Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Strætó hefur ekki trú á metani sem orkugjafa

Að­eins tveir met­an­vagn­ar hafa ver­ið keypt­ir frá ár­inu 2010. Strætó veðj­ar á raf­magnsvagna. Vig­dís Hauks­dótt­ir tel­ur mál­ið lykta af spill­ingu en meiri­hlut­inn í borg­ar­ráði seg­ir hana setja fram furðu­leg­ar dylgj­ur um sam­særi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með Kín­verj­um.

Strætó hefur ekki trú á metani sem orkugjafa
Veðja á rafmagnið Strætó veðjar á rafmagnsvagna til framtíðar. Mynd: Davíð Þór

Strætó bs. hefur frá árinu 2010 aðeins keypt tvo strætisvagna sem knúnir eru áfram með metangasi. Árið 2010 var tekin ákvörðun í stjórn Sorpu bs. um að hefja uppbyggingu gas og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi, stöðvar sem á að framleiða nægilegt metangas árlega fyrir á bilinu 6 til 8 þúsund bifreiðar. Bæði fyrirtækin eru byggðasamlög í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og svo virðist því sem stjórn Strætó hafi litla trú á metangasi sem framtíðar eldsneyti fyrir flota sinn.

Frá ársbyrjun 2010 hefur Strætó keypt 59 strætisvagna, tvo metanvagna sem fyrr segir, fjórtán rafknúna vagna og 43 díselknúna vagna. Í svari Strætó við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnarfulltrúa Miðflokksins í borgarráði, kemur fram að miðað við útreikninga á 10 ára líftíma, við útboð árið 2017, hafi rafmagnsvagnar verið hagkvæmasti kosturinn, jafnvel þó þeir séu um þriðjungi dýrari en metanvagnar.

Reynslan af metanvögnum ekki góð

Í ítarlegri umfjöllun um málefni jarðgerðarstöðvarinnar GAJA í Stundinni í maí síðastliðnum kom fram að Strætó myndi ekki ráðast í frekari kaup á metanvögnum fyrr en búið yrði að bæta innviði fyrir metangas á höfuðborgarsvæðinu. Um 40 mínútur taki að fylla hvern vagn, aðeins sé ein metanstöð sem hægt sé að notast við og hún sé uppi á Bíldshöfða, fjarri höfuðstöðvum Strætó, sem sé mikill ókostur þar eð fylla þurfi á vagnana á nóttunni. Þá sé reynslan af metanvögnum ekki góð, einkum eigi það þó við um tvo eldri vagna en þeir tveir aðrir sem Strætó eigi og voru keyptir eftir 2010 hafi þó reynst betur.

Það metangas sem ekki nýtist sem eldsneyti á bíla, en skráðir voru 1.333 slíkir á landinu öllu á árunum 2009 til 2018, er brennt án þess að nýtast til nokkurs.

Vigdís segir Strætó vera tilraunadýr

Á fundi borgarráðs var svar Strætó lagt fram. Vigdís lagði þar fram bókun þar sem hún taldi stórfurðulegt að á sama tíma og unnið hefði verið að verulega aukinni framleiðslu á metani hjá einu fyrirtæki borgarinnar, Sorpu, þá virtist annað fyrirtæki borgarinnar, Strætó, engan áhuga hafa á að nýta það sama metan. Enn sé keyrð sú stefna að fest kaup á díselvögnum sem mengi sem mest.

Þá benti Vigdís á í bókun sinni að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, væri stjórnarformaður fyrirtækisins Yutong Eurobus Scandinavia AB, umboðsaðila rafmagnsvagnanna sem Strætó hefði keypt. „Hagsmunirnir eru það miklir fyrir umboðsaðilann að Strætó bs. er tilraunadýr fyrir markaðssetningu vagnanna á Norðurlöndunum og Reykjavíkurborg undir stjórn Dags B. Eggertssonar tekur þátt í því.“

Í gagnbókun borgarráðsfulltrúa meirihlutans í borgarráði segir að kaup á rafmagns og metanvögnum frá árinu 2016 séu hluti af umhverfisstefnu Strætó, sem geri ráð fyrir kolefnishlutleysi árið 2030. Aðeins einn díselvagn hafi verið keyptur síðan 2016 og því veki ummæli Vigdísar furðu. „Í sömu andrá er gagnrýnt að keyptir séu inn rafmagnsvagnar og dylgjað um að um stórt samsæri Samfylkingarinnar með Kínverjum sé að ræða.“

Vigdís segir í samtali við Stundina að staðreyndir séu ekki samsæri. Össur starfi fyrir Youtong Eurobus Scandinavian AB, og sé flokksfélagi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. „Þetta lyktar af spillingu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
5
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár