Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

173. spurningaþraut: Maður lyftir bikar, annar hefur erkibiskups boðskap að engu en köttur fer út í geim

173. spurningaþraut: Maður lyftir bikar, annar hefur erkibiskups boðskap að engu en köttur fer út í geim

Þrautin frá í gær? Hérna!

***

Fyrri aukaspurning:

Þetta málverk eftir franska málarann David sýnir mann nokkurn í þann veginn að fá sér sopa af snotrum vínbikar sem haldið er að honum. Af einhverjum ástæðum virðast allir viðstaddir harmi lostnir, nema helst sá sem er í þann veginn að bragða á víninu. Hvaða maður er það?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða ríki í Evrópu samsvarar (svona nokkurn veginn) rómverska skattlandinu Dakíu?

2.   Aðeins einn köttur hefur farið út í geim. Kötturinn lifaði stutta geimferðina af, en dó tveim mánuðum síðar þegar vísindamenn reyndu að fjarlægja rafskaut sem höfðu verið fest við heila kattarins til að mæla áhrif geimferðarinnar á heilastarfsemina. Hvað þjóð fór svo illa með kött?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Argentínu?

4.   Á dögunum fengu þrír vísindamenn Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir brautryðjendarannsóknir sínar á ... hverju?

5.   Alfred Mosher Butts hét atvinnulaus bandarískur arkitekt sem fann upp borðspil nokkurt árið 1938, en það hefur síðan farið sigurför um heiminn. Hvaða spil var það?

6.   „Heyra má ég erkibiskups boðsskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu og eigi hygg ég, að hann vilji betur eða viti, en mínir foreldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans.“ Þetta er haft eftir íslenskum höfðingja á 12. öld. Hvað hét hann?

7.   NaCl.  Þetta er efnafræðiformúla yfir algengt efni sem víðast um veröldina er oftar en ekki á borðum fólks. Hvaða efni er það?

8.   Í hvaða sjónvarpsseríu undir aldamótin 2000 sló leikkonan Gillian Anderson í gegn?

9.   Hvaða leikkona vann á dögunum Eddu-verðlaun fyrir bestan leik kvenna í aðalhlutverki í sjónvarps- eða kvikmynd?

10.   Hvað heitir Amma Önd í Andrésblöðunum að fornafni?

***

Og seinni aukaspurning:

Fáninn hér að neðan á sér nokkuð óvenjulega sögu. Hann var einu sinni þjóðfáni í einu ríki en er nú þjóðfáni annars ríkis. Hvaða ríkis?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Rúmenía.

2.   Frakkar.

Geimkötturinn Félicette

3.   Buenos Aires.

4.   Svartholum í geimnum.

5.   Skrafl.

6.   Jón Loftsson.

7.   Borðsalt.

8.   X-Files.

9.   Katla Margrét Þorgeirsdóttir.

10.   Andrea.

***

Svör við aukaspurningum:

Á málverki Davids má sjá gríska heimspekinginn Sókrates í þann mund að hann þiggur eitarbikar sem hann var dæmdur til að drekka af. Hann hafði verið dæmdur til lífsláts fyrir að spilla æskulýðnum.

Á neðri myndinni má sjá fána Taívans sem var fáni Kína áður en kommúnistar náðu þar völdum árið 1948.

***

Og aftur er spurt: Hvar er þrautin frá í gær? Jú, hún leynist hér!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár