Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ásgeir lætur til skarar skríða gegn lífeyrissjóðunum - kannar útboð Icelandair

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri til­kynnti að könn­un væri haf­in á út­boði Icelanda­ir. Sent hef­ur ver­ið bréf á líf­eyr­is­sjóði og far­ið fram á að þeir tryggi sjálf­stæði stjórn­ar­manna. Ás­geir seg­ir óeðli­legt að hags­muna­að­il­ar sitji í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða og taki ákvarð­an­ir um fjár­fest­ing­ar. Stjórn líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna ákvað að taka ekki þátt í út­boði Icelanda­ir.

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri á fundi um fjármálastöðugleika í morgun.

„Við erum með stjórnir lífeyrissjóðunum sem skipaðar eru hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingar, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, heldur en af þessum aðilum,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi um fjármálastöðugleika í Seðlabankanum í morgun.

Ásgeir, sem samhliða því að vera seðlabankastjóri er formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans, í kjölfar sameiningar Fjármálaeftirlitsins við bankann í ársbyrjun, tilkynnti að fjármálaeftirlit Seðlabankans hefði hafið formlega könnun á útboði Icelandair Group.

„Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framkvæmd þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kemur að einstökum fjárfesingum lífeyrissjóðanna,“ sagði hann.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur „fylgst náið með“ útboði Icelandair Group og hefur nú hafið formlega könnun á framkvæmdinni. „Könnunin nær til beggja aðila,“ sagði Ásgeir og vísaði þar til fjárfesta sem og Icelandair. „Eftirlitið hefur kallað eftir gögnum, eftir atvikum og er nú að kanna framkvæmd þess. Að svo komnu máli er ekki hægt að segja neitt fleira um þessa könnun, annað en að hún er farin af stað. Og ég get heldur ekki tjáð mig um einstaka sjóði, eða eitthvað álíka, bara að þessi könnun er farin af stað. Þannig að ekki koma með einhverjar spurningar um það hér á eftir.“

Könnunin er á forræði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands. Í byrjun árs sameinaðist Fjármálaeftirlitið Seðlabankanum og er nú hluti af honum.  Ásgeir segir að Fjármálaeftirlitið hafi einnig í fyrra lýst áhyggjum af samþykktum lífeyrissjóðanna og ákvarðanatöku þeirra, með tilliti til sjálfstæðis stjórnarmanna.

„Sumarið 2019 hafði eftirlitið áhyggjur af því að samþykktir sjóðanna uppfylltu ekki nægilega ströng skilyrði til þess að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna og sendi meðal annars bréf þess efnis. Þetta bréf hefur verið ítrekað núna. Að sjóðirnir endurskoði samþykktir sínar til þess að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Mín skoðun er sú hins vegar að það þurfi að skoða allt ferlið upp á nýtt,“ sagði Ásgeir og vísar til þess að hagsmunaaðilar í stjórnum taki ákvarðanir um fjárfestingar.

„Það hefur byggt á ákveðnu heiðursmannasamkomulagi á milli þeirra sem má velta fyrir sér hvort haldi“

Ásgeir vill að lagaumhverfi lífeyrissjóðanna verði breytt. „Þetta kerfi var byggt upp í ákveðinni sátt á milli aðila vinnumarkaðarins. Það hefur byggt á ákveðnu heiðursmannasamkomulagi á milli þeirra sem má velta fyrir sér hvort haldi. Og í ljósi þess hvað þetta eru gríðarlega miklir peningar, hvað þetta eru miklir hagsmunir fyrir þjóðina, má aðeins velta fyrir sér hvort það þurfi ekki að endurskoða þetta fyrirkomulag. Auðvitað geta verkalýðsfélög og atvinnurekendur einstaka fyrirtækja haft ákveðnar skoðanir á þessum hlutum, en það verður þá að koma fram með almennum hætti, ekki í ákvörðunum um einstaka fjárfestingakosti.“

Athygli vakti að Lífeyrissjóður verzlunarmanna, stærsti hluthafi Icelandair, kaus að taka ekki þátt í útboði Icelandair í síðustu viku, á þeim forsendum að það væri ekki áhættunnar virði. Tekin var ákvörðun á stjórnarfundi Lífeyrissjóði verzlunarmanna um að fjárfesta ekki í Icelandair.

Áður hafði stjórn VR tilkynnt að hlutafjárútboð Icelandair ætti að vera sniðgengið af sjóðnum, eftir að Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum og flugfreyjum í tilraun til að styrkja samningsstöðu sína gegn starfsmönnum. 

„Stjórn VR, sem jafn­framt á sæti í full­trúaráði Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, bein­ir þeim til­mæl­um til þeirra stjórn­ar­manna sem VR skip­ar í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna að sniðganga eða greiða at­kvæði gegn þátt­töku í vænt­an­legu hluta­fjárút­boði Icelanda­ir.“ Þá sagði í tilkynningunni að VR geti ekki sætt sig við að „eft­ir­launa­sjóðir launa­fólks séu notaðir til fjár­fest­inga í fyr­ir­tækj­um sem hvetja til fé­lags­legra und­ir­boða. Það stríðir gegn öll­um þeim gild­um sem verka­lýðshreyf­ing­in stend­ur fyr­ir“.

Stjórn lífeyrissjóðsins er skipuð átta stjórnarmönnum og eru fjórir þeirra tilnefndir af stjórn VR, en fjórir af samtökum atvinnurekendum sem standa einnig að sjóðnum. Stjórnarmönnum VR í stjórn sjóðsins var skipt út í fyrra í kjölfar „trúnaðarbrests“ eftir að Lífeyrissjóður verzlunarmanna ákvað að  hækka vexti á húsnæðislánum þvert á fyrri viðmiðunarreglu. Fjármálaeftirlitið sagði ákvörðun VR vega að sjálfstæði stjórnarmanna sjóðsins.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lagt til að félagsmenn kjósi stjórnarmenn lífeyrissjóðanna beint.

Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir faglegu ferli innan sjóðsins við að greina Icelandair sem fjárfestingarkost. Hann segir greininguna hafa leitt í ljós að ekki væri áhættunnar og ávöxtunarinnar virði að fjárfesta í Icelandair.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár