Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

177. spurningaþraut: Hvaða vesalings manneskju er verið að hálshöggva?

177. spurningaþraut: Hvaða vesalings manneskju er verið að hálshöggva?

Hlekkur á þrautina frá í gær, já, þetta er hann.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan er verið að afhausa konu eina árið 1587. Það gekk víst ekki sem skyldi; böðullinn þurfti þrjú högg til að losa hennar frá bolnum. Hvað hét þessi kona?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða tónlistarmaður söng lagið This Glorious Land um England?

2.   Hvaða þremenningar voru bestu vinir d'Artagnans?

3.   Hver er knattspyrnustjóri Manchester United?

4.   Hver er fjölmennasta borg í heimi – með helstu úthverfum?

5.   En hver er í öðru sæti?

6.   Hvaða íþróttagrein stundar Serbinn Novak Djokovic?

7.   Hvaða kona fékk um daginn bókmenntaverðlaun Nóbels? Eftirnafnið nægir.

8.   Hversu margar rætur hefur Askur Yggdrasils, tréð sem teygir sig um allt í norrænu goðafræðinni?

9.   Árið 1996 var Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn forseti Íslands. Hver var forseti á undan honum?

10.  „Protylopus“ hét dýr sem uppi var fyrir 40 milljónum ára og er talið hafa getið af sér þær tegundir úlfalda, bæði drómedara og kameldýr, sem nú eru uppi. En í hvaða heimsálfu bjó Protylopus þessi?

***   

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   P.J.Harvey.

2.   Skytturnar þrjár. Þeir hétu Athos, Portoz og Aramis en nóg er að vita að þeir kölluðust skytturnar úr sögu Alexandre Dumas.

3.   Solskjaer.

4.   Tókíó. Það er svolítið mismunandi hvernig talið er, en hér er farið eftir þessum lista á Wikipedia.com.

5.   Dehlí.

6.   Tennis.

7.   Glück - svo heitir hún Louise að skírnarnafni.

8.   Þrjár.

9.   Vigdís Finnbogadóttir.

10.   Norður-Ameríku.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er verið að hálshöggva Maríu Stúart Skotadrottningu.

Á neðri myndinni er kanadíska söngvaskáldið Leonard Cohen.

***

Og þetta er bara hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár