Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ungt fólk gagnrýnir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum

Þrenn sam­tök ungs fólks vilja að rík­is­stjórn­in setji markmið um 50 pró­senta sam­drátt í heild­ar­los­un fyr­ir ár­ið 2030. Þá þurfi að leggja mun meira fjár­magn til mála­flokks­ins til að koma í veg fyr­ir hlýn­un um­fram 2 gráð­ur.

Ungt fólk gagnrýnir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum
Aðgerðaáætlun kynnt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti áætlunina í júní. Mynd: Stjórnarráðið

Ungir umhverfissinnar, Landssamtök íslenskra stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands telja að aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum varpi byrðum á næstu kynslóð þar sem hún gangi of skammt. Þetta kemur fram í sameiginlegri umsögn um áætlunina sem birt var á Samráðsgátt stjórnvalda í dag.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda var kynnt í júní og í henni kemur fram að stjórnvöld stefni að 40 prósent samdrætti í þeirri losun sem stjórnvöld bera ábyrgð á, vel umfram þau 29 prósent sem alþjóðlegar skuldbindingar segja til um á tímabilinu 2005 til 2030. Þá er stefnt að kolefnishlutleysi Íslands árið 2040.

Þessi samtök ungs fólks, sem meðal annars hafa tekið þátt í loftslagsverkföllum, vilja hins vegar setja hærra markmið um samdrátt, 50 prósenta samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir árið 2030. „Með því að stefna einungis að 35 prósent samdrætti í ESR losun á áratugnum 2020-2030 þá er verið að skilja eftir hin 65 prósentin fyrir áratuginn þar á eftir, 2030-2040. Það er óábyrgt að varpa þannig meirihluta byrðarinnar yfir á næstu kynslóð. Þó að núverandi áætlun hljóði upp á 35% samdrátt í ESR losun þá er hún einungis 9% samdráttur í heildarlosun ásamt landnotkun og ETS,“ segir í umsögninni.

„Loftslaginu er sama hvaðan losunin kemur“

Svokölluð heildarlosun frá Íslandi, það er losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda og sú sem fellur undir viðskiptakerfi ESB sem Ísland á aðild á, hefur aukist töluvert undanfarna áratugi. Benda samtökin á að sú losun á Íslandi, auk losunar frá landnotkun, setji Ísland í flokk þeirra ríkja sem losa hvað mest á heimsvísu. „Við viljum að horft sé á heildarlosun!“ segir í umsögninni. „Enda búum við öll á þessari plánetu með allri þeirri losun sem á sér stað sama hvernig pólitíkusar flokka hana niður. Loftslaginu er sama hvaðan losunin kemur.“

Vilja að 4 prósent landsframleiðslu fari til málaflokksins

Þá telja samtökin að of litlu fjármagni sé úthlutað í málaflokkinn samkvæmt nýrri áætlun stjórnvalda og þeirri fyrri frá árinu 2018. „Gangi þetta eftir er fjármagn eyrnamerkt loftslagsmálum 1850 milljónir á ári en heildartekjur ríkissjóðs 2020 eru 908.689 milljónir samkvæmt fjárlögum. Eyrnamerktur peningur fyrir loftslagsaðgerðir eru þá u.þ.b. 0,2% af heildartekjum á ári ef miðað er við heildartekjur 2020.“

Benda samtökin á að samkvæmt sviðsmynd OECD fyrir hnattræna hlýnun upp á 2 gráður sé áætlað að árlegar fjárfestingar þurfi að nema því sem samsvarar 6 prósent af landsframleiðslu heimsins, annars vegar 4 prósent vegna samgönguinnviða og annarra innviða og hins vegar 2 prósent vegna orkuvinnslu og orkunýtni.

„Á Íslandi hefur þegar verið tekin upp endurnýjanlega orkuvinnsla og því standa eftir fjárfestingar vegna samgönguinnviða og annara innviða,“ segir í umsögninni. „Við viljum að þessi tala, 4%, verði höfð að leiðarljósi þegar gerð er aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Við viljum að sett séu fram margfalt öflugri aðgerðir þannig áætlunin skili fjórfalt meiri árangri, eða árlegum samdrætti í nettó losun um 700 kt CO2 ígilda svo 50% samdráttur í heildarlosun ásamt landnotkun náist fyrir árið 2030.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár