Góðan dag, hér er þraut gærdagsins.
***
Aukaspurning sú hin fyrri:
Hver málaði málverkið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Íslenskt skáld lét heilmikið að sér kveða bæði hérlendis og einnig erlendis, þar sem skáldið kom meira að segja við sögu konunga. Skáldið var kennt við konu sem það unni eitt sinn. Hvað hét konan?
2. Hver gaf út hljómplötuna Biophilia?
3. Hvað heitir höfuðborgin í Víetnam?
4. Hvað heitir stærsta íþróttafélagið á Seyðisfirði?
5. „Ég er æðsta hofgyðjan, ég er Enhedúanna.“ Svo hefst ævafornt kvæði sem varðveist hefur á leirtöflum í Mesópótamíu. Hvað er sérstaklega merkilegt við skáldið Enhedúönnu?
6. Þrettán ára dóttir Capúlet-hjónanna í Verónaborg á Ítalíu er sögufræg. Hvað var hennar fornafn?
7. Guðrún Helgadóttir barnabókahöfundur sat í borgarstjórn Reykjavíkur og á Alþingi fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk. Hvaða flokkur var það?
8. Hvaða íslenska leikkona lék allstórt hlutverk í dönsku sjónvarpsþáttunum Erninum fyrir 15 árum en þeir fjölluðu um danskan leyniþjónustumann af íslenskum ættum?
9. Hvaða íslenski fugl ber latneska fræðiheitið „corvus corax“?
10. Hver gaf í fyrra út vinsæla skáldsögu í hinum enskumælandi heimi og bókin heitir The Testaments? Um er að ræða framhald af annarri, enn vinsælli bók.
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þessi kona?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Kolbrún. Skáldið hét Þormóður.
2. Björk.
3. Hanoi.
4. Huginn.
5. Enhedúanna er fyrsta nafngreinda skáldið sem vitað er um. Hún var uppi fyrir tæpum 4.500 árum.
6. Júlía.
7. Alþýðubandalagið.
8. Elva Ósk Ólafsdóttir. Föðurnafnið er kannski óþarfi að þekkja.
9. Hrafninn.
10. Margaret Atwood.
***
Fyrir aukaspurning:

Málverkið á myndinni hér efst málaði Georg Guðni listmálari.
Seinni aukaspurning:
Á myndinni er Laura Bush, eiginkona Bandaríkjaforsetans George W. Bush.
****
Athugasemdir