Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þorbjörn Þórðarson tók saman gögn um starfsmenn RÚV sem Samherji kærir

Starfs­menn RÚV hafa feng­ið kæru Sam­herja til siðanefnd­ar RÚV í hend­urn­ar. Á kær­unni sést að fyrr­ver­andi frétta­mað­ur Stöðv­ar 2 tók skjá­skot af að minnsta kosti fjór­um þeirra um­mæla sem kært er fyr­ir.

Þorbjörn Þórðarson tók saman gögn um starfsmenn RÚV sem Samherji kærir
Þorbjörn Þórðarson Fréttamaðurinn fyrrverandi hefur starfað sem ráðgjafi fyrir Samherja frá því síðasta haust.

Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2, tók saman upplýsingar af samfélagsmiðlum starfsmanna RÚV sem Samherji hefur kært til Siðanefndar RÚV. Þetta sést í gögnum sem fylgja kærunni sem starfsmennirnir fengu afhenta í dag.

Samherji tilkynnti í lok ágúst að fyrirtækið hyggðist kæra ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndarinnar vegna þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Sakaði Samherji starfsmennina um samantekin ráð og ítrekuð brot á siðareglunum fyrir að tjá sig um málefni fyrirtæksins.

Í skjáskotum af ummælum starfsmannanna sést að sá sem tók að minnsta kosti fjögur þeirra saman var Þorbjörn Þórðarson. Prófílmynd af Facebook reikningi hans sést á fjórum skjáskotanna.

Skjáskot af ummælum fréttamannsPrófílmynd Þorbjörns Þórðarsonar má sjá á skjáskotinu.

Þorbjörn var fenginn til ráðgjafar Samherja síðasta haust í kjölfar uppljóstrana Stundarinnar, Kveiks, Wikileaks og Al Jazeera um mútugreiðslur fyrirtækisins til þess að komast yfir hestamakrílskvóta í Namibíu. Þorbjörn kom að gerð myndbands sem Samherji birti í ágúst þar sem því var haldið fram að Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, hefði falsað gögn sem leitt hefðu til húsleitar hjá Samherja og áralangs málareksturs vegna gruns um gjaldeyrisbrot fyrirtækisins. Skömmu síðar tilkynnti Verðlagsstofa skiptaverðs að gögnin hefðu verið unnin þar innanhúss en ekki fundist í fyrstu, þar sem þau voru geymd „utan hefðbundins skjalakerfis stofunnar“.

Fjöldi ráðgjafa til Samherja frá því málið kom upp

Þorbjörn er lögfræðimenntaður og hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi í fyrra. Hann var fréttamaður á Stöð 2 í um áratug og var tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir störf sín, en hætti hjá fjölmiðlinum í júlí í fyrra. Í kjölfarið stofnaði hann LPR lögmannsstofu, ásamt Halldóri Reyni Halldórssyni, sem samkvæmt heimasíðu sinnir lögmennsku og almannatengslum. Á Þorbjörn 99 prósenta hlut í félaginu.

Þorbjörn neitaði að tjá sig um störf hans fyrir Samherja þegar Stundin beindi til hans fyrirspurn þess efnis í sumar.

Ummæli fréttamannaFjögur skjáskotanna sem fylgja kærunni voru tekin af Facebook reikningi Þorbjörns.

Samherji hefur leitað fanga víða til að sinna fjölmiðlaumfjöllun, krísustjórnun og innri rannsókn vegna fréttaflutnings um Namibíustarfsemina. Í Noregi fékk fyrirtækið Håkon Borud, meðeiganda og ráðgjafa hjá First House ráðgjafarfyrirtækinu, til starfa. Hann er fyrrverandi fréttastjóri Aftenposten með 25 ára reynslu sem blaðamaður og ritstjóri í norskum fjölmiðlum. Árið 2016 gekk hann til liðs við First House og er nú meðeigandi. Þá leitaði Samherji til norsku lögfræðistofunnar Wikborg Rein til að sinna innri rannsókn fyrirtækisins á starfseminni í Namibíu, sem kynnt var með tilkynningu daginn áður en umfjöllunin fór í loftið. Stofan er stærsta lögfræðistofa Noregs, með skrifstofur í Osló og Bergen og erlendis í London, Singapúr og Sjanghæ. Rannsókninni lauk í sumar, en Samherji hefur ekki viljað birta niðurstöðurnar opinberlega.

Starfsmenn RÚV fá nú fjórar vikur til að svara kærunni til siðanefndar. 

Starfsmennirnir sem Samherji boðaði að kærðir yrðu til siðanefndar eru Lára Ómarsdóttir fréttamaður, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Freyr Gígja Gunnarsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður, Stígur Helgason fréttamaður, Snærós Sindradóttir, nefnd „fréttamaður“ í kæru en er verkefnastjóri, Sunna Valgerðardóttir fréttamaður, Tryggvi Aðalbjörnsson fréttamaður, Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður í Morgunútvarpinu, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og þeir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson, fréttamenn Kveiks, sem unnu meðal annars umfjöllun um mútumál Samherja í Namibíu á síðasta ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár