Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mótmæltu brottvísunum og úthrópuðu Áslaugu Örnu

Hóp­ur mót­mælti fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un Kehdr-fjöskyld­unn­ar fyr­ir ut­an Al­þingi í dag. Fjöl­skyld­an hef­ur ver­ið í fel­um í viku.

Mótmæla brottvísunum Hópurinn gekk frá dómsmálaráðuneytinu að Alþingi.

Hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag og gekk þaðan fylktu liði á Austurvöll og tók sér stöðu fyrir utan Alþingishúsið. Vildu mótmælendur lýsa yfir stuðningi með Kehdr-fjölskyldunni, sem hefur verið í felum eftir að ákvörðun var tekin um að vísa henni úr landi.

„Áslaug Arna, martröð barna!,“ hrópuðu mótmælendurnir og héldu á fána sem á stóð „Break the isolation“ með skammstöfunina ÚTL, fyrir Útlendingastofnun, yfirstrikaða. Lögregla fylgdist með mótmælunum, sem fóru eftir því sem best var séð friðsamlega fram.

Lögregla fylgist meðStoðdeild ríkislögreglustjóra hefur leitað Khedr-fjölskyldunnar í viku.
Brottvísun Khedr-fjölskyldunnar mótmæltMótmælendur hrópuðu um dómsmálaráðherra á göngu sinni frá ráðuneyti hennar að Alþingi.

Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur leitað að Kehdr fjölskyldunni undanfarna viku. Fjölskyldan, sem samanstendur af foreldrum og fjórum börnum á aldrinum tveggja til tólf ára, hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár, eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd í ágúst 2018. Faðirinn Ibrahim á á hættu að verða fyrir ofsóknum vegna pólitískrar þátttöku sinnar, verði hann sendur til Egyptlands. Hann þjáist af háþrýstingi og móðirin Dooa er með vanvirkan skjaldkirtil og þjáist af alvarlegu þunglyndi og kvíða. Elstu börnin þrjú hafa gengið í skóla hér á landi og tala orðið íslensku en yngsti drengurinn, Mustafa, hefur gengið í leikskóla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár