Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Varar við verðtryggðum húsnæðislánum

Ólaf­ur Mar­geirs­son hag­fræð­ing­ur var­ar við verð­trygg­ing­unni og áhrif­um henn­ar á fjár­hags­legt heil­brigði. „Reyn­ið sem allra allra mest að taka óverð­tryggð lán,“ seg­ir hann.

Varar við verðtryggðum húsnæðislánum
Reykjavík Mynd: Shutterstock

Ólafur Margeirsson hagfræðingur varar eindregið við verðtryggðum húsnæðislánum. Samkvæmt útreikningum hans eru verðtryggðu lánin óhagstæðari. Um 67% allra húsnæðislána eru verðtryggð, þótt mikil tilfærsla hafi verið yfir í óverðtryggð lán undanfarið.

Ólafur hefur afgerandi ráðeggingar að færa lántakendum. „Fyrir ykkar eigin fjárhagslega heilbrigði: reynið sem allra allra mest að taka óverðtryggð lán frekar en verðtryggð,“ segir hann á Facebook-síðu sinni.

Hærri vextir verðtryggðra lána

Samkvæmt greiningu Ólafs hafa raunvextir óverðtryggðra fasteignalána bankanna verið 4,4% frá aldamótum, en raunvextir verðtryggðra lána verið 4,6%. Þetta segir þó ekki alla söguna því niðurstaðan er mjög mismunandi eftir tímabilum. Þannig voru raunvextir óverðtryggðra lána 10,4% árið 2007, en verðtryggðra lána 5,2% sama ár. Á móti voru óverðtryggðu lánin með raunvexti á bilinu 0,7% til 2,2% árin 2009 til 2012, sömu ár og verðtryggðu lánin voru með 3,8% til 5,6% raunvexti.

„Sé reiknað aftur til ársins 2001 hafa raunvextir óverðtryggðra lána að jafnaði verið lægri en raunvextir verðtryggðra lána, sama hvað allar hagfræðikenningar segja um að því eigi að vera öfugt farið. Þá er kostnaður af slíkum lánum vitanlega fyrirsjáanlegri þar sem fylgni kostnaðar af óverðtryggðum lánum er óháðari verðbólgu en kostnaður verðtryggðra lána,“ segir Ólafur. 

Hann bendir á að greiðslubyrðin af verðtryggðum lánum sé lægri en kostnaðurinn af þeim í upphafi lánstímans. „Skiljanlega vill fólk taka slík lán og reynir að gera það.“

Munur á lánumÓverðtryggð lán voru mun óhagstæðari þegar vextir hækkuðu verulega árin fyrir efnahagshrunið.

Vaxandi verðbólga

Undanfarin misseri hafa flestir lántakendur tekið óverðtryggð lán og stór hluti af því er endurfjármögnun úr verðtryggðum lánum. Árið 2010 voru aðeins 10% húsnæðislána bankanna óverðtryggð, en nú eru þau ríflega þriðjungur lána.

Verðbólga hefur farið vaxandi á árinu vegna gengisfalls krónunnar við óvissu og brotthvarf ferðamanna í Covid-faraldrinum. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en ársverðbólga mælist nú 3,5%. Hún var aðeins 1,7% í janúar. Þetta þýðir að 40 milljón króna verðtryggt fasteignalán hefur hækkað um 1,4 milljónir króna á einu ári, en greiðslubyrðin af óverðtryggðu láni er hærri sem nemur um 240 þúsund krónum á ári. Spáð er enn aukinni verðbólgu út árið. Greining Landsbankans gerir ráð fyrir að hún verði komin upp í 3,9% í desember.

Helsta áhættan fyrir þá sem taka óverðtryggð húsnæðislán er að Seðlabankinn og bankarnir hækki vexti og þá hækki greiðslubyrði meira en af verðtryggðum lánum, en meginvextir Seðlabankans eru nú í sögulegu lágmarki, aðeins 1%.

Ósammála því að ungt fólk eigi að taka verðtryggt

Ólafur MargeirssonDoktor í hagfræði segir varað erlendis við lánum eins og verðtryggðu fasteignalánunum.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri viðraði þau sjónarmið á fundi um fjármálastöðugleika á dögunum að ungt fólk ætti að frekar að taka verðtryggð lán, en eldra fólk. „Verðtrygging og breytilegir vextir eru í raun spegilmynd af hvoru öðru að einhverju leyti. Og það má alveg halda því fram að hvernig lánaform fólk er með ætti að ráðast af aldri og stöðu á vinnumarkaði. Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili,“ sagði hann.

Ólafur segist í samtali við Stundina hins vegar vara við verðtryggðu lánunum almennt. „Já, langflestir lántakar ættu að forðast verðtryggð lán, óháð aldri. Verðtryggð lán eru dæmi um lán með neikvæðri afborgun, á ensku negative amortization, og það er margoft búið að vara við slíkum lánum utan Íslands, bæði fyrir lántakann sjálfan, á grundvelli neytendaverndar, og út frá sjónarmiðinum um að viðhalda fjármálalegum stöðugleika. Lán með neikvæðri afborgun, til dæmis verðtryggð lán, eru í raun aðeins fyrir mjög agaða fjárfesta sem eru fjárhagslega vel að sér og með óreglulegar tekjur.“

Ólafur segir að búast megi við því að óverðtryggð lán verði áfram álitlegur kostur. 

„Vextir óverðtryggðra lána ættu því að vera frekar stöðugir næstu misserin“

„Miðað við árferði sem má búast við: Vextir á óverðtryggðum lánum sveiflast í takt við stýrivexti Seðlabankans en ekki í takt við verðbólgu. Þannig er fylgni heildarkostnaðar verðtryggðra lána, það er summa vaxta og verðbóta, og verðbólgu nær algjör meðan fylgnin er veikari milli heildarkostnaðar óverðtryggðra lána og verðbólgu, einfaldlega vegna þess að vaxtakostnaður óverðtryggðra lána fylgir fyrst og fremst stýrivöxtum Seðlabankans og stýrivextir Seðlabankans stjórnast helst af verðbólguvæntingum og gengi hagkerfisins en ekki núverandi verðbólgu. Seðlabankinn benti á í nýjustu Peningamálum að sumir markaðsaðilar búist ekki við stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum fyrr en á síðari hluta ársins 2022 vegna slakans í hagkerfinu, jafnvel þótt verðbólga gæti látið á sér kræla til skamms tíma vegna gengisveikingar krónunnar. Vextir óverðtryggðra lána ættu því að vera frekar stöðugir næstu misserin gangi þær væntingar eftir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár