Fæðingartíðni íslensku þjóðarinnar er í sögulegu lágmarki, en á sama tíma hefur menntastig og atvinnuþátttaka kvenna aldrei verið hærra. Ísland trónir iðulega á toppi heimsmælikvarða yfir kynjajafnrétti, en í jafnréttisparadísinni er þó víða pottur brotinn. Vinna innan heimilis leggst í ójöfnum mæli á herðar kvenna þrátt fyrir að þær jafni hlutdeild karla á vinnumarkaði. Samhliða því er fjarvera frá vinnumarkaði sökum fæðingarorlofs steinn í götu kvenna á framabraut. Vaxandi fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið þá ákvörðun að eignast ekki börn, þvert á væntingar samfélagsins um hlutverk kvenna.
Blaðamaður Stundarinnar ræddi við Ingunni Oddsdóttur og Silju Jóhannesdóttur um ákvörðun þeirra um að sniðganga barneignir, en þær lýsa báðar afskiptasemi og fordómum í sinn garð. Silja, 41 árs, segir mikilvægt að konur fái að lifa eftir sínu eigin höfði, óháð kynjuðum væntingum um eðli og tilgang kvenna. „Ég vil að ungar konur viti að þetta er raunverulegur valmöguleiki og ekkert til að …
Athugasemdir