Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

164. spurningaþraut: Ljón í Asíu, maðurinn skotinn í Prag, hve þung eru egg?

164. spurningaþraut: Ljón í Asíu, maðurinn skotinn í Prag, hve þung eru egg?

Allt í lagi, eruði búin með þrautina frá í gær? Hér er hún!

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá „lógó“ samtaka, sem líklega eru ekki við lýði lengur. Hvað hétu þau? Auk hins opinbera nafns, sem samtökin kölluðu sig sjálf, dugar líka eins konar „gælunafn“ sem var oft notað um þau í fjölmiðlum.

***

1.   Hvað heitir sú persóna fullu nafni sem Ólafur Darri Ólafsson leikur í sjónvarpsseríunum Ófærð?

2.   Hvað heitir sá ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem tilkynnt var að hefði smitast af kórónaveirunni rétt á UNDAN honum og konu hans, og gæti því hafa smitað þau hjónin?

3.   Maður nokkur var skotinn til bana í bíl sínum þann 4. júní 1942 í Prag í Tékklandi. Hvað hét hann?

4.   Hversu þungt er hænuegg að meðaltali? Skekkjumörk koma í ljós í svarinu.

5.   Hvað heitir forsætisráðherra Noregs?

6.   Hvar í Asíu lifa ljón ennþá villt?

7.   „Einhver hlýtur að hafa verið að ljúga einhverju upp á Jósef K., því einn morguninn var hann handtekinn án þess að hafa gert nokkuð af sér.“ Þannig hefst skáldsaga um martraðarkennd réttarhöld. Hver skrifaði söguna?

8.   Á fjórða áratugnum hófu Þjóðverjar að framleiða Volkswagen, bíl sem átti að vera svo ódýr að allir hefðu efni á honum. Hver átti mestan þátt í að teikna og hanna þennan bíl?

9.   Hvað heitir höfuðborgin í Japan?

10.   Við hvaða reikistjörnu er tunglið Ganymedes?

***

Og síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Andri Ólafsson.

2.   Hope Hicks.

3.   Reinhard Heydrich.

4.   50-70 grömm.

5.   Erna Solberg.

6.   Á Indlandi.

7.   Franz Kafka.

8.   Porsche. Hitler setti nokkur skilyrði en hann teiknaði eða hannaði ekkert.

9.   Tókíó.

10.   Júpíter.

***

Svör við aukaspurningum:

Lógóið er merki þýsku hryðjuverkasamtakanna Rote Armee Fraktion (Rauða herdeildin), sem oft voru kölluð Baader-Meinhof samtökin.

Konan er söngstjarnan Miley Cyrus.

***

Og þá er ekkert eftir nema birta aftur hlekk á þrautina frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár