Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Myndhöggvarar segja úrslitin ekki geta staðið

Mynd­höggv­ara­fé­lag Reykja­vík­ur hef­ur sent Reykja­vík­ur­borg er­indi þar sem far­ið er fram á að fjall­að verði um nið­ur­stöðu í sam­keppni um út­lista­verk í Vest­ur­bæn­um. „Þetta get­ur ekki flokk­ast sem lista­verk því þetta er bara hann­að­ur hlut­ur,“ seg­ir Logi Bjarna­son formað­ur fé­lags­ins.

Myndhöggvarar segja úrslitin ekki geta staðið
Forsendur keppninnar brostnar Logi segir augljóst að forsendur samkeppninnar séu brostnar með því að ekki hafi verið farið eftir samkeppnisreglum SÍM. Mynd: Davíð Þór

„Það er ljóst að úrslitin geta ekki staðið,“ segir Logi Bjarnason, formaður Myndhöggvarafélags Reykjavíkur um niðurstöðu samkeppni Reykjavíkur um útilistaverk í Vesturbænum. Félagið hefur sent menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur ályktun þar sem farið er fram á að nefndin fjalli um málið.

Stundin greindi frá því í gær að myndhöggvarar væru öskuillir yfir úrslitunum þar eð þeir teldu að brotið hefði verið gegn samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Sigurvegararnir, höfundar verksins Sjávarmáls, væru ekki starfandi myndlistarmenn heldur arkitektarnir Baldur Helgi Snorrason og David Hugo Cabo auk rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar.

„Okkur finnst skjóta skökku við að í keppni sem er skilgreind og auglýst fyrir myndlistarmenn, með því að fara eigi eftir samkeppnisreglum SÍM, skulu vera valdir aðilar sem eru ekki myndlistarmenn. Forsendur þeirrar keppni eru auðvitað brotnar. Það er fullt af fólki sem tók þátt í keppninni vegna þess að það er litið á þessar samkeppnisreglur sem ákveðinn gæðastimpil,“ segir Logi.

Tiltekið var í samkeppnisreglunum að farið yrði eftir samkeppnisreglum SÍM en einnig var tiltekið að samkeppnin væri opin öllum. Myndhöggvarar líta svo á að með því hafi samkeppnin átt að vera opin öllum starfandi myndlistarmönnum, samanber samkeppnisreglurnar, en ekki hverjum sem væri utan úr bæ.

Hvenær verður maður myndlistarmaður?

Einhver kynni að spyrja í þessu samhengi hvað ráði því hvort fólk geti kallast myndlistarmenn eða myndhöggvarar, í ljósi þess að starfsheitin eru ekki lögvernduð. Þannig mætti velta fyrir sér hvort þeir félagar sem stóðu að vinningstillögunni væru með henni ekki orðnir myndlistarmenn? Logi segir að í því samhengi þurfi að skoða samhengi hlutanna. „Það er spurning um bæði forsögu og það sem á eftir kemur. Þetta er arkitektastofa sem hanna listaverk sem hefur af því enga forsögu og kannski enga framtíð í þeim geira. Þetta getur ekki flokkast sem listaverk því þetta er bara hannaður hlutur.“

„Mér finnst augljóst að þetta verði fellt úr gildi“

Logi segir að gagnrýni myndhöggvara snúi í sjálfu sér ekki að verkinu Sjávarmáli heldur að framkvæmd samkeppninnar. „Við höfum ekkert út á verkið sem slíkt að setja og ekki höfunda þess, heldur bara hverngi staðið var að málum. Þetta snýst fyrst og fremst um atvinnutækifæri listamanna sem hafa reynslu og þekkingu af listsköpun, sem arkitektar hafa ekki. Það er líka grundvallaratriði að þegar að opinberir aðilar tiltaka að farið sé eftir samkeppnisreglum SÍM þá jafngildi það ákveðnum gæðastimpli og það sé því miðað að því að starfandi listamenn, með reynslu og menntun, skapi þá list sem sóst er eftir. Það er grundvallaratriðið.“

Eins og greint var frá í frétt Stundarinnar taldi lögfræðingur Myndstefs, sem stjórn Myndhöggvarafélagsins leitaði til, ástæðu til að kæra niðurstöðuna til kærunefndar útboðsmála. Logi undirstrikar að Myndhöggvarafélagið myndi ekki sjálft standa að slíkri kæru enda fáheyrt að félagasamtök standi í slíkum kærumálum. Hins vegar kæmi ekki á óvart þó að einstaklingar, starfandi myndlistarmenn, myndu hugsanlega standa að slíkri kæru.

„Við erum búin að senda þetta erindi á menningarmálaráð, þeir eiga eftir að fjalla um þetta og við sjáum hvað kemur út úr því. Það er ljóst að úrslitin geta ekki staðið. Mér finnst augljóst að þetta verði fellt úr gildi.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár