Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

161. spurningaþraut: Konurnar í Spaugstofunni, grænar ninjur, Miðnætursólborgin

161. spurningaþraut: Konurnar í Spaugstofunni, grænar ninjur, Miðnætursólborgin

Þrautin í gær snerist öll um síðari heimsstyrjöldina. Hér er hlekkur á hana.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hvern er verið að drepa á teikningunni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Laust fyrir miðja 19. öld skrifuðu Fjölnismenn – Jónas Hallgrímsson og félagar – í blað sitt um atburði í Sléttumannalandi. Sléttumannaland var þýðing þeirra á heiti ríkis eins í Evrópu og reyndar er þýðingin út af fyrir sig rétt, því hið erlenda nafn landsins merkir „sléttu“. Sléttumannaland festist þó ekki í íslenskri málhefð. Hvað er landið kallað?

2.   Hvaða dýr er talið nær öruggt að hafi verið fyrsta húsdýr mannsins?

3.   Árið 1989 kom út fyrsta skáldsaga nýs höfundar og nefndist hún Miðnætursólborgin. Höfundurinn hefur síðan skrifað ýmsar bækur en mesta athygli hafa vakið æskuminningabækur hans, þótt ekki sé hann hniginn að aldri. Hann hefur og fengist við margt annað en ritstörf, meira að segja komið nálægt pólitík. Hver er höfundur Miðnætursólborgarinnar?

4.   Eftir sameiningar bæja og sveitarfélaga er Fjarðabyggð fjölmennasta sveitarfélag á Austfjörðum. En hver af eftirtöldum byggðakjörnum telst EKKI til Fjarðabyggðar: Breiðdalur, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Mjóifjörður, Neskaupstaður, Reyðarfjörður, Seyðisfjörður, Stöðvarfjörður.

5.   Hversu margir búa annars í Fjarðabyggð? Hér má muna 500 manns til eða frá.

6.   Árið 1984 komu fyrst fram á sjónarsviðið í efni fyrir börn fjögur greinleit dýr sem börðust gegn allskonar illþýði og beittu við það ekki síst japanskri bardagalist. Dýrin voru gjarnan kölluð „ninjur“ en af hvaða tegund voru þau?

7.   Spaugstofan var í áratugi eitthvert vinsælasta sjónvarpsefni landsins. Einn veturinn – 1998-1999 – brá svo við að auk karlanna sem mynduðu hópinn voru komnar til liðs við þá tvær konur. Nefnið að minnsta kosti aðra þeirra.

8.   Fjórtán ára stúlka úr Kópavogi var valin íþróttamaður Kópavogs árið 1975. Guðlaug Þorsteinsdóttir vann það ár öflugt kvennamót í sinni grein, síðan varð hún Íslandsmeistari kvenna og loks Norðurlandameistari. En í hverju keppti Guðlaug?

9.   Áður en Kringlan og aðrar verslunarhallir komu til sögu, hver var þá aðal verslunargatan í Reykjavík?

10.   Hvað heitir eyjaklasi milli Finnlands og Svíþjóðar, sem tilheyrir Finnlandi en nýtur sjálfstjórnar?

***

Aukaspurning sú hin síðari:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Pólland.

2.   Hundurinn.

3.   Jón Gnarr.

4.   Seyðisfjörður.

5.   Í Fjarðabyggð búa því sem næst 5.000 manns, svo rétt er allt frá 4.500 til 5.500.

6.   Skjaldbökur.

7.   Erla Ruth Harðardóttir og Linda Ásgeirsdóttir.

8.   Skák.

9.   Laugavegurinn.

10.   Álandseyjar.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir morðið á Lakóta-höfðingjanum Tȟašúŋke Witkó árið 1877, en hann er frægastur fyrir að hafa stýrt herflokki frumbyggja í Norður-Ameríku gegn bandaríska hernum í orrustunni við Little Big Horn.

Tȟašúŋke Witkó er ugglaust þekktastur hér um slóðir undir enskri þýðingu á nafni sínu:

Crazy Horse.

Á neðri myndinni er kvikmyndastjarnan Audrey Hepburn, eins og glöggt má á myndinni hér til hliðar.

***

Svo er hér að nýju hlekkurinn á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu