Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

162. spurningaþraut: Jesus Christ Superstar, Laddi, Stalingrad og mannfall í leikriti

162. spurningaþraut: Jesus Christ Superstar, Laddi, Stalingrad og mannfall í leikriti

Hlekkur á þraut gærdagsins!

***

Fyrri aukaspurning vísar til myndarinnar hér að ofan:

Hvaða reikistjörnu má sjá þar?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir spurningakeppni framhaldsskólanna sem Ríkisútvarpsins hefur sýnt í rúm 30 ár?

2.   Hvaða vinsæla sjónvarpsþáttaröð sagði frá spennandi ævintýrum sem starfsfólkið á auglýsingastofunni Sterling Cooper á Madison Avenue á Manhattan lenti í?

3.   Hvað nefnist rafvirkinn sem Laddi hefur oft leikið í gegnum tíðina?

4.   Árið 2015 var söngleikurinn Jesus Christ Superstar færður upp í Hörpu og á Akureyri við heilmiklar vinsældir. Hver söng þar hlutverk Maríu Magdalenu?

5.   Jökla er fljót nefnt, einnig Jökulsá á Brú og loks Jökulsá á Dal. Út í hvaða fjörð, flóa, vík eða vog fellur þessi margnefnda á?

6.   Hvað heitir höfuðborg Mexíkó?

7.   Kona ein var afkastamikill hugsuður og rithöfundur. Hún skrifaði fjölda bóka og snerust þær flestar um stöðu konunnar frá ýmsum hliðum. Kunnasta bók hennar hefur víst aldrei komið út á íslensku en gæti heitið á íslensku „Hitt kynið“ eða „Annað kynið“. Hvað hét konan?

8.   Í hvaða evrópsku stórborg er neðanjarðarbrautarstöð sem heitir Stalingrad?

9.   Í leikriti einu víðfrægu gengur mikið á og allar aðalpersónurnar eru dauðar í lokin eftir mikil átök. Þá birtist skyndilega norskur prins sem tekur að sér að koma á röð og reglu, og þar með lýkur leiknum. Hvaða leikrit er þetta?

10.   Q-?-E-R-T-Y-U-I-O-P-Ð.  Hvaða bókstafur á að koma í staðinn fyrir spurningamerkið?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Gettu betur.

2.   Mad Men.

3.   Skúli.

4.   Ragnheiður Gröndal.

5.   Héraðsflóa.

6.   Mexíkó.

7.   Simone de Beauvoir.

8.   París.

9.   Hamlet.

10.   W. Þetta er næstefsta röðin á algengasta lyklaborði.

***

Fyrri aukaspurning:

Svarið er Neptúnus.

Seinni aukaspurning:

Svarið er Adolf Hitler.

***

Og loks aftur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár