er eftir íslenskan höfund sem áður hefur skrifað leikritin „Bláskjá“ og „Kartöfluæturnar“. Hvað heitir þessi höfundur?

7.   Amerísku sjónvarpsþættirnir Succession fjalla um fjölskyldu sem rekur stórt fjölmiðlafyrirtæki. Ættföðurinn leikur sómaleikarinn Brian Cox. En hvað er ættarnafn fjölskyldunnar sem allt snýst um?

8.   Önnur sjónvarpssería er hugarsmíð bresku leikkonunnar Phoebe Waller-Bridge, en það er fylgst á grátbroslegan hátt með sigrum og ósigrum aðalpersónunnar sem Waller-Bridge leikur sjálf. Hvað heitir sú persóna, og þáttaserían líka?

9.   Hver er næst fjölmennasta borg í Bandaríkjunum?

10.   Hvað heitir austasti höfði Íslands?

***

Seinni aukaspurning:

Lítið á myndina hér að neðan. Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Snæfríður.

2.   Hólmavík.

3.   Karólína.

4.   Finnland.

5.   Skáld-Rósa eða Vatnsenda-Rósa.

6.   Tyrfingur Tyrfingsson.

7.   Roy.

8.   Fleabag.

9.   Los Angeles.

10.   Gerpir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá banastund ensku súffragettunnar Emily Davidson árið 1913 en hún var herská kvenréttindakona og framarlega í hópi þeirra kvenna sem börðust af öllu afli fyrir því að konur fengju kosningarétt.

Ekki er nauðsynlegt að þekkja nafn hennar, aðeins að hún hafi verið að berjast fyrir kosningarétti kvenna.

Á neðri myndinni er aftur á móti „auga“ tölvunnar HAL 9000 úr hinni eftirminnilegu kvikmynd 2001: A Space Odyssey. 

Þið þurfið ekki að muna hvað tölvan var kölluð – nóg er að átta sig á að þetta sýni „tölvuna úr 2001“.

Enda liggur það náttúrlega í augum uppi.

***

Og loks, hlekkur á þraut gærdagsins, aftur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár