Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

158. spurningaþraut: Íslenskt skáld, útlenskt skáld, íslenskur fugl, og fleira!

158. spurningaþraut: Íslenskt skáld, útlenskt skáld, íslenskur fugl, og fleira!

Góðan dag, hér er þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Íslenskt skáld lét heilmikið að sér kveða bæði hérlendis og einnig erlendis, þar sem skáldið kom meira að segja við sögu konunga. Skáldið var kennt við konu sem það unni eitt sinn. Hvað hét konan?

2.   Hver gaf út hljómplötuna Biophilia?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Víetnam?

4.   Hvað heitir stærsta íþróttafélagið á Seyðisfirði?

5.   „Ég er æðsta hofgyðjan, ég er Enhedúanna.“ Svo hefst ævafornt kvæði sem varðveist hefur á leirtöflum í Mesópótamíu. Hvað er sérstaklega merkilegt við skáldið Enhedúönnu?

6.   Þrettán ára dóttir Capúlet-hjónanna í Verónaborg á Ítalíu er sögufræg. Hvað var hennar fornafn?

7.   Guðrún Helgadóttir barnabókahöfundur sat í borgarstjórn Reykjavíkur og á Alþingi fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk. Hvaða flokkur var það?

8.   Hvaða íslenska leikkona lék allstórt hlutverk í dönsku sjónvarpsþáttunum Erninum fyrir 15 árum en þeir fjölluðu um danskan leyniþjónustumann af íslenskum ættum?

9.   Hvaða íslenski fugl ber latneska fræðiheitið „corvus corax“?

10.   Hver gaf í fyrra út vinsæla skáldsögu í hinum enskumælandi heimi og bókin heitir The Testaments? Um er að ræða framhald af annarri, enn vinsælli bók.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kolbrún. Skáldið hét Þormóður.

2.   Björk.

3.   Hanoi.

4.   Huginn.

5.   Enhedúanna er fyrsta nafngreinda skáldið sem vitað er um. Hún var uppi fyrir tæpum 4.500 árum.

6.   Júlía.

7.   Alþýðubandalagið.

8.   Elva Ósk Ólafsdóttir. Föðurnafnið er kannski óþarfi að þekkja.

9.   Hrafninn.

10.   Margaret Atwood.

***

Fyrir aukaspurning:

Bush-hjónin

Málverkið á myndinni hér efst málaði Georg Guðni listmálari.

Seinni aukaspurning:

Á myndinni er Laura Bush, eiginkona Bandaríkjaforsetans George W. Bush.

****

Hér er svo aftur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu