Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán“

Seðla­banka­stjóri seg­ir að færa megi rök fyr­ir því að „eng­inn yf­ir fer­tugu ætti að taka verð­tryggð lán“.

„Ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán“
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af miklum lántökum vegna húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar í kjölfar vaxtalækkunar bankans. Mynd: Pressphotos

„Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, og vísar á móti til umræðu um að „enginn yfir fertugu eigi að vera með verðtryggð lán“.

Í umræðu um stöðu húsnæðislána og fasteignamarkaðarins á fundi um fjármálastöðugleika í Seðlabankanum í morgun sagði Ásgeir að litlar áhyggjur væru af skuldsetningu. Mikil aukning hefur orðið í lántöku, en megnið af því er endurfjármögnun með lágu veðsetningarhlutfalli úr verðtryggðum lánum með lágum afborgunum af höfuðstól yfir í óverðtryggð með sveiflukenndum greiðslum.

„Fólk hefur verið að fara úr verðtryggðu í óverðtryggt, en það virðist ekki endilega vera að skuldsetning sé að aukast. Þeir sem hafa verið að taka þessi lán á breytilegum vöxtum eru þeir sem ættu að skulda slík lán, þeir sem eru með tiltölulega góðar tekjur og tiltölulega rúma veðstöðu. Þannig að það er ekkert sem bendir beinlínis til þess að við eigum að vera með svakalegar áhyggjur af þessu að svo komnu máli. Það er þannig að það fylgir áhætta öllum lánum.“

Greiðslubyrði hefur lækkað hratt með vaxtalækkunum Seðlabankans síðustu mánuði. Í skýrslu um fjármálastöðugleika kemur fram að óverðtryggðir húsnæðisvextir stóru bankanna hafi að jafnaði lækkað úr 5,3% í 3,8% frá upphafi árs fram til júní. 

Á sama tíma lækkuðu vegnir verðtryggðir húsnæðisvextir úr 3,3% í 2,6%. Munurinn í júní var því aðeins 1,4% á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum en í lok ágúst mældist verðbólgan, hækkun á verðlagi mæld í neysluvísitölu, 3,2%. Þannig má gera ráð fyrir að verðtryggð lán hækki um samsvarandi prósentu, 3,2%, á síðustu tólf mánuðum, en höfuðstóll óverðtryggðs láns hækkar ekki, einungis greiðslan af láninu.

Breytilegir óverðtryggðir vextir eru nú 3,5% hjá bönkunum þremur. Breytilegir verðtryggðir vextir eru hins vegar hærri hjá Íslandsbanka og Arion banka, en hjá Landsbankanum og lífeyrissjóðunum, eða 2,7% hjá þeim síðartöldu, en 1,5-2,3% hjá Landsbankanum og lífeyrissjóðunum. Yfirlit vaxta má sjá hér.

Eldra fólk taki óverðtryggt

Breytilegum óverðtryggðum vöxtum fylgir aukin sveifla á afborgunum, í samanburði við verðtryggð lán, en á sama tíma hraðari uppgreiðsla á höfuðstól. Ásgeir lýsti því í morgun að lánsformin tvö, verðtryggð og óverðtryggð, henti mismunandi hópum í grófum dráttum eftir aldurstímabili. 

„Það fylgir líka áhætta af verðtryggðum lánum, eins og óverðtryggðum. Þetta er í rauninni spegilmynd. Verðtrygging og breytilegir vextir eru í raun spegilmynd af hvoru öðru að einhverju leyti. Og það má alveg halda því fram að hvernig lánaform fólk er með ætti að ráðast af aldri og stöðu á vinnumarkaði. Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili. Það er í rauninni inntak lagasetningar, sem var lögð til, varðandi það að enginn yfir fertugu ætti að taka verðtryggð lán, sem dæmi. Af því að verðtryggð lán eru þannig að höfuðstóllinn er ekki greiddur niður mjög hratt. Lán með breytilegum vöxtum eru þannig að það gengur hraðar á höfuðstólinn. Það má alveg færa rök fyrir því að fólk sem á styttra eftir á vinnumarkaði ætti að taka slík lán,“ sagði Ásgeir í morgun.

Vaxtalækkun ýtir undir lántöku

Vaxtalækkun Seðlabankans og lækkun húsnæðisvaxta hafa fylgt stóraukin umsvif á fasteignamarkaði, þrátt fyrir kreppu og vaxandi atvinnuleysi.

Í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika er sett í samhengi hvernig vaxtalækkun leiðir af sér aukinn kaupmátt sem vinnur gegn kólnunaráhrifum kreppunnar. „Þessi lækkun vaxta felur í sér verulega lækkun á greiðslubyrði nýrra húsnæðislána og hefur þannig auðveldað heimilum að fjárfesta í íbúðarhúsnæði sem og lækkað greiðslubyrði af eldri lánum með endurfjármögnun. Þetta hefur aukið eftirspurn á íbúðamarkaðnum og létt þrýstingi á verðlækkanir vegna mikils framboðs íbúðarhúsnæðis í vor, aukins atvinnuleysis og vaxandi óvissu í hagkerfinu.“

Segir ekki merki um aukna skuldsetningu

Hrein ný útlán til heimilaSkýringarmynd Seðlabankans sýnir mikla aukningu útlána.

Veltan á fasteignamarkaði dróst saman eftir að faraldurinn hófst, en jókst verulega í sumar, eða um 57% í júlí og ágúst á milli ára. Seðlabankinn ályktar út frá sölu á sementi og fjölda skráðra starfa í byggingariðnaði um framhaldið á fasteignamarkaði.

„Flest bendir til að áfram hafi dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði þó að ný talning á fjölda íbúða í byggingu liggi ekki fyrir frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika í byrjun júlí. Þannig hefur sementssala haldið áfram að dragast saman og störfum í byggingariðnaði áfram fækkað þrátt fyrir að mikið sé um viðhaldsframkvæmdir sem meðal annars eru drifnar áfram af tímabundinni fullri endurgreiðslu á virðisaukaskatti af viðhaldi og endurbótum á eigin húsnæði.“

Fasteignaverðhækkun í kreppu

Raunverð fjölbýlis hefur hækkað um 1,9% en sérbýlis um 1,6% síðasta ár. Það er verðhækkun umfram verðbólgu. Utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunverð hækkað meira, eða um 8,6%.

Ásgeir Jónsson sagði í morgun að fjármálastöðugleikanefnd bankans hefði litlar áhyggjur af skuldsetningu vegna vaxtalækkana. „Til að svara stuttlega er það álit nefndarinnar að það væri engin sérstök ástæða til að hafa áhyggjur, eins og staðan er núna. Eiginlega öll lánin sem hafa verið tekin eru með veðsetningarhlutfall undir 70%. Þetta er ekki merki um aukna skuldsetningu.“

Um miðjan september voru 3,3% fasteignalána í greiðsluhléi, en hlutfallið var 6,1% í júní. 5.500 umsóknir um greiðsluhlé hafa borist í heildina og eru 2.000 þeirra enn virkar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
8
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár