Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

157. spurningaþraut: Vinsælasti liturinn í fánum heimsins, kvenmannsnafn, skemmtigarður

157. spurningaþraut: Vinsælasti liturinn í fánum heimsins, kvenmannsnafn, skemmtigarður

Þraut gærdagsins, hér er hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvar er þessi mynd tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða stríði var Jóhanna af Örk tekin af lífi?

2.   Hvaða ár tók Elísabet 2. við sem þjóðhöfðingi Bretlands?

3.   Hvað hét einræðisherrann sem réði Spáni 1939 til 1975?

4.   Hver orti: „Mitt er þitt og hjá mér áttu heima, / víst skaltu öllum veraldarsorgum gleyma“?

5.   Um aldamótin 1300 er í heimildum greint frá konu að nafni Birgitta Böðvarsdóttir og var hún sú fyrsta sem vitað er að hafi borið þetta nafn. Næstu aldir voru fáeinar íslenskar konur skírðar þessu nafni eða öðrum útgáfum þess: Birgit, Brigit, Brigitta. Á 17. öld kom hins vegar fram ný og svolítið öðruvísi útgáfa af nafinu og hún náði fótfestu, ekki síst nú á síðustu tímum. Hver er þessi „nútímaútgáfa“ nafnsins Birgitta?

6.   Hvað hét fyrsti maðurinn sem steig fæti á tunglið?

7.   Hver er höfuðborgin í Íran?

8.   Sjónvarpsþættirnir um Euro-garðinn segja frá því þegar misvitur maður stofnar nýjan skemmtigarð á grunni eldri garðs. Hvaða garður er það?

9.   Hvaða dýr er tákn bandaríska Repúblikanaflokksins?

10.   Hvaða litur er vinsælastur allra á fánum þjóðríkja í veröldinni? Hann er að finna á þremur af hverjum fjórum fánum.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hundrað ára stríðinu.

2.   1952.

3.   Franco.

4.   Halldór Laxness.

5.   Bríet.

6.   Neil Armstrong.

7.   Teheran.

8.   Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.

9.   Fíll.

10.   Rauður.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin er tekin í París meðan á hernámi Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld stóð.

Maðurinn er auglýsti Prince-sígarettur svo glaðlega er Bessi Bjarnason leikari.

***

Hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár