Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ungt fólk gagnrýnir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum

Þrenn sam­tök ungs fólks vilja að rík­is­stjórn­in setji markmið um 50 pró­senta sam­drátt í heild­ar­los­un fyr­ir ár­ið 2030. Þá þurfi að leggja mun meira fjár­magn til mála­flokks­ins til að koma í veg fyr­ir hlýn­un um­fram 2 gráð­ur.

Ungt fólk gagnrýnir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum
Aðgerðaáætlun kynnt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti áætlunina í júní. Mynd: Stjórnarráðið

Ungir umhverfissinnar, Landssamtök íslenskra stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands telja að aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum varpi byrðum á næstu kynslóð þar sem hún gangi of skammt. Þetta kemur fram í sameiginlegri umsögn um áætlunina sem birt var á Samráðsgátt stjórnvalda í dag.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda var kynnt í júní og í henni kemur fram að stjórnvöld stefni að 40 prósent samdrætti í þeirri losun sem stjórnvöld bera ábyrgð á, vel umfram þau 29 prósent sem alþjóðlegar skuldbindingar segja til um á tímabilinu 2005 til 2030. Þá er stefnt að kolefnishlutleysi Íslands árið 2040.

Þessi samtök ungs fólks, sem meðal annars hafa tekið þátt í loftslagsverkföllum, vilja hins vegar setja hærra markmið um samdrátt, 50 prósenta samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir árið 2030. „Með því að stefna einungis að 35 prósent samdrætti í ESR losun á áratugnum 2020-2030 þá er verið að skilja eftir hin 65 prósentin fyrir áratuginn þar á eftir, 2030-2040. Það er óábyrgt að varpa þannig meirihluta byrðarinnar yfir á næstu kynslóð. Þó að núverandi áætlun hljóði upp á 35% samdrátt í ESR losun þá er hún einungis 9% samdráttur í heildarlosun ásamt landnotkun og ETS,“ segir í umsögninni.

„Loftslaginu er sama hvaðan losunin kemur“

Svokölluð heildarlosun frá Íslandi, það er losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda og sú sem fellur undir viðskiptakerfi ESB sem Ísland á aðild á, hefur aukist töluvert undanfarna áratugi. Benda samtökin á að sú losun á Íslandi, auk losunar frá landnotkun, setji Ísland í flokk þeirra ríkja sem losa hvað mest á heimsvísu. „Við viljum að horft sé á heildarlosun!“ segir í umsögninni. „Enda búum við öll á þessari plánetu með allri þeirri losun sem á sér stað sama hvernig pólitíkusar flokka hana niður. Loftslaginu er sama hvaðan losunin kemur.“

Vilja að 4 prósent landsframleiðslu fari til málaflokksins

Þá telja samtökin að of litlu fjármagni sé úthlutað í málaflokkinn samkvæmt nýrri áætlun stjórnvalda og þeirri fyrri frá árinu 2018. „Gangi þetta eftir er fjármagn eyrnamerkt loftslagsmálum 1850 milljónir á ári en heildartekjur ríkissjóðs 2020 eru 908.689 milljónir samkvæmt fjárlögum. Eyrnamerktur peningur fyrir loftslagsaðgerðir eru þá u.þ.b. 0,2% af heildartekjum á ári ef miðað er við heildartekjur 2020.“

Benda samtökin á að samkvæmt sviðsmynd OECD fyrir hnattræna hlýnun upp á 2 gráður sé áætlað að árlegar fjárfestingar þurfi að nema því sem samsvarar 6 prósent af landsframleiðslu heimsins, annars vegar 4 prósent vegna samgönguinnviða og annarra innviða og hins vegar 2 prósent vegna orkuvinnslu og orkunýtni.

„Á Íslandi hefur þegar verið tekin upp endurnýjanlega orkuvinnsla og því standa eftir fjárfestingar vegna samgönguinnviða og annara innviða,“ segir í umsögninni. „Við viljum að þessi tala, 4%, verði höfð að leiðarljósi þegar gerð er aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Við viljum að sett séu fram margfalt öflugri aðgerðir þannig áætlunin skili fjórfalt meiri árangri, eða árlegum samdrætti í nettó losun um 700 kt CO2 ígilda svo 50% samdráttur í heildarlosun ásamt landnotkun náist fyrir árið 2030.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
3
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár