Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

158. spurningaþraut: Íslenskt skáld, útlenskt skáld, íslenskur fugl, og fleira!

158. spurningaþraut: Íslenskt skáld, útlenskt skáld, íslenskur fugl, og fleira!

Góðan dag, hér er þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Íslenskt skáld lét heilmikið að sér kveða bæði hérlendis og einnig erlendis, þar sem skáldið kom meira að segja við sögu konunga. Skáldið var kennt við konu sem það unni eitt sinn. Hvað hét konan?

2.   Hver gaf út hljómplötuna Biophilia?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Víetnam?

4.   Hvað heitir stærsta íþróttafélagið á Seyðisfirði?

5.   „Ég er æðsta hofgyðjan, ég er Enhedúanna.“ Svo hefst ævafornt kvæði sem varðveist hefur á leirtöflum í Mesópótamíu. Hvað er sérstaklega merkilegt við skáldið Enhedúönnu?

6.   Þrettán ára dóttir Capúlet-hjónanna í Verónaborg á Ítalíu er sögufræg. Hvað var hennar fornafn?

7.   Guðrún Helgadóttir barnabókahöfundur sat í borgarstjórn Reykjavíkur og á Alþingi fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk. Hvaða flokkur var það?

8.   Hvaða íslenska leikkona lék allstórt hlutverk í dönsku sjónvarpsþáttunum Erninum fyrir 15 árum en þeir fjölluðu um danskan leyniþjónustumann af íslenskum ættum?

9.   Hvaða íslenski fugl ber latneska fræðiheitið „corvus corax“?

10.   Hver gaf í fyrra út vinsæla skáldsögu í hinum enskumælandi heimi og bókin heitir The Testaments? Um er að ræða framhald af annarri, enn vinsælli bók.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kolbrún. Skáldið hét Þormóður.

2.   Björk.

3.   Hanoi.

4.   Huginn.

5.   Enhedúanna er fyrsta nafngreinda skáldið sem vitað er um. Hún var uppi fyrir tæpum 4.500 árum.

6.   Júlía.

7.   Alþýðubandalagið.

8.   Elva Ósk Ólafsdóttir. Föðurnafnið er kannski óþarfi að þekkja.

9.   Hrafninn.

10.   Margaret Atwood.

***

Fyrir aukaspurning:

Bush-hjónin

Málverkið á myndinni hér efst málaði Georg Guðni listmálari.

Seinni aukaspurning:

Á myndinni er Laura Bush, eiginkona Bandaríkjaforsetans George W. Bush.

****

Hér er svo aftur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár