Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mótmæltu brottvísunum og úthrópuðu Áslaugu Örnu

Hóp­ur mót­mælti fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un Kehdr-fjöskyld­unn­ar fyr­ir ut­an Al­þingi í dag. Fjöl­skyld­an hef­ur ver­ið í fel­um í viku.

Mótmæla brottvísunum Hópurinn gekk frá dómsmálaráðuneytinu að Alþingi.

Hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag og gekk þaðan fylktu liði á Austurvöll og tók sér stöðu fyrir utan Alþingishúsið. Vildu mótmælendur lýsa yfir stuðningi með Kehdr-fjölskyldunni, sem hefur verið í felum eftir að ákvörðun var tekin um að vísa henni úr landi.

„Áslaug Arna, martröð barna!,“ hrópuðu mótmælendurnir og héldu á fána sem á stóð „Break the isolation“ með skammstöfunina ÚTL, fyrir Útlendingastofnun, yfirstrikaða. Lögregla fylgdist með mótmælunum, sem fóru eftir því sem best var séð friðsamlega fram.

Lögregla fylgist meðStoðdeild ríkislögreglustjóra hefur leitað Khedr-fjölskyldunnar í viku.
Brottvísun Khedr-fjölskyldunnar mótmæltMótmælendur hrópuðu um dómsmálaráðherra á göngu sinni frá ráðuneyti hennar að Alþingi.

Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur leitað að Kehdr fjölskyldunni undanfarna viku. Fjölskyldan, sem samanstendur af foreldrum og fjórum börnum á aldrinum tveggja til tólf ára, hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár, eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd í ágúst 2018. Faðirinn Ibrahim á á hættu að verða fyrir ofsóknum vegna pólitískrar þátttöku sinnar, verði hann sendur til Egyptlands. Hann þjáist af háþrýstingi og móðirin Dooa er með vanvirkan skjaldkirtil og þjáist af alvarlegu þunglyndi og kvíða. Elstu börnin þrjú hafa gengið í skóla hér á landi og tala orðið íslensku en yngsti drengurinn, Mustafa, hefur gengið í leikskóla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu