Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lýsir faglegum vinnubrögðum þegar lífeyrissjóðurinn hafnaði Icelandair

Formað­ur Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna svar­ar seðla­banka­stjóra, sem hef­ur sent bréf á líf­eyr­is­sjóði og haf­ið form­lega könn­un á út­boði Icelanda­ir. Formað­ur sjóðs­ins seg­ir Icelanda­ir hafa fall­ið í grein­ingu er­lendra fag­að­ila, með­al ann­ars á stjórn­ar­hátt­um, sam­keppni og verð­mati.

Lýsir faglegum vinnubrögðum þegar lífeyrissjóðurinn hafnaði Icelandair
Stefán Sveinbjörnsson Formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar gagnrýni seðlabankastjóra til föðurhúsanna og lýsir faglegu ferli við að hafna þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair.

„Sjaldan hefur fjárfestingakostur sjóðsins verið rýndur með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, í yfirlýsingu sem barst rétt í þessu vegna ákvörðunar fjármálaeftirlits Seðlabankans um að hefja formlega könnun á útboði Icelandair.

Fjárfestar skráðu sig fyrir 37,3 milljörðum króna í útboði Icelandair sem lauk í síðustu viku, en samkvæmt niðurstöðu greiningar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var ekki áhættunnar virði að fjárfesta í félaginu.

Sniðgengu útboð Icelandair

Lífeyrissjóður verzlunarmanna, stærsti eigandi Icelandair, tók ekki þátt í hlutafjárútboði flugfélagsins, en fyrr á árinu höfðu stjórnarmenn í VR, sem tilnefnir 4 af 8 stjórnarmanna lífeyrissjóðsins, lýst yfir sniðgöngu í hugsanlegu hlutafjárútboði Icelandair vegna aðgerða fyrirtækisins gegn starfsfólki í kjarabaráttu, en Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum og flugþjónum í miðri kjarabaráttu. Tilkynnt var á vef sjóðsins að stjórn sjóðsins hefði ákveðið að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur hins vegar ákvörðun um einstaka fjárfestingar ekki eiga vera tekna af stjórn sjóðs sem skipuð er af hagsmunasamtökum og stéttarfélagi.  Ásgeir tilkynnti um ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar, sem hann er formaður fyrir, í morgun og gagnrýndi þar starfshætti lífeyrissjóði, nánar tiltekið út frá því að sjálfstæði stjórnarmanna væri ótryggt. „Við erum með stjórnir lífeyrissjóðunum sem skipaðar eru hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingar, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, heldur en af þessum aðilum,“ sagði hann. „Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framkvæmd þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kemur að einstökum fjárfesingum lífeyrissjóðanna.“

Icelandair féll í faglegri greiningu

Stefán Sveinbjörnsson, formaður sjóðsins sem átti stærstan hlut í Icelandair og ákvað engu að síður að sniðganga hlutafjárútboð fyrirtækisins, lýsir því hins vegar að ákvörðunin hafi verið tekin á faglegum forsendum. Eitt af því sem horft var til var stjórnhættir félagsins.

„Lífeyrissjóður verzlunarmanna fór í mjög ítarlega greiningu á þessum fjárfestingakosti. Sú greining fól meðal annars í sér að fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að rýna fjárfestingakostinn, haldnir voru fundir með stjórnendum Icelandair, sendar voru skriflegar spurningar til félagsins, farið var í rýnivinnu með sérfræðingum (e. airline specialists) hjá Bloomberg, rýnt var í greiningarefni úr fluggeiranum, rýnt var í ársreikninga erlendra flugfélaga og fenginn var erlendur ráðgjafi til að rýna í umhverfisþætti, félagslegaþætti og stjórnhætti félagsins. Til viðbótar þessu stillti lífeyrissjóðurinn í samstarfi við ráðgjafa sinn upp verðmatslíkani til að meta vænta ávöxtun af fjárfestingunni,“ segir Stefán í yfirlýsingu sinni.

„Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil“

Þá segir hann að niðurstaðan hefði verið að of mikil áhætta en of lítil vænt ávöxtun væri af því að fjárfesta í Icelandair.

„Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hélt fjóra stjórnarfundi þar sem þessi fjárfesting var skoðuð og rædd ítarlega. Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu. Eins og fram hefur komið voru fleiri lífeyrissjóðir á sömu skoðun og Lífeyrissjóður verzlunarmanna að taka ekki þátt.“

Yfirlýsing frá formanni stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair, eins og fram hefur komið. Vegna umfjöllunar um hlutafjárútboðið í fjölmiðlum vil ég koma á framfæri eftirfarandi.

Á vormánuðum kom fram að Icelandair ætlaði að fara í hlutafjárútboð. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur verið einn stærsti hluthafi í Icelandair undanfarin ár og var strax ljóst að sjóðurinn þyrfti að taka afstöðu til þess hvort hann ætlaði að taka þátt í útboðinu eða ekki. Ljóst var að um óvenjulegt útboð væri að ræða þar sem hlutafjáraukningunni var ætlað að mæta taprekstri komandi mánaða.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna fór í mjög ítarlega greiningu á þessum fjárfestingakosti. Sú greining fól m.a. í sér að fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að rýna fjárfestingakostinn, haldnir voru fundir með stjórnendum Icelandair, sendar voru skriflegar spurningar til félagsins, farið var í rýnivinnu með sérfræðingum (e. airline specialists) hjá Bloomberg, rýnt var í greiningarefni úr fluggeiranum, rýnt var í ársreikninga erlendra flugfélaga og fenginn var erlendur ráðgjafi til að rýna í umhverfisþætti, félagslegaþætti og stjórnhætti félagsins. Til viðbótar þessu stillti lífeyrissjóðurinn í samstarfi við ráðgjafa sinn upp verðmatslíkani til að meta vænta ávöxtun af fjárfestingunni. Sjaldan hefur fjárfestingakostur sjóðsins verið rýndur með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hélt fjóra stjórnarfundi þar sem þessi fjárfesting var skoðuð og rædd ítarlega. Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu. Eins og fram hefur komið voru fleiri lífeyrissjóðir á sömu skoðun og Lífeyrissjóður verzlunarmanna að taka ekki þátt.

Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna er fagmennskan í fyrirrúmi og teknar eru ákvarðanir þar sem gætt er jafnræðis sjóðsfélaga. Í þessu máli sem öðrum réð fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga því hvort sjóðurinn bætti við þá hlutafjáreign sem fyrir var í þessu tiltekna félagi.

Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
3
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár