Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ásgeir lætur til skarar skríða gegn lífeyrissjóðunum - kannar útboð Icelandair

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri til­kynnti að könn­un væri haf­in á út­boði Icelanda­ir. Sent hef­ur ver­ið bréf á líf­eyr­is­sjóði og far­ið fram á að þeir tryggi sjálf­stæði stjórn­ar­manna. Ás­geir seg­ir óeðli­legt að hags­muna­að­il­ar sitji í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða og taki ákvarð­an­ir um fjár­fest­ing­ar. Stjórn líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna ákvað að taka ekki þátt í út­boði Icelanda­ir.

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri á fundi um fjármálastöðugleika í morgun.

„Við erum með stjórnir lífeyrissjóðunum sem skipaðar eru hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingar, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, heldur en af þessum aðilum,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi um fjármálastöðugleika í Seðlabankanum í morgun.

Ásgeir, sem samhliða því að vera seðlabankastjóri er formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans, í kjölfar sameiningar Fjármálaeftirlitsins við bankann í ársbyrjun, tilkynnti að fjármálaeftirlit Seðlabankans hefði hafið formlega könnun á útboði Icelandair Group.

„Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framkvæmd þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kemur að einstökum fjárfesingum lífeyrissjóðanna,“ sagði hann.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur „fylgst náið með“ útboði Icelandair Group og hefur nú hafið formlega könnun á framkvæmdinni. „Könnunin nær til beggja aðila,“ sagði Ásgeir og vísaði þar til fjárfesta sem og Icelandair. „Eftirlitið hefur kallað eftir gögnum, eftir atvikum og er nú að kanna framkvæmd þess. Að svo komnu máli er ekki hægt að segja neitt fleira um þessa könnun, annað en að hún er farin af stað. Og ég get heldur ekki tjáð mig um einstaka sjóði, eða eitthvað álíka, bara að þessi könnun er farin af stað. Þannig að ekki koma með einhverjar spurningar um það hér á eftir.“

Könnunin er á forræði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands. Í byrjun árs sameinaðist Fjármálaeftirlitið Seðlabankanum og er nú hluti af honum.  Ásgeir segir að Fjármálaeftirlitið hafi einnig í fyrra lýst áhyggjum af samþykktum lífeyrissjóðanna og ákvarðanatöku þeirra, með tilliti til sjálfstæðis stjórnarmanna.

„Sumarið 2019 hafði eftirlitið áhyggjur af því að samþykktir sjóðanna uppfylltu ekki nægilega ströng skilyrði til þess að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna og sendi meðal annars bréf þess efnis. Þetta bréf hefur verið ítrekað núna. Að sjóðirnir endurskoði samþykktir sínar til þess að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Mín skoðun er sú hins vegar að það þurfi að skoða allt ferlið upp á nýtt,“ sagði Ásgeir og vísar til þess að hagsmunaaðilar í stjórnum taki ákvarðanir um fjárfestingar.

„Það hefur byggt á ákveðnu heiðursmannasamkomulagi á milli þeirra sem má velta fyrir sér hvort haldi“

Ásgeir vill að lagaumhverfi lífeyrissjóðanna verði breytt. „Þetta kerfi var byggt upp í ákveðinni sátt á milli aðila vinnumarkaðarins. Það hefur byggt á ákveðnu heiðursmannasamkomulagi á milli þeirra sem má velta fyrir sér hvort haldi. Og í ljósi þess hvað þetta eru gríðarlega miklir peningar, hvað þetta eru miklir hagsmunir fyrir þjóðina, má aðeins velta fyrir sér hvort það þurfi ekki að endurskoða þetta fyrirkomulag. Auðvitað geta verkalýðsfélög og atvinnurekendur einstaka fyrirtækja haft ákveðnar skoðanir á þessum hlutum, en það verður þá að koma fram með almennum hætti, ekki í ákvörðunum um einstaka fjárfestingakosti.“

Athygli vakti að Lífeyrissjóður verzlunarmanna, stærsti hluthafi Icelandair, kaus að taka ekki þátt í útboði Icelandair í síðustu viku, á þeim forsendum að það væri ekki áhættunnar virði. Tekin var ákvörðun á stjórnarfundi Lífeyrissjóði verzlunarmanna um að fjárfesta ekki í Icelandair.

Áður hafði stjórn VR tilkynnt að hlutafjárútboð Icelandair ætti að vera sniðgengið af sjóðnum, eftir að Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum og flugfreyjum í tilraun til að styrkja samningsstöðu sína gegn starfsmönnum. 

„Stjórn VR, sem jafn­framt á sæti í full­trúaráði Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, bein­ir þeim til­mæl­um til þeirra stjórn­ar­manna sem VR skip­ar í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna að sniðganga eða greiða at­kvæði gegn þátt­töku í vænt­an­legu hluta­fjárút­boði Icelanda­ir.“ Þá sagði í tilkynningunni að VR geti ekki sætt sig við að „eft­ir­launa­sjóðir launa­fólks séu notaðir til fjár­fest­inga í fyr­ir­tækj­um sem hvetja til fé­lags­legra und­ir­boða. Það stríðir gegn öll­um þeim gild­um sem verka­lýðshreyf­ing­in stend­ur fyr­ir“.

Stjórn lífeyrissjóðsins er skipuð átta stjórnarmönnum og eru fjórir þeirra tilnefndir af stjórn VR, en fjórir af samtökum atvinnurekendum sem standa einnig að sjóðnum. Stjórnarmönnum VR í stjórn sjóðsins var skipt út í fyrra í kjölfar „trúnaðarbrests“ eftir að Lífeyrissjóður verzlunarmanna ákvað að  hækka vexti á húsnæðislánum þvert á fyrri viðmiðunarreglu. Fjármálaeftirlitið sagði ákvörðun VR vega að sjálfstæði stjórnarmanna sjóðsins.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lagt til að félagsmenn kjósi stjórnarmenn lífeyrissjóðanna beint.

Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir faglegu ferli innan sjóðsins við að greina Icelandair sem fjárfestingarkost. Hann segir greininguna hafa leitt í ljós að ekki væri áhættunnar og ávöxtunarinnar virði að fjárfesta í Icelandair.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár