Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Varar við verðtryggðum húsnæðislánum

Ólaf­ur Mar­geirs­son hag­fræð­ing­ur var­ar við verð­trygg­ing­unni og áhrif­um henn­ar á fjár­hags­legt heil­brigði. „Reyn­ið sem allra allra mest að taka óverð­tryggð lán,“ seg­ir hann.

Varar við verðtryggðum húsnæðislánum
Reykjavík Mynd: Shutterstock

Ólafur Margeirsson hagfræðingur varar eindregið við verðtryggðum húsnæðislánum. Samkvæmt útreikningum hans eru verðtryggðu lánin óhagstæðari. Um 67% allra húsnæðislána eru verðtryggð, þótt mikil tilfærsla hafi verið yfir í óverðtryggð lán undanfarið.

Ólafur hefur afgerandi ráðeggingar að færa lántakendum. „Fyrir ykkar eigin fjárhagslega heilbrigði: reynið sem allra allra mest að taka óverðtryggð lán frekar en verðtryggð,“ segir hann á Facebook-síðu sinni.

Hærri vextir verðtryggðra lána

Samkvæmt greiningu Ólafs hafa raunvextir óverðtryggðra fasteignalána bankanna verið 4,4% frá aldamótum, en raunvextir verðtryggðra lána verið 4,6%. Þetta segir þó ekki alla söguna því niðurstaðan er mjög mismunandi eftir tímabilum. Þannig voru raunvextir óverðtryggðra lána 10,4% árið 2007, en verðtryggðra lána 5,2% sama ár. Á móti voru óverðtryggðu lánin með raunvexti á bilinu 0,7% til 2,2% árin 2009 til 2012, sömu ár og verðtryggðu lánin voru með 3,8% til 5,6% raunvexti.

„Sé reiknað aftur til ársins 2001 hafa raunvextir óverðtryggðra lána að jafnaði verið lægri en raunvextir verðtryggðra lána, sama hvað allar hagfræðikenningar segja um að því eigi að vera öfugt farið. Þá er kostnaður af slíkum lánum vitanlega fyrirsjáanlegri þar sem fylgni kostnaðar af óverðtryggðum lánum er óháðari verðbólgu en kostnaður verðtryggðra lána,“ segir Ólafur. 

Hann bendir á að greiðslubyrðin af verðtryggðum lánum sé lægri en kostnaðurinn af þeim í upphafi lánstímans. „Skiljanlega vill fólk taka slík lán og reynir að gera það.“

Munur á lánumÓverðtryggð lán voru mun óhagstæðari þegar vextir hækkuðu verulega árin fyrir efnahagshrunið.

Vaxandi verðbólga

Undanfarin misseri hafa flestir lántakendur tekið óverðtryggð lán og stór hluti af því er endurfjármögnun úr verðtryggðum lánum. Árið 2010 voru aðeins 10% húsnæðislána bankanna óverðtryggð, en nú eru þau ríflega þriðjungur lána.

Verðbólga hefur farið vaxandi á árinu vegna gengisfalls krónunnar við óvissu og brotthvarf ferðamanna í Covid-faraldrinum. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en ársverðbólga mælist nú 3,5%. Hún var aðeins 1,7% í janúar. Þetta þýðir að 40 milljón króna verðtryggt fasteignalán hefur hækkað um 1,4 milljónir króna á einu ári, en greiðslubyrðin af óverðtryggðu láni er hærri sem nemur um 240 þúsund krónum á ári. Spáð er enn aukinni verðbólgu út árið. Greining Landsbankans gerir ráð fyrir að hún verði komin upp í 3,9% í desember.

Helsta áhættan fyrir þá sem taka óverðtryggð húsnæðislán er að Seðlabankinn og bankarnir hækki vexti og þá hækki greiðslubyrði meira en af verðtryggðum lánum, en meginvextir Seðlabankans eru nú í sögulegu lágmarki, aðeins 1%.

Ósammála því að ungt fólk eigi að taka verðtryggt

Ólafur MargeirssonDoktor í hagfræði segir varað erlendis við lánum eins og verðtryggðu fasteignalánunum.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri viðraði þau sjónarmið á fundi um fjármálastöðugleika á dögunum að ungt fólk ætti að frekar að taka verðtryggð lán, en eldra fólk. „Verðtrygging og breytilegir vextir eru í raun spegilmynd af hvoru öðru að einhverju leyti. Og það má alveg halda því fram að hvernig lánaform fólk er með ætti að ráðast af aldri og stöðu á vinnumarkaði. Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili,“ sagði hann.

Ólafur segist í samtali við Stundina hins vegar vara við verðtryggðu lánunum almennt. „Já, langflestir lántakar ættu að forðast verðtryggð lán, óháð aldri. Verðtryggð lán eru dæmi um lán með neikvæðri afborgun, á ensku negative amortization, og það er margoft búið að vara við slíkum lánum utan Íslands, bæði fyrir lántakann sjálfan, á grundvelli neytendaverndar, og út frá sjónarmiðinum um að viðhalda fjármálalegum stöðugleika. Lán með neikvæðri afborgun, til dæmis verðtryggð lán, eru í raun aðeins fyrir mjög agaða fjárfesta sem eru fjárhagslega vel að sér og með óreglulegar tekjur.“

Ólafur segir að búast megi við því að óverðtryggð lán verði áfram álitlegur kostur. 

„Vextir óverðtryggðra lána ættu því að vera frekar stöðugir næstu misserin“

„Miðað við árferði sem má búast við: Vextir á óverðtryggðum lánum sveiflast í takt við stýrivexti Seðlabankans en ekki í takt við verðbólgu. Þannig er fylgni heildarkostnaðar verðtryggðra lána, það er summa vaxta og verðbóta, og verðbólgu nær algjör meðan fylgnin er veikari milli heildarkostnaðar óverðtryggðra lána og verðbólgu, einfaldlega vegna þess að vaxtakostnaður óverðtryggðra lána fylgir fyrst og fremst stýrivöxtum Seðlabankans og stýrivextir Seðlabankans stjórnast helst af verðbólguvæntingum og gengi hagkerfisins en ekki núverandi verðbólgu. Seðlabankinn benti á í nýjustu Peningamálum að sumir markaðsaðilar búist ekki við stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum fyrr en á síðari hluta ársins 2022 vegna slakans í hagkerfinu, jafnvel þótt verðbólga gæti látið á sér kræla til skamms tíma vegna gengisveikingar krónunnar. Vextir óverðtryggðra lána ættu því að vera frekar stöðugir næstu misserin gangi þær væntingar eftir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár