Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

157. spurningaþraut: Vinsælasti liturinn í fánum heimsins, kvenmannsnafn, skemmtigarður

157. spurningaþraut: Vinsælasti liturinn í fánum heimsins, kvenmannsnafn, skemmtigarður

Þraut gærdagsins, hér er hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvar er þessi mynd tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða stríði var Jóhanna af Örk tekin af lífi?

2.   Hvaða ár tók Elísabet 2. við sem þjóðhöfðingi Bretlands?

3.   Hvað hét einræðisherrann sem réði Spáni 1939 til 1975?

4.   Hver orti: „Mitt er þitt og hjá mér áttu heima, / víst skaltu öllum veraldarsorgum gleyma“?

5.   Um aldamótin 1300 er í heimildum greint frá konu að nafni Birgitta Böðvarsdóttir og var hún sú fyrsta sem vitað er að hafi borið þetta nafn. Næstu aldir voru fáeinar íslenskar konur skírðar þessu nafni eða öðrum útgáfum þess: Birgit, Brigit, Brigitta. Á 17. öld kom hins vegar fram ný og svolítið öðruvísi útgáfa af nafinu og hún náði fótfestu, ekki síst nú á síðustu tímum. Hver er þessi „nútímaútgáfa“ nafnsins Birgitta?

6.   Hvað hét fyrsti maðurinn sem steig fæti á tunglið?

7.   Hver er höfuðborgin í Íran?

8.   Sjónvarpsþættirnir um Euro-garðinn segja frá því þegar misvitur maður stofnar nýjan skemmtigarð á grunni eldri garðs. Hvaða garður er það?

9.   Hvaða dýr er tákn bandaríska Repúblikanaflokksins?

10.   Hvaða litur er vinsælastur allra á fánum þjóðríkja í veröldinni? Hann er að finna á þremur af hverjum fjórum fánum.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hundrað ára stríðinu.

2.   1952.

3.   Franco.

4.   Halldór Laxness.

5.   Bríet.

6.   Neil Armstrong.

7.   Teheran.

8.   Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.

9.   Fíll.

10.   Rauður.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin er tekin í París meðan á hernámi Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld stóð.

Maðurinn er auglýsti Prince-sígarettur svo glaðlega er Bessi Bjarnason leikari.

***

Hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár