Tæplega 400 Íslendingar eru á leynilegum upplýsingalista kínverska fyrirtækisins Zhenhua, sem lekið hefur út til nokkurra fjölmiðla í heiminum í gegnum bandarískan fræðimann, Christopher Balding, og ástralskt netfyrirtæki. Nöfn 2,5 milljón einstaklinga víða um heima er að finna á listanum. Fyrirtækið sem tók listann saman heitir Zhenhua Data Information Technology er dótturfélag fyrirtækis sem er í eigu kínverska hersins.
Stundin er með listann undir höndum og greinir nú frá 80 helstu nöfnunum á listanum, sem gefur vísbendingu um umfang kínversks eftirlitsiðnaðar. Frekari umfjöllun verður um listann í næsta prentaða tölublaði Stundarinnar og hann birtur í heild sinni ásamt greiningu.
Kínverski kommúnistaflokkurinn (CCP) er allsráðandi í Kína, enda eini stjórnmálaflokkurinn, og má kalla landið alræðisríki sökum þessa. Andstaða við flokkinn er barin niður með harðri hendri og eru reglulega sagðar fréttir af því hvernig gagnrýnendum Kommúnistaflokkinn er refsað í landinu.
Athugasemdir