Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslenskt áhrifafólk kortlagt á kínverskum lista: „Mjög óþægilegt“

Um 400 Ís­lend­ing­ar eru á nafna­lista kín­versks fyr­ir­tæk­is sem teng­ist hern­um í Kína. Stund­in hef­ur list­ann und­ir hönd­um. Um er að ræða stjórn­mála­menn, sendi­herra, emb­ætt­is­menn, rík­is­for­stjóra og ætt­ingja þeirra. Tveir þing­menn segja að þeim finn­ist af­ar óþægi­legt að vita af því að þær séu á slík­um lista. Er­lend­ir sér­fræð­ing­ar telja af­ar lík­legt að kín­verska rík­ið hafi að­gang að list­an­um.

Íslenskt áhrifafólk kortlagt á kínverskum lista: „Mjög óþægilegt“
Óþægilegt Hanna Katrín Friðriksson og Halldóra Mogensen þingkonur segja að það sé óþægilegt að vera á slíkum lista yfir áhrifafólk. Mynd: Jón Ingi

Tæplega 400 Íslendingar eru á leynilegum upplýsingalista kínverska fyrirtækisins Zhenhua, sem lekið hefur út til nokkurra fjölmiðla í heiminum í gegnum bandarískan fræðimann, Christopher Balding, og ástralskt netfyrirtæki. Nöfn 2,5 milljón einstaklinga víða um heima er að finna á listanum. Fyrirtækið sem tók listann saman heitir Zhenhua Data Information Technology er dótturfélag fyrirtækis sem er í eigu kínverska hersins.

Stundin er með listann undir höndum og greinir nú frá 80 helstu nöfnunum á listanum, sem gefur vísbendingu um umfang kínversks eftirlitsiðnaðar. Frekari umfjöllun verður um listann í næsta prentaða tölublaði Stundarinnar og hann birtur í heild sinni ásamt greiningu.

Kínverski kommúnistaflokkurinn (CCP) er allsráðandi í Kína, enda eini stjórnmálaflokkurinn, og má kalla landið alræðisríki sökum þessa. Andstaða við flokkinn er barin niður með harðri hendri og eru reglulega sagðar fréttir af því hvernig gagnrýnendum Kommúnistaflokkinn er refsað í landinu. 

Tvö börn Willums á listanumTvö af börnum Willums Þórs Þórssonar …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kínverski leynilistinn

Spáir kínverskri útþenslustefnu
ErlentKínverski leynilistinn

Spá­ir kín­verskri út­þenslu­stefnu

Fregn­ir af gagna­söfn­un kín­verskra yf­ir­valda um er­lent áhrifa­fólk um all­an heim vekja ekki síst spurn­ing­ar um fyr­ir­ætlan­ir Kín­verja í al­þjóða­stjórn­mál­um í fram­tíð­inni og vax­andi ítök og áhrifa­mátt þeirra inn­an fjölda er­lendra ríkja. Virt­ur en um­deild­ur banda­rísk­ur fræði­mað­ur seg­ir Kín­verja haga sér með sama hætti og Banda­rík­in hafi gert til að hösla sér völl á al­þjóða­svið­inu á sín­um tíma – það sé bæði áhyggju­efni og veg­vís­ir um fram­hald­ið.
Kínverski listinn: Utanríkisráðuneytið segir gagnasöfnunina stangast á við siðferði og lög
GreiningKínverski leynilistinn

Kín­verski list­inn: Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir gagna­söfn­un­ina stang­ast á við sið­ferði og lög

Sænsk­ur sér­fræð­ing­ur um Kína tel­ur að nafna­list­inn með 2,5 millj­ón­um manna, þar af 4.000 Ís­lend­ing­um, sé til marks um breytta ut­an­rík­i­s­tefnu Kína og auk­inn áhuga á öðr­um ríkj­um. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir að sam­bæri­leg­um upp­lýs­ing­um um starfs­menn þess hafi ekki áð­ur ver­ið safn­að sam­an svo vit­að sé.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár