Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mótmæltu brottvísunum og úthrópuðu Áslaugu Örnu

Hóp­ur mót­mælti fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un Kehdr-fjöskyld­unn­ar fyr­ir ut­an Al­þingi í dag. Fjöl­skyld­an hef­ur ver­ið í fel­um í viku.

Mótmæla brottvísunum Hópurinn gekk frá dómsmálaráðuneytinu að Alþingi.

Hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag og gekk þaðan fylktu liði á Austurvöll og tók sér stöðu fyrir utan Alþingishúsið. Vildu mótmælendur lýsa yfir stuðningi með Kehdr-fjölskyldunni, sem hefur verið í felum eftir að ákvörðun var tekin um að vísa henni úr landi.

„Áslaug Arna, martröð barna!,“ hrópuðu mótmælendurnir og héldu á fána sem á stóð „Break the isolation“ með skammstöfunina ÚTL, fyrir Útlendingastofnun, yfirstrikaða. Lögregla fylgdist með mótmælunum, sem fóru eftir því sem best var séð friðsamlega fram.

Lögregla fylgist meðStoðdeild ríkislögreglustjóra hefur leitað Khedr-fjölskyldunnar í viku.
Brottvísun Khedr-fjölskyldunnar mótmæltMótmælendur hrópuðu um dómsmálaráðherra á göngu sinni frá ráðuneyti hennar að Alþingi.

Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur leitað að Kehdr fjölskyldunni undanfarna viku. Fjölskyldan, sem samanstendur af foreldrum og fjórum börnum á aldrinum tveggja til tólf ára, hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár, eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd í ágúst 2018. Faðirinn Ibrahim á á hættu að verða fyrir ofsóknum vegna pólitískrar þátttöku sinnar, verði hann sendur til Egyptlands. Hann þjáist af háþrýstingi og móðirin Dooa er með vanvirkan skjaldkirtil og þjáist af alvarlegu þunglyndi og kvíða. Elstu börnin þrjú hafa gengið í skóla hér á landi og tala orðið íslensku en yngsti drengurinn, Mustafa, hefur gengið í leikskóla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár