Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnvöldum heimilt að takmarka mannréttindi

Til að bregð­ast við hættu­leg­um smit­sjúk­dóm­um eins og Covid-19 hafa stjórn­völd vítt svig­rúm til að tak­marka rétt­indi fólks og fyr­ir­tækja. Kröf­ur um að stjórn­völd rann­saki af­leið­ing­ar ráð­staf­anna sinna aukast þó eft­ir því sem lengra líð­ur á.

Stjórnvöldum heimilt að takmarka mannréttindi
Vítt svigrúm stjórnvalda Páll Hreinsson telur að stjórnvöld hafi vítt svigrúm til að takmarka réttindi í baráttunni gegn Covid-19. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stjórnvöld hafa vítt svigrúm til að takmarka mannréttindi sem varin eru af stjórnarskrá og mannréttindasátttmála Evrópu, sem lið í að bregðast við til verndar lífi og heilsu manna í baráttu við hættulega smitsjúkdóma eins og COVID-19. Hið sama á við um réttindi einstaklinga og fyrirtækja samkvæmt ákvæðum EES-samningsins.

Þetta kemur fram í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, forseta EFTA-dómsdólsins, sem unnin er að beiðni íslenskra stjórnvalda, um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaraðgerða.

Í þágu brýnna almannahagsmuna

Í álitsgerðinni kemur fram að margar sóttvarnarráðstafanir takmarki óhjákvæmilega mannréttindi. Um þessi réttindi gildi að jafnaði að víkja megi frá þeim í þágu brýnna almannahagsmuna, til að mynda verjast farsóttum til verndar lífi manna og heilsu þeirra. Stjórnvöldum sé ekki aðeins heimilt að grípa til ráðstafna við slíkar aðstæður heldur hvíli á þeim frumkvæðisskylda til að bregðast við farsóttum með virkum úrræðum til verndar lífi og heilsu manna.

Því verði að telja að stjórnvöld hafi töluvert svigrúm til þess að meta hvernig best sé að mæta slíkum faraldri, án þess að lögð sé sú skylda á stjórnvöld að byrja fyrst á vægari úrræðum. „Væri það gert afbrigðalaust væru mannslíf og heilsa almennings sett í hættu,“ segir í álitsgerðinni.

Hafa verði í huga að COVID-19 sé nýr smitsjúkdómur og þekking af mjög skornum skammti. Eftir því sem lengra líði verði hins vegar að ætla að kröfur aukist um að stjórnvöld rannsaki betur og afli upplýsinga um virkni þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til. Þá þurfi jafnframt að afla upplýsinga um það tjón sem slíkar aðgerðir hafa valdið. Með því ættu ráðstafanir að geta orðið markvissari.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár