Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

169. spurningaþraut: Íslensk sakamál, Eurovision, fótbolti, Hæstiréttur og prinsessa

169. spurningaþraut: Íslensk sakamál, Eurovision, fótbolti, Hæstiréttur og prinsessa

Hér er hlekkur sem vísar ykkur á þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Útlínur hvaða lands sjáum við á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver var umsjónarmaður og eftirminnilegur þulur sjónvarpsþáttanna Sönn íslensk sakamál?

2.   Hver var markakóngur heimsmeistaramóts karla í fótbolta árið 2018?

3.   Hver tróð upp í Eurovision fyrir Ísland árið 2017 með lagið Paper?

4.   Hver hefur skrifað ævisögur Megasar, Matthíasar Jochumssonar og Skúla Magnússonar?

5.   Aðeins ein kona situr nú í Hæstarétti Íslands. Hvað heitir hún?

6.   Í hvaða landi er borgin Þessalóníka?

7.   Hver lék Stellu í kvikmyndunum um Stellu í orlofi og Stellu í framboði?

8.   Hver setti fram afstæðiskenninguna í eðlisfræði?

9.   Árið 1913 kom upp frægt morðmál á Íslandi þegar kona ein eitraði fyrir bróður sínum. Í hvað setti hún eitrið sem varð honum að bana?

10.   Í geysivinsælli kvikmynd frá árinu 2013 segir frá prinsessu einni sem leggur af stað í hættulegan leiðangur til að endurheimta systur sína, drottninguna, sem farin er í felur. Með prinsessunni í leiðangurinn fara nokkrir tryggir vinir, eins og títt er í myndum af þessu tagi. Hvað heitir þessi mynd?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þessi unga stúlka?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sigursteinn Másson.

2.   Harry Kane.

3.   Svala Björgvins.

4.   Þórunn Jarla Valdimarsdóttir.

5.   Ingveldur Einarsdóttir.

6.   Grikklandi.

7.   Edda Björgvinsdóttir.

8.   Einstein.

9.   Skyr.

10.   Frozen.

***

Svör við aukaspurningum:

Landið á þeirri fyrri er Brasilía.

Hér má sjá útlínur allrar Suður-Ameríku.

Stúlkan á neðri myndinni heitir aftur á móti Svetlana og var dóttir Jósefs Stalíns einræðisherra Sovétríkjanna.

Hér að neðan má einmitt sjá hana með  föður sínum.

Ég treysti á að þið hafið þekkt hann af eyranu á efra skjáskotinu.

***

Og þá er hér að síðustu hlekkur á þrautina sem birtist í gærmorgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár