Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórnvöldum heimilt að takmarka mannréttindi

Til að bregð­ast við hættu­leg­um smit­sjúk­dóm­um eins og Covid-19 hafa stjórn­völd vítt svig­rúm til að tak­marka rétt­indi fólks og fyr­ir­tækja. Kröf­ur um að stjórn­völd rann­saki af­leið­ing­ar ráð­staf­anna sinna aukast þó eft­ir því sem lengra líð­ur á.

Stjórnvöldum heimilt að takmarka mannréttindi
Vítt svigrúm stjórnvalda Páll Hreinsson telur að stjórnvöld hafi vítt svigrúm til að takmarka réttindi í baráttunni gegn Covid-19. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stjórnvöld hafa vítt svigrúm til að takmarka mannréttindi sem varin eru af stjórnarskrá og mannréttindasátttmála Evrópu, sem lið í að bregðast við til verndar lífi og heilsu manna í baráttu við hættulega smitsjúkdóma eins og COVID-19. Hið sama á við um réttindi einstaklinga og fyrirtækja samkvæmt ákvæðum EES-samningsins.

Þetta kemur fram í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, forseta EFTA-dómsdólsins, sem unnin er að beiðni íslenskra stjórnvalda, um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaraðgerða.

Í þágu brýnna almannahagsmuna

Í álitsgerðinni kemur fram að margar sóttvarnarráðstafanir takmarki óhjákvæmilega mannréttindi. Um þessi réttindi gildi að jafnaði að víkja megi frá þeim í þágu brýnna almannahagsmuna, til að mynda verjast farsóttum til verndar lífi manna og heilsu þeirra. Stjórnvöldum sé ekki aðeins heimilt að grípa til ráðstafna við slíkar aðstæður heldur hvíli á þeim frumkvæðisskylda til að bregðast við farsóttum með virkum úrræðum til verndar lífi og heilsu manna.

Því verði að telja að stjórnvöld hafi töluvert svigrúm til þess að meta hvernig best sé að mæta slíkum faraldri, án þess að lögð sé sú skylda á stjórnvöld að byrja fyrst á vægari úrræðum. „Væri það gert afbrigðalaust væru mannslíf og heilsa almennings sett í hættu,“ segir í álitsgerðinni.

Hafa verði í huga að COVID-19 sé nýr smitsjúkdómur og þekking af mjög skornum skammti. Eftir því sem lengra líði verði hins vegar að ætla að kröfur aukist um að stjórnvöld rannsaki betur og afli upplýsinga um virkni þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til. Þá þurfi jafnframt að afla upplýsinga um það tjón sem slíkar aðgerðir hafa valdið. Með því ættu ráðstafanir að geta orðið markvissari.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár