Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

162. spurningaþraut: Jesus Christ Superstar, Laddi, Stalingrad og mannfall í leikriti

162. spurningaþraut: Jesus Christ Superstar, Laddi, Stalingrad og mannfall í leikriti

Hlekkur á þraut gærdagsins!

***

Fyrri aukaspurning vísar til myndarinnar hér að ofan:

Hvaða reikistjörnu má sjá þar?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir spurningakeppni framhaldsskólanna sem Ríkisútvarpsins hefur sýnt í rúm 30 ár?

2.   Hvaða vinsæla sjónvarpsþáttaröð sagði frá spennandi ævintýrum sem starfsfólkið á auglýsingastofunni Sterling Cooper á Madison Avenue á Manhattan lenti í?

3.   Hvað nefnist rafvirkinn sem Laddi hefur oft leikið í gegnum tíðina?

4.   Árið 2015 var söngleikurinn Jesus Christ Superstar færður upp í Hörpu og á Akureyri við heilmiklar vinsældir. Hver söng þar hlutverk Maríu Magdalenu?

5.   Jökla er fljót nefnt, einnig Jökulsá á Brú og loks Jökulsá á Dal. Út í hvaða fjörð, flóa, vík eða vog fellur þessi margnefnda á?

6.   Hvað heitir höfuðborg Mexíkó?

7.   Kona ein var afkastamikill hugsuður og rithöfundur. Hún skrifaði fjölda bóka og snerust þær flestar um stöðu konunnar frá ýmsum hliðum. Kunnasta bók hennar hefur víst aldrei komið út á íslensku en gæti heitið á íslensku „Hitt kynið“ eða „Annað kynið“. Hvað hét konan?

8.   Í hvaða evrópsku stórborg er neðanjarðarbrautarstöð sem heitir Stalingrad?

9.   Í leikriti einu víðfrægu gengur mikið á og allar aðalpersónurnar eru dauðar í lokin eftir mikil átök. Þá birtist skyndilega norskur prins sem tekur að sér að koma á röð og reglu, og þar með lýkur leiknum. Hvaða leikrit er þetta?

10.   Q-?-E-R-T-Y-U-I-O-P-Ð.  Hvaða bókstafur á að koma í staðinn fyrir spurningamerkið?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Gettu betur.

2.   Mad Men.

3.   Skúli.

4.   Ragnheiður Gröndal.

5.   Héraðsflóa.

6.   Mexíkó.

7.   Simone de Beauvoir.

8.   París.

9.   Hamlet.

10.   W. Þetta er næstefsta röðin á algengasta lyklaborði.

***

Fyrri aukaspurning:

Svarið er Neptúnus.

Seinni aukaspurning:

Svarið er Adolf Hitler.

***

Og loks aftur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár