Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

162. spurningaþraut: Jesus Christ Superstar, Laddi, Stalingrad og mannfall í leikriti

162. spurningaþraut: Jesus Christ Superstar, Laddi, Stalingrad og mannfall í leikriti

Hlekkur á þraut gærdagsins!

***

Fyrri aukaspurning vísar til myndarinnar hér að ofan:

Hvaða reikistjörnu má sjá þar?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir spurningakeppni framhaldsskólanna sem Ríkisútvarpsins hefur sýnt í rúm 30 ár?

2.   Hvaða vinsæla sjónvarpsþáttaröð sagði frá spennandi ævintýrum sem starfsfólkið á auglýsingastofunni Sterling Cooper á Madison Avenue á Manhattan lenti í?

3.   Hvað nefnist rafvirkinn sem Laddi hefur oft leikið í gegnum tíðina?

4.   Árið 2015 var söngleikurinn Jesus Christ Superstar færður upp í Hörpu og á Akureyri við heilmiklar vinsældir. Hver söng þar hlutverk Maríu Magdalenu?

5.   Jökla er fljót nefnt, einnig Jökulsá á Brú og loks Jökulsá á Dal. Út í hvaða fjörð, flóa, vík eða vog fellur þessi margnefnda á?

6.   Hvað heitir höfuðborg Mexíkó?

7.   Kona ein var afkastamikill hugsuður og rithöfundur. Hún skrifaði fjölda bóka og snerust þær flestar um stöðu konunnar frá ýmsum hliðum. Kunnasta bók hennar hefur víst aldrei komið út á íslensku en gæti heitið á íslensku „Hitt kynið“ eða „Annað kynið“. Hvað hét konan?

8.   Í hvaða evrópsku stórborg er neðanjarðarbrautarstöð sem heitir Stalingrad?

9.   Í leikriti einu víðfrægu gengur mikið á og allar aðalpersónurnar eru dauðar í lokin eftir mikil átök. Þá birtist skyndilega norskur prins sem tekur að sér að koma á röð og reglu, og þar með lýkur leiknum. Hvaða leikrit er þetta?

10.   Q-?-E-R-T-Y-U-I-O-P-Ð.  Hvaða bókstafur á að koma í staðinn fyrir spurningamerkið?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Gettu betur.

2.   Mad Men.

3.   Skúli.

4.   Ragnheiður Gröndal.

5.   Héraðsflóa.

6.   Mexíkó.

7.   Simone de Beauvoir.

8.   París.

9.   Hamlet.

10.   W. Þetta er næstefsta röðin á algengasta lyklaborði.

***

Fyrri aukaspurning:

Svarið er Neptúnus.

Seinni aukaspurning:

Svarið er Adolf Hitler.

***

Og loks aftur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu