Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þorbjörn Þórðarson tók saman gögn um starfsmenn RÚV sem Samherji kærir

Starfs­menn RÚV hafa feng­ið kæru Sam­herja til siðanefnd­ar RÚV í hend­urn­ar. Á kær­unni sést að fyrr­ver­andi frétta­mað­ur Stöðv­ar 2 tók skjá­skot af að minnsta kosti fjór­um þeirra um­mæla sem kært er fyr­ir.

Þorbjörn Þórðarson tók saman gögn um starfsmenn RÚV sem Samherji kærir
Þorbjörn Þórðarson Fréttamaðurinn fyrrverandi hefur starfað sem ráðgjafi fyrir Samherja frá því síðasta haust.

Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2, tók saman upplýsingar af samfélagsmiðlum starfsmanna RÚV sem Samherji hefur kært til Siðanefndar RÚV. Þetta sést í gögnum sem fylgja kærunni sem starfsmennirnir fengu afhenta í dag.

Samherji tilkynnti í lok ágúst að fyrirtækið hyggðist kæra ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndarinnar vegna þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Sakaði Samherji starfsmennina um samantekin ráð og ítrekuð brot á siðareglunum fyrir að tjá sig um málefni fyrirtæksins.

Í skjáskotum af ummælum starfsmannanna sést að sá sem tók að minnsta kosti fjögur þeirra saman var Þorbjörn Þórðarson. Prófílmynd af Facebook reikningi hans sést á fjórum skjáskotanna.

Skjáskot af ummælum fréttamannsPrófílmynd Þorbjörns Þórðarsonar má sjá á skjáskotinu.

Þorbjörn var fenginn til ráðgjafar Samherja síðasta haust í kjölfar uppljóstrana Stundarinnar, Kveiks, Wikileaks og Al Jazeera um mútugreiðslur fyrirtækisins til þess að komast yfir hestamakrílskvóta í Namibíu. Þorbjörn kom að gerð myndbands sem Samherji birti í ágúst þar sem því var haldið fram að Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, hefði falsað gögn sem leitt hefðu til húsleitar hjá Samherja og áralangs málareksturs vegna gruns um gjaldeyrisbrot fyrirtækisins. Skömmu síðar tilkynnti Verðlagsstofa skiptaverðs að gögnin hefðu verið unnin þar innanhúss en ekki fundist í fyrstu, þar sem þau voru geymd „utan hefðbundins skjalakerfis stofunnar“.

Fjöldi ráðgjafa til Samherja frá því málið kom upp

Þorbjörn er lögfræðimenntaður og hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi í fyrra. Hann var fréttamaður á Stöð 2 í um áratug og var tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir störf sín, en hætti hjá fjölmiðlinum í júlí í fyrra. Í kjölfarið stofnaði hann LPR lögmannsstofu, ásamt Halldóri Reyni Halldórssyni, sem samkvæmt heimasíðu sinnir lögmennsku og almannatengslum. Á Þorbjörn 99 prósenta hlut í félaginu.

Þorbjörn neitaði að tjá sig um störf hans fyrir Samherja þegar Stundin beindi til hans fyrirspurn þess efnis í sumar.

Ummæli fréttamannaFjögur skjáskotanna sem fylgja kærunni voru tekin af Facebook reikningi Þorbjörns.

Samherji hefur leitað fanga víða til að sinna fjölmiðlaumfjöllun, krísustjórnun og innri rannsókn vegna fréttaflutnings um Namibíustarfsemina. Í Noregi fékk fyrirtækið Håkon Borud, meðeiganda og ráðgjafa hjá First House ráðgjafarfyrirtækinu, til starfa. Hann er fyrrverandi fréttastjóri Aftenposten með 25 ára reynslu sem blaðamaður og ritstjóri í norskum fjölmiðlum. Árið 2016 gekk hann til liðs við First House og er nú meðeigandi. Þá leitaði Samherji til norsku lögfræðistofunnar Wikborg Rein til að sinna innri rannsókn fyrirtækisins á starfseminni í Namibíu, sem kynnt var með tilkynningu daginn áður en umfjöllunin fór í loftið. Stofan er stærsta lögfræðistofa Noregs, með skrifstofur í Osló og Bergen og erlendis í London, Singapúr og Sjanghæ. Rannsókninni lauk í sumar, en Samherji hefur ekki viljað birta niðurstöðurnar opinberlega.

Starfsmenn RÚV fá nú fjórar vikur til að svara kærunni til siðanefndar. 

Starfsmennirnir sem Samherji boðaði að kærðir yrðu til siðanefndar eru Lára Ómarsdóttir fréttamaður, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Freyr Gígja Gunnarsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður, Stígur Helgason fréttamaður, Snærós Sindradóttir, nefnd „fréttamaður“ í kæru en er verkefnastjóri, Sunna Valgerðardóttir fréttamaður, Tryggvi Aðalbjörnsson fréttamaður, Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður í Morgunútvarpinu, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og þeir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson, fréttamenn Kveiks, sem unnu meðal annars umfjöllun um mútumál Samherja í Namibíu á síðasta ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár