Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Svandís Svavarsdóttir stígur til hliðar

Veik­indi í fjöl­skyldu heil­brigð­is­ráð­herra valda því að hún stíg­ur tíma­bund­ið til hlið­ar úr ráð­herra­stóli.

Svandís Svavarsdóttir stígur til hliðar
Víkur til hliðar Svandís mun stíga tímabundið til hliðar úr stóli heilbrigðisráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherrra mun stíga tímabundið til hliðar úr stóli heilbrigðisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag. Ástæðurnar eru veikindi í fjölskyldu Svandísar.

Mikið hefur mætt á Svandísi undanfarna mánuði í stóli heilbrigðisráðherra sem er í forsvari fyrir aðgerðir til að mæta kórónaveirufaraldrinum. Í júlí síðastliðnum greindist svo dóttir hennar, Una Torfadóttir, með heilaæxli sem reyndist vera krabbamein. Svandís greindi sjálf frá því á Facebook-síðu sinni og að framundan væri löng og ströng krabbameinsmeðferð hjá Unu.  „Mitt verk­efni verður að styðja hana í því ferli ásamt fjöl­skyldu og vin­um. Þetta er stærsta verk­efni lífs míns,“ skrifaði Svandís þá.

Svandís vék ekki til hliðar í sumar heldur sinnti áfram verkefnum sínum sem heilbrigðisráðherra.

Stundin hefur ekki upplýsingar um líðan Unu en samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa frekari veikindi komið upp í fjölskyldu Svandísar og að það hvoru tveggja valdi því að hún stígur nú tímabundið til hliðar, til 15. október. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun gegna störfum heilbrigðisráðherra í fjarveru Svandísar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár