Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mótmæltu brottvísunum og úthrópuðu Áslaugu Örnu

Hóp­ur mót­mælti fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un Kehdr-fjöskyld­unn­ar fyr­ir ut­an Al­þingi í dag. Fjöl­skyld­an hef­ur ver­ið í fel­um í viku.

Mótmæla brottvísunum Hópurinn gekk frá dómsmálaráðuneytinu að Alþingi.

Hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag og gekk þaðan fylktu liði á Austurvöll og tók sér stöðu fyrir utan Alþingishúsið. Vildu mótmælendur lýsa yfir stuðningi með Kehdr-fjölskyldunni, sem hefur verið í felum eftir að ákvörðun var tekin um að vísa henni úr landi.

„Áslaug Arna, martröð barna!,“ hrópuðu mótmælendurnir og héldu á fána sem á stóð „Break the isolation“ með skammstöfunina ÚTL, fyrir Útlendingastofnun, yfirstrikaða. Lögregla fylgdist með mótmælunum, sem fóru eftir því sem best var séð friðsamlega fram.

Lögregla fylgist meðStoðdeild ríkislögreglustjóra hefur leitað Khedr-fjölskyldunnar í viku.
Brottvísun Khedr-fjölskyldunnar mótmæltMótmælendur hrópuðu um dómsmálaráðherra á göngu sinni frá ráðuneyti hennar að Alþingi.

Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur leitað að Kehdr fjölskyldunni undanfarna viku. Fjölskyldan, sem samanstendur af foreldrum og fjórum börnum á aldrinum tveggja til tólf ára, hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár, eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd í ágúst 2018. Faðirinn Ibrahim á á hættu að verða fyrir ofsóknum vegna pólitískrar þátttöku sinnar, verði hann sendur til Egyptlands. Hann þjáist af háþrýstingi og móðirin Dooa er með vanvirkan skjaldkirtil og þjáist af alvarlegu þunglyndi og kvíða. Elstu börnin þrjú hafa gengið í skóla hér á landi og tala orðið íslensku en yngsti drengurinn, Mustafa, hefur gengið í leikskóla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár