Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

163. spurningaþraut: Elsti bjórinn, algert frost og Skítamórall

163. spurningaþraut: Elsti bjórinn, algert frost og Skítamórall

Ókei, fyrst er það hlekkur á þrautina frá í gær. Hér er hann.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ár var sú ljósmynd tekin, sem skjáskot birtist af hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver teiknaði Þjóðleikhúsið?

2.   Elstu merki um bjórbruggun, sem fundist hafa, benda til þess að Natúfíumenn í hinu núverandi Ísrael, hafi orðið fyrstir til að kneifa ölið. Hversu gamlar eru elstu leifarnar sem fundist hafa? Hér má muna þúsund árum til eða frá.

3.   Nokkurn veginn hversu mörg fet eru í einum metra?

4.   Á hvaða fjalli strandaði örkin hans Nóa þegar sjatna tók í Nóaflóðinu?

5.   Hvað heitir byggingin sem hýsir bandaríska varnarmálaráðuneytið?

6.   Úr hvaða plöntuhluta er kanill unninn?

7.   Eftir hvern er ljóðabókin Ljóð vega menn?

8.   Hvað kallast þeir hitakvarðar þar sem 0 er jafngilt -273 á Celcíus, sem oft er sagt er að sé hinn „algjöri kuldi“?

9.   Hvað heitir höfuðborg Hollands?

10.   Hvað var langvinsælasta lagið á plötunni Nákvæmlega með Skítamóral frá árinu 1998?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða hvalir eru þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Guðjón Samúelsson.

2.   Fyrir 13.000 árum, svo rétt má vera allt frá 12.000 árum til 14.000.

3.   Þrjú.

4.   Ararat.

5.   Pentagon.

6.   Trjáberki.

7.   Sigurð Pálsson.

8.   Kelvin og Rankine. Rétt er að taka fram að þegar spurningin var búin til hafði ég eki hugmynd um Rankine-kvarða og spurði því aðeins um einn hitakvarða, en þeir eru sem sé tveir.

9.   Amsterdam. Ýmsar stjórnarstofnanir eru að sönnu í Haag en það stendur í sjálfri stjórnarskrá Hollendinga að Amsterdam sé höfuðborgin.

10.   Farin.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrri myndin sýnir Diego Maradona fagna heimsmeistaratitli sínum (og Argentínu) árið 1986.

Á neðri myndinni eru náhvalir.

***

Og loks þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu