Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

157. spurningaþraut: Vinsælasti liturinn í fánum heimsins, kvenmannsnafn, skemmtigarður

157. spurningaþraut: Vinsælasti liturinn í fánum heimsins, kvenmannsnafn, skemmtigarður

Þraut gærdagsins, hér er hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvar er þessi mynd tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða stríði var Jóhanna af Örk tekin af lífi?

2.   Hvaða ár tók Elísabet 2. við sem þjóðhöfðingi Bretlands?

3.   Hvað hét einræðisherrann sem réði Spáni 1939 til 1975?

4.   Hver orti: „Mitt er þitt og hjá mér áttu heima, / víst skaltu öllum veraldarsorgum gleyma“?

5.   Um aldamótin 1300 er í heimildum greint frá konu að nafni Birgitta Böðvarsdóttir og var hún sú fyrsta sem vitað er að hafi borið þetta nafn. Næstu aldir voru fáeinar íslenskar konur skírðar þessu nafni eða öðrum útgáfum þess: Birgit, Brigit, Brigitta. Á 17. öld kom hins vegar fram ný og svolítið öðruvísi útgáfa af nafinu og hún náði fótfestu, ekki síst nú á síðustu tímum. Hver er þessi „nútímaútgáfa“ nafnsins Birgitta?

6.   Hvað hét fyrsti maðurinn sem steig fæti á tunglið?

7.   Hver er höfuðborgin í Íran?

8.   Sjónvarpsþættirnir um Euro-garðinn segja frá því þegar misvitur maður stofnar nýjan skemmtigarð á grunni eldri garðs. Hvaða garður er það?

9.   Hvaða dýr er tákn bandaríska Repúblikanaflokksins?

10.   Hvaða litur er vinsælastur allra á fánum þjóðríkja í veröldinni? Hann er að finna á þremur af hverjum fjórum fánum.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hundrað ára stríðinu.

2.   1952.

3.   Franco.

4.   Halldór Laxness.

5.   Bríet.

6.   Neil Armstrong.

7.   Teheran.

8.   Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.

9.   Fíll.

10.   Rauður.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin er tekin í París meðan á hernámi Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld stóð.

Maðurinn er auglýsti Prince-sígarettur svo glaðlega er Bessi Bjarnason leikari.

***

Hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár