Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ungt fólk gagnrýnir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum

Þrenn sam­tök ungs fólks vilja að rík­is­stjórn­in setji markmið um 50 pró­senta sam­drátt í heild­ar­los­un fyr­ir ár­ið 2030. Þá þurfi að leggja mun meira fjár­magn til mála­flokks­ins til að koma í veg fyr­ir hlýn­un um­fram 2 gráð­ur.

Ungt fólk gagnrýnir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum
Aðgerðaáætlun kynnt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti áætlunina í júní. Mynd: Stjórnarráðið

Ungir umhverfissinnar, Landssamtök íslenskra stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands telja að aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum varpi byrðum á næstu kynslóð þar sem hún gangi of skammt. Þetta kemur fram í sameiginlegri umsögn um áætlunina sem birt var á Samráðsgátt stjórnvalda í dag.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda var kynnt í júní og í henni kemur fram að stjórnvöld stefni að 40 prósent samdrætti í þeirri losun sem stjórnvöld bera ábyrgð á, vel umfram þau 29 prósent sem alþjóðlegar skuldbindingar segja til um á tímabilinu 2005 til 2030. Þá er stefnt að kolefnishlutleysi Íslands árið 2040.

Þessi samtök ungs fólks, sem meðal annars hafa tekið þátt í loftslagsverkföllum, vilja hins vegar setja hærra markmið um samdrátt, 50 prósenta samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir árið 2030. „Með því að stefna einungis að 35 prósent samdrætti í ESR losun á áratugnum 2020-2030 þá er verið að skilja eftir hin 65 prósentin fyrir áratuginn þar á eftir, 2030-2040. Það er óábyrgt að varpa þannig meirihluta byrðarinnar yfir á næstu kynslóð. Þó að núverandi áætlun hljóði upp á 35% samdrátt í ESR losun þá er hún einungis 9% samdráttur í heildarlosun ásamt landnotkun og ETS,“ segir í umsögninni.

„Loftslaginu er sama hvaðan losunin kemur“

Svokölluð heildarlosun frá Íslandi, það er losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda og sú sem fellur undir viðskiptakerfi ESB sem Ísland á aðild á, hefur aukist töluvert undanfarna áratugi. Benda samtökin á að sú losun á Íslandi, auk losunar frá landnotkun, setji Ísland í flokk þeirra ríkja sem losa hvað mest á heimsvísu. „Við viljum að horft sé á heildarlosun!“ segir í umsögninni. „Enda búum við öll á þessari plánetu með allri þeirri losun sem á sér stað sama hvernig pólitíkusar flokka hana niður. Loftslaginu er sama hvaðan losunin kemur.“

Vilja að 4 prósent landsframleiðslu fari til málaflokksins

Þá telja samtökin að of litlu fjármagni sé úthlutað í málaflokkinn samkvæmt nýrri áætlun stjórnvalda og þeirri fyrri frá árinu 2018. „Gangi þetta eftir er fjármagn eyrnamerkt loftslagsmálum 1850 milljónir á ári en heildartekjur ríkissjóðs 2020 eru 908.689 milljónir samkvæmt fjárlögum. Eyrnamerktur peningur fyrir loftslagsaðgerðir eru þá u.þ.b. 0,2% af heildartekjum á ári ef miðað er við heildartekjur 2020.“

Benda samtökin á að samkvæmt sviðsmynd OECD fyrir hnattræna hlýnun upp á 2 gráður sé áætlað að árlegar fjárfestingar þurfi að nema því sem samsvarar 6 prósent af landsframleiðslu heimsins, annars vegar 4 prósent vegna samgönguinnviða og annarra innviða og hins vegar 2 prósent vegna orkuvinnslu og orkunýtni.

„Á Íslandi hefur þegar verið tekin upp endurnýjanlega orkuvinnsla og því standa eftir fjárfestingar vegna samgönguinnviða og annara innviða,“ segir í umsögninni. „Við viljum að þessi tala, 4%, verði höfð að leiðarljósi þegar gerð er aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Við viljum að sett séu fram margfalt öflugri aðgerðir þannig áætlunin skili fjórfalt meiri árangri, eða árlegum samdrætti í nettó losun um 700 kt CO2 ígilda svo 50% samdráttur í heildarlosun ásamt landnotkun náist fyrir árið 2030.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár