Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ekkert minni kona þótt þú kjósir að eignast ekki börn“

Fæð­ing­ar­tíðni þjóð­ar­inn­ar er í frjálsu falli sam­kvæmt fé­lags­fræð­ingn­um dr. Sunnu Sím­on­ar­dótt­ur sem hef­ur rann­sak­að móð­ur­hlut­verk­ið á Ís­landi og bein­ir nú sjón­um að kon­um sem kjósa að eign­ast ekki börn. Blaða­mað­ur Stund­ar­inn­ar ræddi við tvær ís­lensk­ar kon­ur sem lýsa þeirri ákvörð­un að eign­ast ekki börn og við­brögð­un­um sem þær hafa feng­ið.

„Ekkert minni kona þótt þú kjósir að eignast ekki börn“

Fæðingartíðni íslensku þjóðarinnar er í sögulegu lágmarki, en á sama tíma hefur menntastig og atvinnuþátttaka kvenna aldrei verið hærra. Ísland trónir iðulega á toppi heimsmælikvarða yfir kynjajafnrétti, en í jafnréttisparadísinni er þó víða pottur brotinn. Vinna innan heimilis leggst í ójöfnum mæli á herðar kvenna þrátt fyrir að þær jafni hlutdeild karla á vinnumarkaði. Samhliða því er fjarvera frá vinnumarkaði sökum fæðingarorlofs steinn í götu kvenna á framabraut. Vaxandi fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið þá ákvörðun að eignast ekki börn, þvert á væntingar samfélagsins um hlutverk kvenna.

Blaðamaður Stundarinnar ræddi við Ingunni Oddsdóttur og Silju Jóhannesdóttur um ákvörðun þeirra um að sniðganga barneignir, en þær lýsa báðar afskiptasemi og fordómum í sinn garð. Silja, 41 árs, segir mikilvægt að konur fái að lifa eftir sínu eigin höfði, óháð kynjuðum væntingum um eðli og tilgang kvenna. „Ég vil að ungar konur viti að þetta er raunverulegur valmöguleiki og ekkert til að …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár