Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

164. spurningaþraut: Ljón í Asíu, maðurinn skotinn í Prag, hve þung eru egg?

164. spurningaþraut: Ljón í Asíu, maðurinn skotinn í Prag, hve þung eru egg?

Allt í lagi, eruði búin með þrautina frá í gær? Hér er hún!

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá „lógó“ samtaka, sem líklega eru ekki við lýði lengur. Hvað hétu þau? Auk hins opinbera nafns, sem samtökin kölluðu sig sjálf, dugar líka eins konar „gælunafn“ sem var oft notað um þau í fjölmiðlum.

***

1.   Hvað heitir sú persóna fullu nafni sem Ólafur Darri Ólafsson leikur í sjónvarpsseríunum Ófærð?

2.   Hvað heitir sá ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem tilkynnt var að hefði smitast af kórónaveirunni rétt á UNDAN honum og konu hans, og gæti því hafa smitað þau hjónin?

3.   Maður nokkur var skotinn til bana í bíl sínum þann 4. júní 1942 í Prag í Tékklandi. Hvað hét hann?

4.   Hversu þungt er hænuegg að meðaltali? Skekkjumörk koma í ljós í svarinu.

5.   Hvað heitir forsætisráðherra Noregs?

6.   Hvar í Asíu lifa ljón ennþá villt?

7.   „Einhver hlýtur að hafa verið að ljúga einhverju upp á Jósef K., því einn morguninn var hann handtekinn án þess að hafa gert nokkuð af sér.“ Þannig hefst skáldsaga um martraðarkennd réttarhöld. Hver skrifaði söguna?

8.   Á fjórða áratugnum hófu Þjóðverjar að framleiða Volkswagen, bíl sem átti að vera svo ódýr að allir hefðu efni á honum. Hver átti mestan þátt í að teikna og hanna þennan bíl?

9.   Hvað heitir höfuðborgin í Japan?

10.   Við hvaða reikistjörnu er tunglið Ganymedes?

***

Og síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Andri Ólafsson.

2.   Hope Hicks.

3.   Reinhard Heydrich.

4.   50-70 grömm.

5.   Erna Solberg.

6.   Á Indlandi.

7.   Franz Kafka.

8.   Porsche. Hitler setti nokkur skilyrði en hann teiknaði eða hannaði ekkert.

9.   Tókíó.

10.   Júpíter.

***

Svör við aukaspurningum:

Lógóið er merki þýsku hryðjuverkasamtakanna Rote Armee Fraktion (Rauða herdeildin), sem oft voru kölluð Baader-Meinhof samtökin.

Konan er söngstjarnan Miley Cyrus.

***

Og þá er ekkert eftir nema birta aftur hlekk á þrautina frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár