Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

158. spurningaþraut: Íslenskt skáld, útlenskt skáld, íslenskur fugl, og fleira!

158. spurningaþraut: Íslenskt skáld, útlenskt skáld, íslenskur fugl, og fleira!

Góðan dag, hér er þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Íslenskt skáld lét heilmikið að sér kveða bæði hérlendis og einnig erlendis, þar sem skáldið kom meira að segja við sögu konunga. Skáldið var kennt við konu sem það unni eitt sinn. Hvað hét konan?

2.   Hver gaf út hljómplötuna Biophilia?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Víetnam?

4.   Hvað heitir stærsta íþróttafélagið á Seyðisfirði?

5.   „Ég er æðsta hofgyðjan, ég er Enhedúanna.“ Svo hefst ævafornt kvæði sem varðveist hefur á leirtöflum í Mesópótamíu. Hvað er sérstaklega merkilegt við skáldið Enhedúönnu?

6.   Þrettán ára dóttir Capúlet-hjónanna í Verónaborg á Ítalíu er sögufræg. Hvað var hennar fornafn?

7.   Guðrún Helgadóttir barnabókahöfundur sat í borgarstjórn Reykjavíkur og á Alþingi fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk. Hvaða flokkur var það?

8.   Hvaða íslenska leikkona lék allstórt hlutverk í dönsku sjónvarpsþáttunum Erninum fyrir 15 árum en þeir fjölluðu um danskan leyniþjónustumann af íslenskum ættum?

9.   Hvaða íslenski fugl ber latneska fræðiheitið „corvus corax“?

10.   Hver gaf í fyrra út vinsæla skáldsögu í hinum enskumælandi heimi og bókin heitir The Testaments? Um er að ræða framhald af annarri, enn vinsælli bók.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kolbrún. Skáldið hét Þormóður.

2.   Björk.

3.   Hanoi.

4.   Huginn.

5.   Enhedúanna er fyrsta nafngreinda skáldið sem vitað er um. Hún var uppi fyrir tæpum 4.500 árum.

6.   Júlía.

7.   Alþýðubandalagið.

8.   Elva Ósk Ólafsdóttir. Föðurnafnið er kannski óþarfi að þekkja.

9.   Hrafninn.

10.   Margaret Atwood.

***

Fyrir aukaspurning:

Bush-hjónin

Málverkið á myndinni hér efst málaði Georg Guðni listmálari.

Seinni aukaspurning:

Á myndinni er Laura Bush, eiginkona Bandaríkjaforsetans George W. Bush.

****

Hér er svo aftur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár