„Mitt mat á þessum lista er að annaðhvort er hann gerður að undirlagi kínverska ríkisins, sem er mögulegt, eða þá að frumkvæðið að listanum er komið frá fyrirtækinu sem gerir listann með það að markmiði að selja aðgang að listanum. Það er svona sem hlutirnir virka í Kína núna,“ segir Torbjörn Lodén, einn af þekktari sérfræðingum Svía í málefnum Kína og prófessor emeritus við Stokkhólmsháskóla, aðspurður um listann með nöfnum einstaklinga, áhrifafólks í stjórnmálum, stjórnkerfinu og viðskiptalífinu, sem lekið hefur út til nokkurra fjölmiðla.
Stundin birti listann með helstu nöfnunum sem þar koma fram í frétt á mánudaginn var og vakti hann nokkrar umræður í samfélaginu.
Um 400 Íslendingar eru á upplýsingalistanum, sem settur var saman af kínverska fyrirtækinu Zhenhua Data Information Technology. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins eru sérstaklega áberandi á listanum.
Bandarískur fræðimaður, Christopher Balding, komst yfir listann með alls 2,5 …
Athugasemdir