Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Strætó hefur ekki trú á metani sem orkugjafa

Að­eins tveir met­an­vagn­ar hafa ver­ið keypt­ir frá ár­inu 2010. Strætó veðj­ar á raf­magnsvagna. Vig­dís Hauks­dótt­ir tel­ur mál­ið lykta af spill­ingu en meiri­hlut­inn í borg­ar­ráði seg­ir hana setja fram furðu­leg­ar dylgj­ur um sam­særi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með Kín­verj­um.

Strætó hefur ekki trú á metani sem orkugjafa
Veðja á rafmagnið Strætó veðjar á rafmagnsvagna til framtíðar. Mynd: Davíð Þór

Strætó bs. hefur frá árinu 2010 aðeins keypt tvo strætisvagna sem knúnir eru áfram með metangasi. Árið 2010 var tekin ákvörðun í stjórn Sorpu bs. um að hefja uppbyggingu gas og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi, stöðvar sem á að framleiða nægilegt metangas árlega fyrir á bilinu 6 til 8 þúsund bifreiðar. Bæði fyrirtækin eru byggðasamlög í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og svo virðist því sem stjórn Strætó hafi litla trú á metangasi sem framtíðar eldsneyti fyrir flota sinn.

Frá ársbyrjun 2010 hefur Strætó keypt 59 strætisvagna, tvo metanvagna sem fyrr segir, fjórtán rafknúna vagna og 43 díselknúna vagna. Í svari Strætó við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnarfulltrúa Miðflokksins í borgarráði, kemur fram að miðað við útreikninga á 10 ára líftíma, við útboð árið 2017, hafi rafmagnsvagnar verið hagkvæmasti kosturinn, jafnvel þó þeir séu um þriðjungi dýrari en metanvagnar.

Reynslan af metanvögnum ekki góð

Í ítarlegri umfjöllun um málefni jarðgerðarstöðvarinnar GAJA í Stundinni í maí síðastliðnum kom fram að Strætó myndi ekki ráðast í frekari kaup á metanvögnum fyrr en búið yrði að bæta innviði fyrir metangas á höfuðborgarsvæðinu. Um 40 mínútur taki að fylla hvern vagn, aðeins sé ein metanstöð sem hægt sé að notast við og hún sé uppi á Bíldshöfða, fjarri höfuðstöðvum Strætó, sem sé mikill ókostur þar eð fylla þurfi á vagnana á nóttunni. Þá sé reynslan af metanvögnum ekki góð, einkum eigi það þó við um tvo eldri vagna en þeir tveir aðrir sem Strætó eigi og voru keyptir eftir 2010 hafi þó reynst betur.

Það metangas sem ekki nýtist sem eldsneyti á bíla, en skráðir voru 1.333 slíkir á landinu öllu á árunum 2009 til 2018, er brennt án þess að nýtast til nokkurs.

Vigdís segir Strætó vera tilraunadýr

Á fundi borgarráðs var svar Strætó lagt fram. Vigdís lagði þar fram bókun þar sem hún taldi stórfurðulegt að á sama tíma og unnið hefði verið að verulega aukinni framleiðslu á metani hjá einu fyrirtæki borgarinnar, Sorpu, þá virtist annað fyrirtæki borgarinnar, Strætó, engan áhuga hafa á að nýta það sama metan. Enn sé keyrð sú stefna að fest kaup á díselvögnum sem mengi sem mest.

Þá benti Vigdís á í bókun sinni að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, væri stjórnarformaður fyrirtækisins Yutong Eurobus Scandinavia AB, umboðsaðila rafmagnsvagnanna sem Strætó hefði keypt. „Hagsmunirnir eru það miklir fyrir umboðsaðilann að Strætó bs. er tilraunadýr fyrir markaðssetningu vagnanna á Norðurlöndunum og Reykjavíkurborg undir stjórn Dags B. Eggertssonar tekur þátt í því.“

Í gagnbókun borgarráðsfulltrúa meirihlutans í borgarráði segir að kaup á rafmagns og metanvögnum frá árinu 2016 séu hluti af umhverfisstefnu Strætó, sem geri ráð fyrir kolefnishlutleysi árið 2030. Aðeins einn díselvagn hafi verið keyptur síðan 2016 og því veki ummæli Vigdísar furðu. „Í sömu andrá er gagnrýnt að keyptir séu inn rafmagnsvagnar og dylgjað um að um stórt samsæri Samfylkingarinnar með Kínverjum sé að ræða.“

Vigdís segir í samtali við Stundina að staðreyndir séu ekki samsæri. Össur starfi fyrir Youtong Eurobus Scandinavian AB, og sé flokksfélagi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. „Þetta lyktar af spillingu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár