Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lögreglan fór gegn lögum í máli Aldísar Schram

Per­sónu­vernd hef­ur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ekki far­ið að lög­um þeg­ar Hörð­ur Jó­hann­es­son að­stoð­ar­lög­reglu­stjóri af­henti Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni per­sónu­upp­lýs­ing­ar um dótt­ur hans, Al­dísi Schram.

Lögreglan fór gegn lögum í máli Aldísar Schram
Aldís Schram og Hörður Jóhannesson Persónuvernd segir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa farið að lögum. Mynd: Heiða Helgadóttir / Pressphotos.biz

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór ekki að lögum þegar Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri afhenti Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, vottorð um afskipti lögreglunnar af dóttur hans, Aldísi Schram. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem var kveðin upp í úrskurði 27. ágúst.

Í vottorðinu sagði að lögreglan hefði nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi eða sinnt verkefnum vegna hennar. Foreldrar hennar, Jón Baldvin og Bryndís Schram, hafi hins vegar aldrei kallað til lögreglu vegna hennar. Jón Baldvin birti úrdrátt úr vottorðinu opinberlega, bæði í Silfrinu á RÚV og í Morgunblaðinu.

Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi verið ábyrgðaraðili vinnslu þessara persónuupplýsinga. Mat Persónuverndar er að vinnslan hafi farið fram án lagaheimildar. Einstaklingar megi treysta því að upplýsingu sem lögreglan skráir um verkefni sem hún sinnir vegna þeirra verði ekki miðlað til óviðkomandi aðila.

„Í bréfinu kemur einnig fram að ætla verði að viðtakendur skjalsins hafi verið foreldrar kvartanda“

Þá koma fram sjónarmið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í úrskurðinum. „Í svarbréfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur meðal annars fram að umrætt bréf og þau gögn sem útgáfa þess byggði á hafi ekki verið varðveitt í skjalavörslukerfi embættisins og að embættið hafi ekki upplýsingar um forsendur afgreiðslunnar. Því gæti embættið ekki tekið afstöðu til beiðni Persónuverndar um upplýsingar um umrædda vinnslu. Í bréfinu kemur einnig fram að ætla verði að viðtakendur skjalsins hafi verið foreldrar kvartanda.“

Var ítrekað nauðungarvistuð á geðdeild

Aldísi hefur sex sinnum verið nauðungarvistuð á geðdeild Landspítalans. Hefur hún borið föður sinn þeim sökum að hafa farið fram á vistunina í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Hann hefur hafnað því. Fjórar beiðnir um nauðungarvistun bárust frá honum á meðan hann var erlendis að störfum sem sendiherra. 

Sjö konur stigu fram undir nafni í Stundinni í fyrra og sökuðu Jón Baldvin um kynferðislega áreitni. Alls hafa 23 konur birt sögur sínar á vefsíðu og bárust frásagnir í sérstökum MeToo hópi kvennanna á Facebook. Jón Baldvin hefur ítrekað sagt að sögurnar eigi allar rætur að rekja til veikinda Aldísar dóttur sinnar, lýst því yfir að hún glími við geðhvarfasýki og sagt að ásakanir kvennanna allra séu „órar úr sjúku hugarfari“ Aldísar. Þessu hefur hann haldið fram í blaðagreinum og viðtölum allt síðan árið 2012 þegar Guðrún Harðardóttir lýsti klúrum bréfaskrifum hans til sín þegar hún var á táningsaldri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár