Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

177. spurningaþraut: Hvaða vesalings manneskju er verið að hálshöggva?

177. spurningaþraut: Hvaða vesalings manneskju er verið að hálshöggva?

Hlekkur á þrautina frá í gær, já, þetta er hann.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan er verið að afhausa konu eina árið 1587. Það gekk víst ekki sem skyldi; böðullinn þurfti þrjú högg til að losa hennar frá bolnum. Hvað hét þessi kona?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða tónlistarmaður söng lagið This Glorious Land um England?

2.   Hvaða þremenningar voru bestu vinir d'Artagnans?

3.   Hver er knattspyrnustjóri Manchester United?

4.   Hver er fjölmennasta borg í heimi – með helstu úthverfum?

5.   En hver er í öðru sæti?

6.   Hvaða íþróttagrein stundar Serbinn Novak Djokovic?

7.   Hvaða kona fékk um daginn bókmenntaverðlaun Nóbels? Eftirnafnið nægir.

8.   Hversu margar rætur hefur Askur Yggdrasils, tréð sem teygir sig um allt í norrænu goðafræðinni?

9.   Árið 1996 var Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn forseti Íslands. Hver var forseti á undan honum?

10.  „Protylopus“ hét dýr sem uppi var fyrir 40 milljónum ára og er talið hafa getið af sér þær tegundir úlfalda, bæði drómedara og kameldýr, sem nú eru uppi. En í hvaða heimsálfu bjó Protylopus þessi?

***   

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   P.J.Harvey.

2.   Skytturnar þrjár. Þeir hétu Athos, Portoz og Aramis en nóg er að vita að þeir kölluðust skytturnar úr sögu Alexandre Dumas.

3.   Solskjaer.

4.   Tókíó. Það er svolítið mismunandi hvernig talið er, en hér er farið eftir þessum lista á Wikipedia.com.

5.   Dehlí.

6.   Tennis.

7.   Glück - svo heitir hún Louise að skírnarnafni.

8.   Þrjár.

9.   Vigdís Finnbogadóttir.

10.   Norður-Ameríku.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er verið að hálshöggva Maríu Stúart Skotadrottningu.

Á neðri myndinni er kanadíska söngvaskáldið Leonard Cohen.

***

Og þetta er bara hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár