Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

169. spurningaþraut: Íslensk sakamál, Eurovision, fótbolti, Hæstiréttur og prinsessa

169. spurningaþraut: Íslensk sakamál, Eurovision, fótbolti, Hæstiréttur og prinsessa

Hér er hlekkur sem vísar ykkur á þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Útlínur hvaða lands sjáum við á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver var umsjónarmaður og eftirminnilegur þulur sjónvarpsþáttanna Sönn íslensk sakamál?

2.   Hver var markakóngur heimsmeistaramóts karla í fótbolta árið 2018?

3.   Hver tróð upp í Eurovision fyrir Ísland árið 2017 með lagið Paper?

4.   Hver hefur skrifað ævisögur Megasar, Matthíasar Jochumssonar og Skúla Magnússonar?

5.   Aðeins ein kona situr nú í Hæstarétti Íslands. Hvað heitir hún?

6.   Í hvaða landi er borgin Þessalóníka?

7.   Hver lék Stellu í kvikmyndunum um Stellu í orlofi og Stellu í framboði?

8.   Hver setti fram afstæðiskenninguna í eðlisfræði?

9.   Árið 1913 kom upp frægt morðmál á Íslandi þegar kona ein eitraði fyrir bróður sínum. Í hvað setti hún eitrið sem varð honum að bana?

10.   Í geysivinsælli kvikmynd frá árinu 2013 segir frá prinsessu einni sem leggur af stað í hættulegan leiðangur til að endurheimta systur sína, drottninguna, sem farin er í felur. Með prinsessunni í leiðangurinn fara nokkrir tryggir vinir, eins og títt er í myndum af þessu tagi. Hvað heitir þessi mynd?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þessi unga stúlka?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sigursteinn Másson.

2.   Harry Kane.

3.   Svala Björgvins.

4.   Þórunn Jarla Valdimarsdóttir.

5.   Ingveldur Einarsdóttir.

6.   Grikklandi.

7.   Edda Björgvinsdóttir.

8.   Einstein.

9.   Skyr.

10.   Frozen.

***

Svör við aukaspurningum:

Landið á þeirri fyrri er Brasilía.

Hér má sjá útlínur allrar Suður-Ameríku.

Stúlkan á neðri myndinni heitir aftur á móti Svetlana og var dóttir Jósefs Stalíns einræðisherra Sovétríkjanna.

Hér að neðan má einmitt sjá hana með  föður sínum.

Ég treysti á að þið hafið þekkt hann af eyranu á efra skjáskotinu.

***

Og þá er hér að síðustu hlekkur á þrautina sem birtist í gærmorgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár