Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

158. spurningaþraut: Íslenskt skáld, útlenskt skáld, íslenskur fugl, og fleira!

158. spurningaþraut: Íslenskt skáld, útlenskt skáld, íslenskur fugl, og fleira!

Góðan dag, hér er þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Íslenskt skáld lét heilmikið að sér kveða bæði hérlendis og einnig erlendis, þar sem skáldið kom meira að segja við sögu konunga. Skáldið var kennt við konu sem það unni eitt sinn. Hvað hét konan?

2.   Hver gaf út hljómplötuna Biophilia?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Víetnam?

4.   Hvað heitir stærsta íþróttafélagið á Seyðisfirði?

5.   „Ég er æðsta hofgyðjan, ég er Enhedúanna.“ Svo hefst ævafornt kvæði sem varðveist hefur á leirtöflum í Mesópótamíu. Hvað er sérstaklega merkilegt við skáldið Enhedúönnu?

6.   Þrettán ára dóttir Capúlet-hjónanna í Verónaborg á Ítalíu er sögufræg. Hvað var hennar fornafn?

7.   Guðrún Helgadóttir barnabókahöfundur sat í borgarstjórn Reykjavíkur og á Alþingi fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk. Hvaða flokkur var það?

8.   Hvaða íslenska leikkona lék allstórt hlutverk í dönsku sjónvarpsþáttunum Erninum fyrir 15 árum en þeir fjölluðu um danskan leyniþjónustumann af íslenskum ættum?

9.   Hvaða íslenski fugl ber latneska fræðiheitið „corvus corax“?

10.   Hver gaf í fyrra út vinsæla skáldsögu í hinum enskumælandi heimi og bókin heitir The Testaments? Um er að ræða framhald af annarri, enn vinsælli bók.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kolbrún. Skáldið hét Þormóður.

2.   Björk.

3.   Hanoi.

4.   Huginn.

5.   Enhedúanna er fyrsta nafngreinda skáldið sem vitað er um. Hún var uppi fyrir tæpum 4.500 árum.

6.   Júlía.

7.   Alþýðubandalagið.

8.   Elva Ósk Ólafsdóttir. Föðurnafnið er kannski óþarfi að þekkja.

9.   Hrafninn.

10.   Margaret Atwood.

***

Fyrir aukaspurning:

Bush-hjónin

Málverkið á myndinni hér efst málaði Georg Guðni listmálari.

Seinni aukaspurning:

Á myndinni er Laura Bush, eiginkona Bandaríkjaforsetans George W. Bush.

****

Hér er svo aftur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár